Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. júní 2015 19:13 Lilja Karen Kristófersdóttir segir kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi fyrrverandi kærasta vera afleiðingu klámvæðingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem deilt hafa sögu sinni í Facebook- hópnum Beauty Tips, en þar hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af ofbeldi undanfarna daga. Bylting kvennana inn á síðunni hefur vakið mikla athygli en margar þeirra eru að segja frá reynslu sinni í fyrsta skipti og sumar höfðu ekki áttað sig á því að þær höfðu orðið fyrir ofbeldi fyrr en þær lásu frásagnir annarra kvenna þar inn á. Lilja Karen er ein þeirra sem deilt hafa reynslu sinni en hún var beitt kynferðislegu og andlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta sínum en þau byrjuðu saman þegar þau voru 14 ára gömul. „Þetta var algörlega ómeðvitað og kom í ljós þegar sambandinu lauk. Þegar sjálfstraustið og sjálfsmyndin fór að hækka þá áttaði ég mig á því að ég hafði verið að ganga í gegnum ofbeldisfullt samband í ár.“ Lilja sagði móður sinni og kennara frá ofbeldinu eftir að hún hætti með kærastanum. Hún fékk mikinn stuðning frá þeim en segir jafnaldra sína ekki hafa tekið þessu jafnvel. Hún segist hafa ákveðið að deila reynslu sinni inn á síðunni til þess að mögulega hjálpa öðrum í sömu stöðu. Og hún sér ekki eftir því þar sem hún hefur fengið gríðarlega mikinn stuðning. „Mig langaði að vekja athygli á því sem ég lenti í fyrir aðrar yngri stelpur eða á sama aldri sem eru kannski að lenda í því sama, ómeðvitað. Með þessari umræðu getum við verið opnari fyrir því sem er að gerast í kringum okkur.“ Lilja segir marga unga stráka sækja fyrirmyndir sínar að kynlífi í klám. „Í mínu tifelli var það afleiðing klámvæðingarinnar. Hann var heltekinn af klámi og má segja að hann hafi fengið brengluðu hugmyndirnar sínar þaðan,“ segir Lilja. Hún segir um sannkallaða byltingu sé að ræða á Beauty Tips, þolendur séu að skila skömminni og um leið opna á umræðuna um kynferðisofbeldi. Við erum að skila skömminni algjörlega frá okkur. Við erum búin að vera að bera ábyrgð og skömm í svo langan tíma. Í rauninni erum við loksins að hafa tækifæri á að skila henni og geta opnað okkur.“ Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Lilja Karen Kristófersdóttir segir kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi fyrrverandi kærasta vera afleiðingu klámvæðingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem deilt hafa sögu sinni í Facebook- hópnum Beauty Tips, en þar hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af ofbeldi undanfarna daga. Bylting kvennana inn á síðunni hefur vakið mikla athygli en margar þeirra eru að segja frá reynslu sinni í fyrsta skipti og sumar höfðu ekki áttað sig á því að þær höfðu orðið fyrir ofbeldi fyrr en þær lásu frásagnir annarra kvenna þar inn á. Lilja Karen er ein þeirra sem deilt hafa reynslu sinni en hún var beitt kynferðislegu og andlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta sínum en þau byrjuðu saman þegar þau voru 14 ára gömul. „Þetta var algörlega ómeðvitað og kom í ljós þegar sambandinu lauk. Þegar sjálfstraustið og sjálfsmyndin fór að hækka þá áttaði ég mig á því að ég hafði verið að ganga í gegnum ofbeldisfullt samband í ár.“ Lilja sagði móður sinni og kennara frá ofbeldinu eftir að hún hætti með kærastanum. Hún fékk mikinn stuðning frá þeim en segir jafnaldra sína ekki hafa tekið þessu jafnvel. Hún segist hafa ákveðið að deila reynslu sinni inn á síðunni til þess að mögulega hjálpa öðrum í sömu stöðu. Og hún sér ekki eftir því þar sem hún hefur fengið gríðarlega mikinn stuðning. „Mig langaði að vekja athygli á því sem ég lenti í fyrir aðrar yngri stelpur eða á sama aldri sem eru kannski að lenda í því sama, ómeðvitað. Með þessari umræðu getum við verið opnari fyrir því sem er að gerast í kringum okkur.“ Lilja segir marga unga stráka sækja fyrirmyndir sínar að kynlífi í klám. „Í mínu tifelli var það afleiðing klámvæðingarinnar. Hann var heltekinn af klámi og má segja að hann hafi fengið brengluðu hugmyndirnar sínar þaðan,“ segir Lilja. Hún segir um sannkallaða byltingu sé að ræða á Beauty Tips, þolendur séu að skila skömminni og um leið opna á umræðuna um kynferðisofbeldi. Við erum að skila skömminni algjörlega frá okkur. Við erum búin að vera að bera ábyrgð og skömm í svo langan tíma. Í rauninni erum við loksins að hafa tækifæri á að skila henni og geta opnað okkur.“
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira