Gróf vanræksla íslenska ríkisins á EES bitnar á almenningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 21:30 Alvarlegt ástand er til staðar varðandi innleiðingu EES tilskipana í íslenska löggjöf, ástand sem veikir skuldbindingar Íslands gagnvart öðrum aðildarríkjum EES, lögaðilum og einstaklingum. Þetta er mat fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, lögfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu var í stjórn ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á árunum 2010-2013. Sverrir birti grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann rakti alvarlega bresti og samningsbrot Íslendinga á EES-samningnum. Staðreyndirnar eru hrollvekjandi þegar nokkrar þeirra eru dregnar saman, upp úr grein Sverris. 1. Á síðustu þremur árum hefur ESA þurft að höfða 22 samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu vegna brota á EES-samningnum. 2. Orðstír Íslands bíður skaða og óánægja skapast hjá öðrum aðildarríkjum EES (alls 31) vegna vanrækslu íslenska ríkisins. 3. Verulega fjármuni og starfsmenn þarf til að ráða fram úr vandanum. 4. Vandi Íslands liggur í því að bæði ráðuneytin og Alþingi taka allt of seint við sér við mótun, undirbúning að upptöku og innleiðingu tilskipana (gerða) ESB. 5. Norðmenn leggja mun meiri rækt en Íslendingar við að koma að mótun tilskipana sem eru í undirbúningi hjá ESB, sem þar að auki flýtir fyrir samþykki síðar meir. Vantar mannauð „Ráðuneytin sjálf, fyrir utan sendiráðin í Brussel, verða stöðugt að hafa nægilega marga starfsmenn sem þekkja til verka. Í sumum ráðuneytum hefur ástandið verið þannig að það eru bara einn eða tveir. Mér sýnist sameining ráðuneyta ekki hafa bætt mikið úr því. Alþingi byrjar allt of seint að fjalla um málin og hér áður fyrr þá kom ítrekað fram sú staðhæfing að það þýddi ekki fyrir okkur að blanda okkur of mikið í mótun gerða (tilskipana) ESB en Norðmenn hafa sýnt að þeir hafa áhrif við mótun gerða,“ segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Vanræksla löggjafans og ráðuneyta bitnar á hagsmunum einstaklinga og lögaðila á Íslandi því aðkoma sérfræðinga að undirbúningi vissra mála er forsenda fyrir því að tekið sé tillit til íslenskra hagsmuna áður en sameiginleg ákvörðun um upptöku tilskipunar í EES-samninginn á sér stað. Þessu má líkja við mann sem undirgengst íþyngjandi lagaskyldu en hefur enga skoðun á henni og vanrækir að hafa áhrif á mótun hennar í samræmi við þann rétt sem hann hefur samkvæmt gildandi reglum. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Alvarlegt ástand er til staðar varðandi innleiðingu EES tilskipana í íslenska löggjöf, ástand sem veikir skuldbindingar Íslands gagnvart öðrum aðildarríkjum EES, lögaðilum og einstaklingum. Þetta er mat fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, lögfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu var í stjórn ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á árunum 2010-2013. Sverrir birti grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann rakti alvarlega bresti og samningsbrot Íslendinga á EES-samningnum. Staðreyndirnar eru hrollvekjandi þegar nokkrar þeirra eru dregnar saman, upp úr grein Sverris. 1. Á síðustu þremur árum hefur ESA þurft að höfða 22 samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu vegna brota á EES-samningnum. 2. Orðstír Íslands bíður skaða og óánægja skapast hjá öðrum aðildarríkjum EES (alls 31) vegna vanrækslu íslenska ríkisins. 3. Verulega fjármuni og starfsmenn þarf til að ráða fram úr vandanum. 4. Vandi Íslands liggur í því að bæði ráðuneytin og Alþingi taka allt of seint við sér við mótun, undirbúning að upptöku og innleiðingu tilskipana (gerða) ESB. 5. Norðmenn leggja mun meiri rækt en Íslendingar við að koma að mótun tilskipana sem eru í undirbúningi hjá ESB, sem þar að auki flýtir fyrir samþykki síðar meir. Vantar mannauð „Ráðuneytin sjálf, fyrir utan sendiráðin í Brussel, verða stöðugt að hafa nægilega marga starfsmenn sem þekkja til verka. Í sumum ráðuneytum hefur ástandið verið þannig að það eru bara einn eða tveir. Mér sýnist sameining ráðuneyta ekki hafa bætt mikið úr því. Alþingi byrjar allt of seint að fjalla um málin og hér áður fyrr þá kom ítrekað fram sú staðhæfing að það þýddi ekki fyrir okkur að blanda okkur of mikið í mótun gerða (tilskipana) ESB en Norðmenn hafa sýnt að þeir hafa áhrif við mótun gerða,“ segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Vanræksla löggjafans og ráðuneyta bitnar á hagsmunum einstaklinga og lögaðila á Íslandi því aðkoma sérfræðinga að undirbúningi vissra mála er forsenda fyrir því að tekið sé tillit til íslenskra hagsmuna áður en sameiginleg ákvörðun um upptöku tilskipunar í EES-samninginn á sér stað. Þessu má líkja við mann sem undirgengst íþyngjandi lagaskyldu en hefur enga skoðun á henni og vanrækir að hafa áhrif á mótun hennar í samræmi við þann rétt sem hann hefur samkvæmt gildandi reglum.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira