Segir Má gefa grænt ljós á verðhækkanir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2015 18:22 Ólafía B. Rafnsdóttir vill að Már Guðmundsson bíða heldur eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum. VÍSIR/VR/GVA Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, hnýtir í Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir að gefa fyrirtækjum „grænt ljós á að hækka verð og fela sig á bak við það að laun hafi hækkað of mikið”. Þá sakar hún Seðlabankann einnig um að hafa talað talað óvarlega um áhrif launahækkana umfram 3,5% og segir bankann hafa leikið lykilþátt í því að verðbólguvæntingar hafa rokið upp að undanförnu. Þetta kemur fram í harðorði yfirlýsingu sem Ólafía sendi frá sér í dag. Tilefnið er viðtal við Má sem birtist síðastliðinn föstudag, skömmu eftir að nýir kjarasamningar voru undirritaðir á hinum almenna vinnumarkaði. Í viðtalinu sagði seðlabankastjóri að honum þætti ólíklegt að fyrirtæki í landinu gætu heilt yfir tekið á sig hina nýju kjarasamninga og því myndi verðlag í landinu að öllum líkindum hækka. Ólafía segir þessi orð Más í andstöðu við það sem kemur fram í nýjastas hefti Peningamála, riti Seðlabankans, þar sem greint er frá niðurstöðum könnunnar Gallup um væntingar stjórnenda.VÍSIR/GVA„Samkvæmt þeim eru stjórnendur bjartsýnir um þróun framlegðar (EBITDA) á næstu sex mánuðum og hefur bjartsýni þeirra ekki mælst meiri á þessum mælikvarða síðan í febrúar 2007. Þar segir einnig að þetta gæti verið vísbending um að fyrirtæki hafi nokkurt svigrúm til að taka á sig kostnaðarhækkanir án þess að velta þeim út í verðlag eða hægja á ráðningum. Það er því töluvert ósamræmi í orðum seðlabankastjóra og svörum stjórnenda fyrirtækja um getu fyrirtækjanna til að taka á sig aukinn kostnað,” segir Ólafía í tilkynningunni. Hún bætir við að „þær atvinnugreinar þar sem starfsfólk er alla jafna á lægri launum eru einnig í þeirri stöðu að laun og tengd gjöld eru lágt hlutfall af heildarkostnaði, eða um 10%. Sérstök hækkun lægstu launa ætti því ekki að þurfa að leiða til þess að verðlag hækki mikið.” Þá telur Ólafía allt stefna í að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á næstunni og segir hún ástæðu þess megi að miklu leyti rekja til orðræðu bankans í fjölmiðlum síðan samningarnir voru undirritaðir fyrir helgi. „Þannig hefur Seðlabankanum tekist að hækka þær væntingar sem hann vill halda niðri. Nú stefnir því allt í að Seðlabankinn muni hækka vexti til að ná niður væntingum sem hann hefur sjálfur tekið þátt í að þrýst upp á við. Skynsamlegra væri að bíða eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum, ef þörf krefur,“ segir Ólafía en yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast með því að smella hér Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, hnýtir í Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir að gefa fyrirtækjum „grænt ljós á að hækka verð og fela sig á bak við það að laun hafi hækkað of mikið”. Þá sakar hún Seðlabankann einnig um að hafa talað talað óvarlega um áhrif launahækkana umfram 3,5% og segir bankann hafa leikið lykilþátt í því að verðbólguvæntingar hafa rokið upp að undanförnu. Þetta kemur fram í harðorði yfirlýsingu sem Ólafía sendi frá sér í dag. Tilefnið er viðtal við Má sem birtist síðastliðinn föstudag, skömmu eftir að nýir kjarasamningar voru undirritaðir á hinum almenna vinnumarkaði. Í viðtalinu sagði seðlabankastjóri að honum þætti ólíklegt að fyrirtæki í landinu gætu heilt yfir tekið á sig hina nýju kjarasamninga og því myndi verðlag í landinu að öllum líkindum hækka. Ólafía segir þessi orð Más í andstöðu við það sem kemur fram í nýjastas hefti Peningamála, riti Seðlabankans, þar sem greint er frá niðurstöðum könnunnar Gallup um væntingar stjórnenda.VÍSIR/GVA„Samkvæmt þeim eru stjórnendur bjartsýnir um þróun framlegðar (EBITDA) á næstu sex mánuðum og hefur bjartsýni þeirra ekki mælst meiri á þessum mælikvarða síðan í febrúar 2007. Þar segir einnig að þetta gæti verið vísbending um að fyrirtæki hafi nokkurt svigrúm til að taka á sig kostnaðarhækkanir án þess að velta þeim út í verðlag eða hægja á ráðningum. Það er því töluvert ósamræmi í orðum seðlabankastjóra og svörum stjórnenda fyrirtækja um getu fyrirtækjanna til að taka á sig aukinn kostnað,” segir Ólafía í tilkynningunni. Hún bætir við að „þær atvinnugreinar þar sem starfsfólk er alla jafna á lægri launum eru einnig í þeirri stöðu að laun og tengd gjöld eru lágt hlutfall af heildarkostnaði, eða um 10%. Sérstök hækkun lægstu launa ætti því ekki að þurfa að leiða til þess að verðlag hækki mikið.” Þá telur Ólafía allt stefna í að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á næstunni og segir hún ástæðu þess megi að miklu leyti rekja til orðræðu bankans í fjölmiðlum síðan samningarnir voru undirritaðir fyrir helgi. „Þannig hefur Seðlabankanum tekist að hækka þær væntingar sem hann vill halda niðri. Nú stefnir því allt í að Seðlabankinn muni hækka vexti til að ná niður væntingum sem hann hefur sjálfur tekið þátt í að þrýst upp á við. Skynsamlegra væri að bíða eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum, ef þörf krefur,“ segir Ólafía en yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast með því að smella hér
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira