Fundað á ný eftir vikuhlé Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2015 12:03 Páll Halldórsson formaður BHM Vísir/Stefán Allt stefnir í að á þriðja þúsund félagsmenn BHM leggi niður störf á morgun. Samninganefndir Bandalags háskólmanna og ríksins koma saman til fundar í Karphúsinu í dag eftir vikulangt hlé. Formaður BHM vonast til að samninganefnd ríkisins kynni þar nýtt útspil til að hægt verði að leysa kjaradeiluna áður en til allsherjarverkfalls kemur. Verkfallsaðgerðir BHM hófust í gær. Þá lögðu fimm hundruð og sextíu félagsmenn Bandalags háskólamanna niður störf. Flestir þeirra starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum en um er að ræða geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæður og náttúrfræðinga á spítalanum. Þá lögðu lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf í gær. Á morgun hefst svo allsherjarverkfall BHM ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Reynt verður til þrautar að leysa deiluna í dag þegar samninganefndir BHM og ríkisins hittast á fundi hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu eftir hádegi. Um vika er liðin frá því deiluaðilar hittust síðast á fundi. „Við förum á fund á eftir og við sjáum hvað þar kemur fram. Það hefur komið fram að ríkið var ekki tilbúið að funda með okkur um páskana en töldu sig þurfa þennan tíma til þess að undirbúa eitthvað og ég er bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því og við mætum á fundinn. Boltinn er hjá þeim og við tökum bara afstöðu til þess sem að þar kemur fram,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Páll vonast til að samninganefnd ríksins kynni á fundinum nýtt útspil svo hægt verði að leysa deiluna. „Maður auðvitað vonar að það gerist eitthvað en ég get ekki fullyrt um það. Það er auðvitað þeirra að svara til um það en ég geri auðvitað þá kröfu til þeirra að þeir komi með eitthvað inn í þessa deilu þannig að við getum svona eitthvað fikrað okkur til lausnar,“ segir Páll. Á morgun leggja ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð félagsmenn BHM niður störf ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Á meðal þeirra eru félagar í Sálfræðingafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands og Þroskaþjálfafélagi Íslands. Páll segir enn nokkuð bera í milli samninganefndanna. „Auðvitað er það þannig að ef við ætluðum að taka okkar ýtrustu kröfur á skömmum tíma þá auðvitað má segja að það beri mikið í milli en við auðvitað erum að reyna að finna einhverjar leiðir,“ segir Páll Halldórsson. Tengdar fréttir Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00 Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Allt stefnir í að á þriðja þúsund félagsmenn BHM leggi niður störf á morgun. Samninganefndir Bandalags háskólmanna og ríksins koma saman til fundar í Karphúsinu í dag eftir vikulangt hlé. Formaður BHM vonast til að samninganefnd ríkisins kynni þar nýtt útspil til að hægt verði að leysa kjaradeiluna áður en til allsherjarverkfalls kemur. Verkfallsaðgerðir BHM hófust í gær. Þá lögðu fimm hundruð og sextíu félagsmenn Bandalags háskólamanna niður störf. Flestir þeirra starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum en um er að ræða geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæður og náttúrfræðinga á spítalanum. Þá lögðu lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf í gær. Á morgun hefst svo allsherjarverkfall BHM ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Reynt verður til þrautar að leysa deiluna í dag þegar samninganefndir BHM og ríkisins hittast á fundi hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu eftir hádegi. Um vika er liðin frá því deiluaðilar hittust síðast á fundi. „Við förum á fund á eftir og við sjáum hvað þar kemur fram. Það hefur komið fram að ríkið var ekki tilbúið að funda með okkur um páskana en töldu sig þurfa þennan tíma til þess að undirbúa eitthvað og ég er bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því og við mætum á fundinn. Boltinn er hjá þeim og við tökum bara afstöðu til þess sem að þar kemur fram,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Páll vonast til að samninganefnd ríksins kynni á fundinum nýtt útspil svo hægt verði að leysa deiluna. „Maður auðvitað vonar að það gerist eitthvað en ég get ekki fullyrt um það. Það er auðvitað þeirra að svara til um það en ég geri auðvitað þá kröfu til þeirra að þeir komi með eitthvað inn í þessa deilu þannig að við getum svona eitthvað fikrað okkur til lausnar,“ segir Páll. Á morgun leggja ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð félagsmenn BHM niður störf ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Á meðal þeirra eru félagar í Sálfræðingafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands og Þroskaþjálfafélagi Íslands. Páll segir enn nokkuð bera í milli samninganefndanna. „Auðvitað er það þannig að ef við ætluðum að taka okkar ýtrustu kröfur á skömmum tíma þá auðvitað má segja að það beri mikið í milli en við auðvitað erum að reyna að finna einhverjar leiðir,“ segir Páll Halldórsson.
Tengdar fréttir Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00 Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00
Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00