Lífið

Skilaboð frá "Doc" Brown: „Framtíðin er í ykkar höndum“

Birgir Olgeirsson skrifar
Christopher Lloyd sem Dr. Emmett "Doc" Brown.
Christopher Lloyd sem Dr. Emmett "Doc" Brown. Vísir/YouTube
„Framtíðin er loksins mætt og hún er ekki eins og við höfðum ímyndað okkar,“ segir Dr. Emmett "Doc" Brown, í myndbandi sem tekið var upp í tilefni þess að í dag er 21. október árið 2015. Þetta er dagurinn sem Emmett Brown, leikinn af Christopher Lloyd, og Marty McFly, leikinn af Michael J. Fox, mættu til framtíðarinnar í framhaldsmyndinni Back to the Future II sem kom út árið 1989.Marty McFly bjó í skáldaða bænum Hill Valley í Kaliforníu í Bandaríkjunum en í Back to the Future II ferðaðist hann 30 ár fram tímann og lenti í Hill Valley 21. október árið 2015 á slaginu 16:29.Kvikmyndaverið Universal sendir frá sér þetta myndband af Doc sem segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því þó framtíðin sé ekki eins og við höfðum vonast eftir. „Það þýðir bara að framtíð ykkar hefur ekki verið skrifuð, það er þannig hjá öllum. Framtíðin er í ykkar höndum, gerið hana glæsilega.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Back to the Future II draumurinn að deyja

Á deginum sem Marty McFly átti að koma til ársins 2015 í myndinni Back to the Future II er að verða ljóst að Chicago Cubs mun ekki vinna hafnaboltatitilinn í Bandaríkjunum eins og myndin spáði.

Framtíðin er hér -21.10.15

Í dag, 21. október 2015, er dagurinn sem Marty McFly skall á framtíðinni. Aðdáendur um allan heim hafa beðið lengi, eða síðan 1989. Vísir tók snúning á nokkrum dyggum aðdáendum þríleiksins, sem verða misuppteknir í dag við að sinna áhugamálinu. Benn Green verður frá vinnu og Sævar Helgi Bragason heldur fyrirlestur um tímaflakk í Bíó Paradís.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.