Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu.
Urgur er í föngum sem segja Ólaf hafa fengið sérmeðferð. Engin fordæmi séu fyrir því að menn með svo þunga dóma komist til afplánunar strax á Kvíabryggju.
Þá segja fangar sem blaðamaður hefur rætt við Ólaf hafa fengið heimsókn á fyrsta degi í fangelsinu frá eiginkonu sinni. Slíkt sé óvanalegt. Þeir sem koma til afplánunar þurfi að skila af sér lista yfir þá sem þeir vilja fá í heimsókn. Þann lista þurfi að yfirfara og samþykkja. Það hafi hingað til tekið um tvær vikur.
Reiknað er með því að allir Kaupþingsmennirnir fjórir, sem dæmdir voru á dögunum fyrir stórfelld brot, muni að stærstum hluta afplána dóminn í fangelsinu að Kvíabryggju.
Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, segir að þrátt fyrir að það séu almennt 450 manns á biðlista eftir afplánun sé fáheyrt að menn biðji um að ljúka afplánun strax. ,,Ef einhver óskar eftir því að komast í afplánun er reynt að verða við því.“
Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð

Tengdar fréttir

Kvíabryggja ekkert lúxushótel
Fangar margir hverjir eru ósáttir en þeim sýnist sem Ólafur Ólafsson fái sérmeðferð með því að hefja afplánun á Kvíabryggju.

Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð
Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð.

Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju
Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða.