Forsætisráðherra er mikill Back to the Future aðdáandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2015 16:21 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að endurnýja kynni sín af Marty McFly í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld rifja þrír þingmenn, sem allir eru fæddir á níunda áratugnum, upp kynni sín af Marty McFly en hann hefði átt að koma til framtíðar í dag, 21. október 2015. Kvikmyndin Back to the Future með Michael J. Fox í hlutverki Marty McFly kom út árið 1985 og varð feykilega vinsæl um allan heim. Í framhaldsmynd númer tvö ferðast McFly til ársins 2015 og kemur til framtíðarinnar í dag, 21. október 2015. Víða um heim er þessum degi fagnað af aðdáendum myndanna og hafa allir helstu fjölmiðlar Vesturlanda fjallað um málið á einhvern hátt í dag. Í framtíðarsýn Roberts Zemeckis leikstjóra voru svifbretti, flugbílar, sjálfreimandi Nike skór og jakki sem þurrkaði sig sjálfur hluti af staðalbúnaði nútímamannsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er af þeirri kynslóð sem hreifst af myndinni en hann var tíu ára þegar fyrsta myndin kom út. „Ég fór á fyrstu myndina á tíu ára afmælinu mínu í Laugarásbíói og ég man enn að ég keypti mér þrjú tyggjó, eitt grænt, eitt blátt og eitt rautt. Þetta var mikil upplifun sem mun seint eða aldrei gleymast líklega. Þannig að þetta er stór dagur í dag,“ segir forsætisráðherrann. Sigmundur Davíð ákvað þegar framhaldsmyndin kom út árið 1989 að horfa á hana aftur á árinu 2015, árið sem Marty McFly snýr aftur til framtíðar. „Ég gerði það strax eftir áramótin, á þessu ári en að sjálfsögðu verð ég að horfa á myndirnar aftur í kvöld.“Í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 ræðum við við Sigmund Davíð, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Guðmund Steingrímsson þingmann Bjartrar framtíðar en þau eru öll fædd á 8. áratug síðustu aldar og voru miklir aðdáaendur Back to the Future myndanna sem krakkar. Tengdar fréttir Back to the Future II draumurinn að deyja Á deginum sem Marty McFly átti að koma til ársins 2015 í myndinni Back to the Future II er að verða ljóst að Chicago Cubs mun ekki vinna hafnaboltatitilinn í Bandaríkjunum eins og myndin spáði. 21. október 2015 15:00 Framtíðin er hér -21.10.15 Í dag, 21. október 2015, er dagurinn sem Marty McFly skall á framtíðinni. Aðdáendur um allan heim hafa beðið lengi, eða síðan 1989. Vísir tók snúning á nokkrum dyggum aðdáendum þríleiksins, sem verða misuppteknir í dag við að sinna áhugamálinu. Benn Green verður frá vinnu og Sævar Helgi Bragason heldur fyrirlestur um tímaflakk í Bíó Paradís. 21. október 2015 10:00 Skilaboð frá "Doc" Brown: „Framtíðin er í ykkar höndum“ Aðdáendur Back to the Future fagna því „að framtíðin sé mætt“ 21. október 2015 13:43 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld rifja þrír þingmenn, sem allir eru fæddir á níunda áratugnum, upp kynni sín af Marty McFly en hann hefði átt að koma til framtíðar í dag, 21. október 2015. Kvikmyndin Back to the Future með Michael J. Fox í hlutverki Marty McFly kom út árið 1985 og varð feykilega vinsæl um allan heim. Í framhaldsmynd númer tvö ferðast McFly til ársins 2015 og kemur til framtíðarinnar í dag, 21. október 2015. Víða um heim er þessum degi fagnað af aðdáendum myndanna og hafa allir helstu fjölmiðlar Vesturlanda fjallað um málið á einhvern hátt í dag. Í framtíðarsýn Roberts Zemeckis leikstjóra voru svifbretti, flugbílar, sjálfreimandi Nike skór og jakki sem þurrkaði sig sjálfur hluti af staðalbúnaði nútímamannsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er af þeirri kynslóð sem hreifst af myndinni en hann var tíu ára þegar fyrsta myndin kom út. „Ég fór á fyrstu myndina á tíu ára afmælinu mínu í Laugarásbíói og ég man enn að ég keypti mér þrjú tyggjó, eitt grænt, eitt blátt og eitt rautt. Þetta var mikil upplifun sem mun seint eða aldrei gleymast líklega. Þannig að þetta er stór dagur í dag,“ segir forsætisráðherrann. Sigmundur Davíð ákvað þegar framhaldsmyndin kom út árið 1989 að horfa á hana aftur á árinu 2015, árið sem Marty McFly snýr aftur til framtíðar. „Ég gerði það strax eftir áramótin, á þessu ári en að sjálfsögðu verð ég að horfa á myndirnar aftur í kvöld.“Í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 ræðum við við Sigmund Davíð, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Guðmund Steingrímsson þingmann Bjartrar framtíðar en þau eru öll fædd á 8. áratug síðustu aldar og voru miklir aðdáaendur Back to the Future myndanna sem krakkar.
Tengdar fréttir Back to the Future II draumurinn að deyja Á deginum sem Marty McFly átti að koma til ársins 2015 í myndinni Back to the Future II er að verða ljóst að Chicago Cubs mun ekki vinna hafnaboltatitilinn í Bandaríkjunum eins og myndin spáði. 21. október 2015 15:00 Framtíðin er hér -21.10.15 Í dag, 21. október 2015, er dagurinn sem Marty McFly skall á framtíðinni. Aðdáendur um allan heim hafa beðið lengi, eða síðan 1989. Vísir tók snúning á nokkrum dyggum aðdáendum þríleiksins, sem verða misuppteknir í dag við að sinna áhugamálinu. Benn Green verður frá vinnu og Sævar Helgi Bragason heldur fyrirlestur um tímaflakk í Bíó Paradís. 21. október 2015 10:00 Skilaboð frá "Doc" Brown: „Framtíðin er í ykkar höndum“ Aðdáendur Back to the Future fagna því „að framtíðin sé mætt“ 21. október 2015 13:43 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Back to the Future II draumurinn að deyja Á deginum sem Marty McFly átti að koma til ársins 2015 í myndinni Back to the Future II er að verða ljóst að Chicago Cubs mun ekki vinna hafnaboltatitilinn í Bandaríkjunum eins og myndin spáði. 21. október 2015 15:00
Framtíðin er hér -21.10.15 Í dag, 21. október 2015, er dagurinn sem Marty McFly skall á framtíðinni. Aðdáendur um allan heim hafa beðið lengi, eða síðan 1989. Vísir tók snúning á nokkrum dyggum aðdáendum þríleiksins, sem verða misuppteknir í dag við að sinna áhugamálinu. Benn Green verður frá vinnu og Sævar Helgi Bragason heldur fyrirlestur um tímaflakk í Bíó Paradís. 21. október 2015 10:00
Skilaboð frá "Doc" Brown: „Framtíðin er í ykkar höndum“ Aðdáendur Back to the Future fagna því „að framtíðin sé mætt“ 21. október 2015 13:43