Gróf vanræksla íslenska ríkisins á EES bitnar á almenningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 21:30 Alvarlegt ástand er til staðar varðandi innleiðingu EES tilskipana í íslenska löggjöf, ástand sem veikir skuldbindingar Íslands gagnvart öðrum aðildarríkjum EES, lögaðilum og einstaklingum. Þetta er mat fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, lögfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu var í stjórn ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á árunum 2010-2013. Sverrir birti grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann rakti alvarlega bresti og samningsbrot Íslendinga á EES-samningnum. Staðreyndirnar eru hrollvekjandi þegar nokkrar þeirra eru dregnar saman, upp úr grein Sverris. 1. Á síðustu þremur árum hefur ESA þurft að höfða 22 samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu vegna brota á EES-samningnum. 2. Orðstír Íslands bíður skaða og óánægja skapast hjá öðrum aðildarríkjum EES (alls 31) vegna vanrækslu íslenska ríkisins. 3. Verulega fjármuni og starfsmenn þarf til að ráða fram úr vandanum. 4. Vandi Íslands liggur í því að bæði ráðuneytin og Alþingi taka allt of seint við sér við mótun, undirbúning að upptöku og innleiðingu tilskipana (gerða) ESB. 5. Norðmenn leggja mun meiri rækt en Íslendingar við að koma að mótun tilskipana sem eru í undirbúningi hjá ESB, sem þar að auki flýtir fyrir samþykki síðar meir. Vantar mannauð „Ráðuneytin sjálf, fyrir utan sendiráðin í Brussel, verða stöðugt að hafa nægilega marga starfsmenn sem þekkja til verka. Í sumum ráðuneytum hefur ástandið verið þannig að það eru bara einn eða tveir. Mér sýnist sameining ráðuneyta ekki hafa bætt mikið úr því. Alþingi byrjar allt of seint að fjalla um málin og hér áður fyrr þá kom ítrekað fram sú staðhæfing að það þýddi ekki fyrir okkur að blanda okkur of mikið í mótun gerða (tilskipana) ESB en Norðmenn hafa sýnt að þeir hafa áhrif við mótun gerða,“ segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Vanræksla löggjafans og ráðuneyta bitnar á hagsmunum einstaklinga og lögaðila á Íslandi því aðkoma sérfræðinga að undirbúningi vissra mála er forsenda fyrir því að tekið sé tillit til íslenskra hagsmuna áður en sameiginleg ákvörðun um upptöku tilskipunar í EES-samninginn á sér stað. Þessu má líkja við mann sem undirgengst íþyngjandi lagaskyldu en hefur enga skoðun á henni og vanrækir að hafa áhrif á mótun hennar í samræmi við þann rétt sem hann hefur samkvæmt gildandi reglum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Alvarlegt ástand er til staðar varðandi innleiðingu EES tilskipana í íslenska löggjöf, ástand sem veikir skuldbindingar Íslands gagnvart öðrum aðildarríkjum EES, lögaðilum og einstaklingum. Þetta er mat fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, lögfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu var í stjórn ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á árunum 2010-2013. Sverrir birti grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann rakti alvarlega bresti og samningsbrot Íslendinga á EES-samningnum. Staðreyndirnar eru hrollvekjandi þegar nokkrar þeirra eru dregnar saman, upp úr grein Sverris. 1. Á síðustu þremur árum hefur ESA þurft að höfða 22 samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu vegna brota á EES-samningnum. 2. Orðstír Íslands bíður skaða og óánægja skapast hjá öðrum aðildarríkjum EES (alls 31) vegna vanrækslu íslenska ríkisins. 3. Verulega fjármuni og starfsmenn þarf til að ráða fram úr vandanum. 4. Vandi Íslands liggur í því að bæði ráðuneytin og Alþingi taka allt of seint við sér við mótun, undirbúning að upptöku og innleiðingu tilskipana (gerða) ESB. 5. Norðmenn leggja mun meiri rækt en Íslendingar við að koma að mótun tilskipana sem eru í undirbúningi hjá ESB, sem þar að auki flýtir fyrir samþykki síðar meir. Vantar mannauð „Ráðuneytin sjálf, fyrir utan sendiráðin í Brussel, verða stöðugt að hafa nægilega marga starfsmenn sem þekkja til verka. Í sumum ráðuneytum hefur ástandið verið þannig að það eru bara einn eða tveir. Mér sýnist sameining ráðuneyta ekki hafa bætt mikið úr því. Alþingi byrjar allt of seint að fjalla um málin og hér áður fyrr þá kom ítrekað fram sú staðhæfing að það þýddi ekki fyrir okkur að blanda okkur of mikið í mótun gerða (tilskipana) ESB en Norðmenn hafa sýnt að þeir hafa áhrif við mótun gerða,“ segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Vanræksla löggjafans og ráðuneyta bitnar á hagsmunum einstaklinga og lögaðila á Íslandi því aðkoma sérfræðinga að undirbúningi vissra mála er forsenda fyrir því að tekið sé tillit til íslenskra hagsmuna áður en sameiginleg ákvörðun um upptöku tilskipunar í EES-samninginn á sér stað. Þessu má líkja við mann sem undirgengst íþyngjandi lagaskyldu en hefur enga skoðun á henni og vanrækir að hafa áhrif á mótun hennar í samræmi við þann rétt sem hann hefur samkvæmt gildandi reglum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira