Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. júní 2015 19:13 Lilja Karen Kristófersdóttir segir kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi fyrrverandi kærasta vera afleiðingu klámvæðingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem deilt hafa sögu sinni í Facebook- hópnum Beauty Tips, en þar hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af ofbeldi undanfarna daga. Bylting kvennana inn á síðunni hefur vakið mikla athygli en margar þeirra eru að segja frá reynslu sinni í fyrsta skipti og sumar höfðu ekki áttað sig á því að þær höfðu orðið fyrir ofbeldi fyrr en þær lásu frásagnir annarra kvenna þar inn á. Lilja Karen er ein þeirra sem deilt hafa reynslu sinni en hún var beitt kynferðislegu og andlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta sínum en þau byrjuðu saman þegar þau voru 14 ára gömul. „Þetta var algörlega ómeðvitað og kom í ljós þegar sambandinu lauk. Þegar sjálfstraustið og sjálfsmyndin fór að hækka þá áttaði ég mig á því að ég hafði verið að ganga í gegnum ofbeldisfullt samband í ár.“ Lilja sagði móður sinni og kennara frá ofbeldinu eftir að hún hætti með kærastanum. Hún fékk mikinn stuðning frá þeim en segir jafnaldra sína ekki hafa tekið þessu jafnvel. Hún segist hafa ákveðið að deila reynslu sinni inn á síðunni til þess að mögulega hjálpa öðrum í sömu stöðu. Og hún sér ekki eftir því þar sem hún hefur fengið gríðarlega mikinn stuðning. „Mig langaði að vekja athygli á því sem ég lenti í fyrir aðrar yngri stelpur eða á sama aldri sem eru kannski að lenda í því sama, ómeðvitað. Með þessari umræðu getum við verið opnari fyrir því sem er að gerast í kringum okkur.“ Lilja segir marga unga stráka sækja fyrirmyndir sínar að kynlífi í klám. „Í mínu tifelli var það afleiðing klámvæðingarinnar. Hann var heltekinn af klámi og má segja að hann hafi fengið brengluðu hugmyndirnar sínar þaðan,“ segir Lilja. Hún segir um sannkallaða byltingu sé að ræða á Beauty Tips, þolendur séu að skila skömminni og um leið opna á umræðuna um kynferðisofbeldi. Við erum að skila skömminni algjörlega frá okkur. Við erum búin að vera að bera ábyrgð og skömm í svo langan tíma. Í rauninni erum við loksins að hafa tækifæri á að skila henni og geta opnað okkur.“ Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Lilja Karen Kristófersdóttir segir kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi fyrrverandi kærasta vera afleiðingu klámvæðingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem deilt hafa sögu sinni í Facebook- hópnum Beauty Tips, en þar hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af ofbeldi undanfarna daga. Bylting kvennana inn á síðunni hefur vakið mikla athygli en margar þeirra eru að segja frá reynslu sinni í fyrsta skipti og sumar höfðu ekki áttað sig á því að þær höfðu orðið fyrir ofbeldi fyrr en þær lásu frásagnir annarra kvenna þar inn á. Lilja Karen er ein þeirra sem deilt hafa reynslu sinni en hún var beitt kynferðislegu og andlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta sínum en þau byrjuðu saman þegar þau voru 14 ára gömul. „Þetta var algörlega ómeðvitað og kom í ljós þegar sambandinu lauk. Þegar sjálfstraustið og sjálfsmyndin fór að hækka þá áttaði ég mig á því að ég hafði verið að ganga í gegnum ofbeldisfullt samband í ár.“ Lilja sagði móður sinni og kennara frá ofbeldinu eftir að hún hætti með kærastanum. Hún fékk mikinn stuðning frá þeim en segir jafnaldra sína ekki hafa tekið þessu jafnvel. Hún segist hafa ákveðið að deila reynslu sinni inn á síðunni til þess að mögulega hjálpa öðrum í sömu stöðu. Og hún sér ekki eftir því þar sem hún hefur fengið gríðarlega mikinn stuðning. „Mig langaði að vekja athygli á því sem ég lenti í fyrir aðrar yngri stelpur eða á sama aldri sem eru kannski að lenda í því sama, ómeðvitað. Með þessari umræðu getum við verið opnari fyrir því sem er að gerast í kringum okkur.“ Lilja segir marga unga stráka sækja fyrirmyndir sínar að kynlífi í klám. „Í mínu tifelli var það afleiðing klámvæðingarinnar. Hann var heltekinn af klámi og má segja að hann hafi fengið brengluðu hugmyndirnar sínar þaðan,“ segir Lilja. Hún segir um sannkallaða byltingu sé að ræða á Beauty Tips, þolendur séu að skila skömminni og um leið opna á umræðuna um kynferðisofbeldi. Við erum að skila skömminni algjörlega frá okkur. Við erum búin að vera að bera ábyrgð og skömm í svo langan tíma. Í rauninni erum við loksins að hafa tækifæri á að skila henni og geta opnað okkur.“
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira