Solskjær aftur kominn heim til Molde Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 09:00 Ole Gunnar Solskjær gerði Molde að Noregsmeisturum tvö ár í röð. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Molde, en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við uppeldisfélag sitt. Þetta er í annað sinn sem Solkskjær tekur við Molde, en hann stýrði liðinu til síns fyrsta meistaratitils á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari árið 2011. Hann vann deildina svo aftur ári síðar. Velgengni hans í Noregi og leikmannaferill á Englandi varð til þess að hann fékk knattspyrnustjóra starfið hjá Cardiff þegar velska liðið spilaði í ensku úrvalsdeildinni 2014. Norðmaðurinn átti dapra tíma hjá Cardiff þar sem hann féll með liðið og var svo rekinn snemma á næstu leiktíð þegar Cardiff byrjaði illa í B-deildinni. Solkskjær tók því rólega eftir það og fór að þjálfa unglingalið Clausenengen þar sem sonur hans spilar. Clausenengen kom til Íslands til að spila á Rey Cup í sumar og var Solskjær með í för. Solskjær tekur við starfinu af Erling Moe sem hefur stýrt Molde síðan Tor Ole Skullerud var rekinn í byrjun mánaðarins. Skullerud gerði eins og Solskjær og vann deildina í fyrstu tilraun á síðustu leiktíð og bætti bikarnum við. Molde er í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar, en árangur liðsins þykir ekki nógu góður og var Skullerud því látinn fara. Solskjær fer strax af stað með Molde-liðið, en hann stýrir því í Evrópudeildinni gegn Celtic á heimavelli annað kvöld. Molde byrjar vel í Evrópudeildinni, en liðið er í fyrsta sæti með fjögur stig í ansi erfiðum riðli. Það er búið að gera 1-1 jafntefli við Ajax á útivelli og vinna Fenerbache á útivelli. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Molde, en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við uppeldisfélag sitt. Þetta er í annað sinn sem Solkskjær tekur við Molde, en hann stýrði liðinu til síns fyrsta meistaratitils á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari árið 2011. Hann vann deildina svo aftur ári síðar. Velgengni hans í Noregi og leikmannaferill á Englandi varð til þess að hann fékk knattspyrnustjóra starfið hjá Cardiff þegar velska liðið spilaði í ensku úrvalsdeildinni 2014. Norðmaðurinn átti dapra tíma hjá Cardiff þar sem hann féll með liðið og var svo rekinn snemma á næstu leiktíð þegar Cardiff byrjaði illa í B-deildinni. Solkskjær tók því rólega eftir það og fór að þjálfa unglingalið Clausenengen þar sem sonur hans spilar. Clausenengen kom til Íslands til að spila á Rey Cup í sumar og var Solskjær með í för. Solskjær tekur við starfinu af Erling Moe sem hefur stýrt Molde síðan Tor Ole Skullerud var rekinn í byrjun mánaðarins. Skullerud gerði eins og Solskjær og vann deildina í fyrstu tilraun á síðustu leiktíð og bætti bikarnum við. Molde er í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar, en árangur liðsins þykir ekki nógu góður og var Skullerud því látinn fara. Solskjær fer strax af stað með Molde-liðið, en hann stýrir því í Evrópudeildinni gegn Celtic á heimavelli annað kvöld. Molde byrjar vel í Evrópudeildinni, en liðið er í fyrsta sæti með fjögur stig í ansi erfiðum riðli. Það er búið að gera 1-1 jafntefli við Ajax á útivelli og vinna Fenerbache á útivelli.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira