Fundað á ný eftir vikuhlé Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2015 12:03 Páll Halldórsson formaður BHM Vísir/Stefán Allt stefnir í að á þriðja þúsund félagsmenn BHM leggi niður störf á morgun. Samninganefndir Bandalags háskólmanna og ríksins koma saman til fundar í Karphúsinu í dag eftir vikulangt hlé. Formaður BHM vonast til að samninganefnd ríkisins kynni þar nýtt útspil til að hægt verði að leysa kjaradeiluna áður en til allsherjarverkfalls kemur. Verkfallsaðgerðir BHM hófust í gær. Þá lögðu fimm hundruð og sextíu félagsmenn Bandalags háskólamanna niður störf. Flestir þeirra starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum en um er að ræða geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæður og náttúrfræðinga á spítalanum. Þá lögðu lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf í gær. Á morgun hefst svo allsherjarverkfall BHM ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Reynt verður til þrautar að leysa deiluna í dag þegar samninganefndir BHM og ríkisins hittast á fundi hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu eftir hádegi. Um vika er liðin frá því deiluaðilar hittust síðast á fundi. „Við förum á fund á eftir og við sjáum hvað þar kemur fram. Það hefur komið fram að ríkið var ekki tilbúið að funda með okkur um páskana en töldu sig þurfa þennan tíma til þess að undirbúa eitthvað og ég er bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því og við mætum á fundinn. Boltinn er hjá þeim og við tökum bara afstöðu til þess sem að þar kemur fram,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Páll vonast til að samninganefnd ríksins kynni á fundinum nýtt útspil svo hægt verði að leysa deiluna. „Maður auðvitað vonar að það gerist eitthvað en ég get ekki fullyrt um það. Það er auðvitað þeirra að svara til um það en ég geri auðvitað þá kröfu til þeirra að þeir komi með eitthvað inn í þessa deilu þannig að við getum svona eitthvað fikrað okkur til lausnar,“ segir Páll. Á morgun leggja ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð félagsmenn BHM niður störf ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Á meðal þeirra eru félagar í Sálfræðingafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands og Þroskaþjálfafélagi Íslands. Páll segir enn nokkuð bera í milli samninganefndanna. „Auðvitað er það þannig að ef við ætluðum að taka okkar ýtrustu kröfur á skömmum tíma þá auðvitað má segja að það beri mikið í milli en við auðvitað erum að reyna að finna einhverjar leiðir,“ segir Páll Halldórsson. Tengdar fréttir Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00 Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Allt stefnir í að á þriðja þúsund félagsmenn BHM leggi niður störf á morgun. Samninganefndir Bandalags háskólmanna og ríksins koma saman til fundar í Karphúsinu í dag eftir vikulangt hlé. Formaður BHM vonast til að samninganefnd ríkisins kynni þar nýtt útspil til að hægt verði að leysa kjaradeiluna áður en til allsherjarverkfalls kemur. Verkfallsaðgerðir BHM hófust í gær. Þá lögðu fimm hundruð og sextíu félagsmenn Bandalags háskólamanna niður störf. Flestir þeirra starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum en um er að ræða geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæður og náttúrfræðinga á spítalanum. Þá lögðu lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf í gær. Á morgun hefst svo allsherjarverkfall BHM ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Reynt verður til þrautar að leysa deiluna í dag þegar samninganefndir BHM og ríkisins hittast á fundi hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu eftir hádegi. Um vika er liðin frá því deiluaðilar hittust síðast á fundi. „Við förum á fund á eftir og við sjáum hvað þar kemur fram. Það hefur komið fram að ríkið var ekki tilbúið að funda með okkur um páskana en töldu sig þurfa þennan tíma til þess að undirbúa eitthvað og ég er bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því og við mætum á fundinn. Boltinn er hjá þeim og við tökum bara afstöðu til þess sem að þar kemur fram,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Páll vonast til að samninganefnd ríksins kynni á fundinum nýtt útspil svo hægt verði að leysa deiluna. „Maður auðvitað vonar að það gerist eitthvað en ég get ekki fullyrt um það. Það er auðvitað þeirra að svara til um það en ég geri auðvitað þá kröfu til þeirra að þeir komi með eitthvað inn í þessa deilu þannig að við getum svona eitthvað fikrað okkur til lausnar,“ segir Páll. Á morgun leggja ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð félagsmenn BHM niður störf ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Á meðal þeirra eru félagar í Sálfræðingafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands og Þroskaþjálfafélagi Íslands. Páll segir enn nokkuð bera í milli samninganefndanna. „Auðvitað er það þannig að ef við ætluðum að taka okkar ýtrustu kröfur á skömmum tíma þá auðvitað má segja að það beri mikið í milli en við auðvitað erum að reyna að finna einhverjar leiðir,“ segir Páll Halldórsson.
Tengdar fréttir Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00 Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00
Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00