Matthías Vilhjálmsson skoraði stórbrotið mark fyrir Start gegn Álasund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Matthías með rosalegri hjólhestapsyrnu.
Aftenbladet í Noregi hefur nú birt upptöku af markinu, en það má sjá hér. Markið skoraði hann í 2-1 sigri gegn Álasund, en Start er í tíunda sætid eildarinnar.
„Þetta var mitt flottasta mark á ferlinum, augljóslega. Ég skoraði einnig með hjólhestaspyrnu gegn Sogndal 2013 og svo hef ég skorað nokkuð á Íslandi. Þetta var mjög fínt gegn góðu Álasund-liði,” sagði Matthías í leikslok.
„Ég hef reynt þetta nokkrum sínum á mínum ferli. Það hefur ekki alltaf endað vel, en ég var heppinn og þetta gekk vel upp.”
„Þetta var erfitt ár í fyrra, en ég vissi ég þyrfti að koma sterkur til baka og sýna karakter. Það hef ég gert. Strárkarnir eru einnig duglegir að leggja upp fyrir mig.”
Ísfirðingurinn var orðaður við rússneskt lið á dögunum, en hann segist ekki hugsa út í það og segir honum líði vel í Kristiasand.
„Ég hugsa ekki út í það. Ég er með hugann minn við Start og mér og fjölskyldunni líður vel í Kristiansand. Það er frábær bær,” sagði Matthías.
Sjáðu magnaða hjólhestaspyrnu Matthíasar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti

Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn