Segir Má gefa grænt ljós á verðhækkanir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2015 18:22 Ólafía B. Rafnsdóttir vill að Már Guðmundsson bíða heldur eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum. VÍSIR/VR/GVA Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, hnýtir í Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir að gefa fyrirtækjum „grænt ljós á að hækka verð og fela sig á bak við það að laun hafi hækkað of mikið”. Þá sakar hún Seðlabankann einnig um að hafa talað talað óvarlega um áhrif launahækkana umfram 3,5% og segir bankann hafa leikið lykilþátt í því að verðbólguvæntingar hafa rokið upp að undanförnu. Þetta kemur fram í harðorði yfirlýsingu sem Ólafía sendi frá sér í dag. Tilefnið er viðtal við Má sem birtist síðastliðinn föstudag, skömmu eftir að nýir kjarasamningar voru undirritaðir á hinum almenna vinnumarkaði. Í viðtalinu sagði seðlabankastjóri að honum þætti ólíklegt að fyrirtæki í landinu gætu heilt yfir tekið á sig hina nýju kjarasamninga og því myndi verðlag í landinu að öllum líkindum hækka. Ólafía segir þessi orð Más í andstöðu við það sem kemur fram í nýjastas hefti Peningamála, riti Seðlabankans, þar sem greint er frá niðurstöðum könnunnar Gallup um væntingar stjórnenda.VÍSIR/GVA„Samkvæmt þeim eru stjórnendur bjartsýnir um þróun framlegðar (EBITDA) á næstu sex mánuðum og hefur bjartsýni þeirra ekki mælst meiri á þessum mælikvarða síðan í febrúar 2007. Þar segir einnig að þetta gæti verið vísbending um að fyrirtæki hafi nokkurt svigrúm til að taka á sig kostnaðarhækkanir án þess að velta þeim út í verðlag eða hægja á ráðningum. Það er því töluvert ósamræmi í orðum seðlabankastjóra og svörum stjórnenda fyrirtækja um getu fyrirtækjanna til að taka á sig aukinn kostnað,” segir Ólafía í tilkynningunni. Hún bætir við að „þær atvinnugreinar þar sem starfsfólk er alla jafna á lægri launum eru einnig í þeirri stöðu að laun og tengd gjöld eru lágt hlutfall af heildarkostnaði, eða um 10%. Sérstök hækkun lægstu launa ætti því ekki að þurfa að leiða til þess að verðlag hækki mikið.” Þá telur Ólafía allt stefna í að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á næstunni og segir hún ástæðu þess megi að miklu leyti rekja til orðræðu bankans í fjölmiðlum síðan samningarnir voru undirritaðir fyrir helgi. „Þannig hefur Seðlabankanum tekist að hækka þær væntingar sem hann vill halda niðri. Nú stefnir því allt í að Seðlabankinn muni hækka vexti til að ná niður væntingum sem hann hefur sjálfur tekið þátt í að þrýst upp á við. Skynsamlegra væri að bíða eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum, ef þörf krefur,“ segir Ólafía en yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast með því að smella hér Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, hnýtir í Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir að gefa fyrirtækjum „grænt ljós á að hækka verð og fela sig á bak við það að laun hafi hækkað of mikið”. Þá sakar hún Seðlabankann einnig um að hafa talað talað óvarlega um áhrif launahækkana umfram 3,5% og segir bankann hafa leikið lykilþátt í því að verðbólguvæntingar hafa rokið upp að undanförnu. Þetta kemur fram í harðorði yfirlýsingu sem Ólafía sendi frá sér í dag. Tilefnið er viðtal við Má sem birtist síðastliðinn föstudag, skömmu eftir að nýir kjarasamningar voru undirritaðir á hinum almenna vinnumarkaði. Í viðtalinu sagði seðlabankastjóri að honum þætti ólíklegt að fyrirtæki í landinu gætu heilt yfir tekið á sig hina nýju kjarasamninga og því myndi verðlag í landinu að öllum líkindum hækka. Ólafía segir þessi orð Más í andstöðu við það sem kemur fram í nýjastas hefti Peningamála, riti Seðlabankans, þar sem greint er frá niðurstöðum könnunnar Gallup um væntingar stjórnenda.VÍSIR/GVA„Samkvæmt þeim eru stjórnendur bjartsýnir um þróun framlegðar (EBITDA) á næstu sex mánuðum og hefur bjartsýni þeirra ekki mælst meiri á þessum mælikvarða síðan í febrúar 2007. Þar segir einnig að þetta gæti verið vísbending um að fyrirtæki hafi nokkurt svigrúm til að taka á sig kostnaðarhækkanir án þess að velta þeim út í verðlag eða hægja á ráðningum. Það er því töluvert ósamræmi í orðum seðlabankastjóra og svörum stjórnenda fyrirtækja um getu fyrirtækjanna til að taka á sig aukinn kostnað,” segir Ólafía í tilkynningunni. Hún bætir við að „þær atvinnugreinar þar sem starfsfólk er alla jafna á lægri launum eru einnig í þeirri stöðu að laun og tengd gjöld eru lágt hlutfall af heildarkostnaði, eða um 10%. Sérstök hækkun lægstu launa ætti því ekki að þurfa að leiða til þess að verðlag hækki mikið.” Þá telur Ólafía allt stefna í að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á næstunni og segir hún ástæðu þess megi að miklu leyti rekja til orðræðu bankans í fjölmiðlum síðan samningarnir voru undirritaðir fyrir helgi. „Þannig hefur Seðlabankanum tekist að hækka þær væntingar sem hann vill halda niðri. Nú stefnir því allt í að Seðlabankinn muni hækka vexti til að ná niður væntingum sem hann hefur sjálfur tekið þátt í að þrýst upp á við. Skynsamlegra væri að bíða eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum, ef þörf krefur,“ segir Ólafía en yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast með því að smella hér
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira