Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2015 10:34 Rannsókn lögreglu á banaslysi við Jökulsárlón og líkfundar í Norðurárdal tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslum frá erlendum réttarlæknum. Lögreglan kallar eftir því að réttarlæknir verði staðsettur hér á landi. Vísir/Valli „Við erum ekki búin að fá niðurstöðu úr krufningu,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, um stöðuna á rannsóknum á líkfundinum í Laxárdal og banaslysinu í Jökulsárlóni. Tæpur mánuður er síðan lík hins nítján ára gamla Frakka Florian Maurice Francois Cendre í Laxárdal í Nesjum. Það var göngufólk sem fann lík hans við Sauðdrápsgil þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en banamein Florians liggur ekki fyrir. Krufning var framkvæmd daginn eftir að lík hans fannst en krufningarskýrslan liggur ekki fyrir.Lögreglan ítrekar því ósk sína eftir upplýsingum um ferðir Florian og biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar, eða telur sig hafa séð til hans eftir komuna hingað til lands, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.mynd/lögreglan„Réttarlæknirinn á eftir að skila okkur skýrslu. En krufningunni er í sjálfu sér lokið,“ segir Þorgrímur Óli en skýrslugerðin getur tekið töluverðan tíma, meðal annars vegna þess að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi og er beðið eftir niðurstöðum lækna erlendis frá.Enginn réttarlæknir hér á landi „Maður yrði ánægður ef hún yrði komin eftir mánuð. Við getum samt verið að tala um mánuð eða tvo frá krufningu. Við höfum til að mynda verið að bíða eftir krufningarskýrslu frá því í vor og fyrir tveimur til þremur árum þurftum við að bíða í heilt ár,“ segir Þorgrímur Óli sem segir þetta helgast af því að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi. „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ Hið sama má segja um rannsókn lögreglu á banaslysinu við Jökulsárlón 27. ágúst síðastliðinn, beðið er eftir skýrslu réttarlækna.200 krufningar framkvæmdar á hverju ári Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðastliðinn laugardag. Þar kom fram að þörfin fyrir réttarlækni sé mikil því á hverju ári eru framkvæmdar 200 krufningar vegna glæpamála eða óútskýrðra andláta. Erlendum sérfræðingum er flogið hingað til lands til að sinna krufningum. Tveir íslenskir læknar eru með sérmenntun í faginu en hvorugur þeirra er á leiðinni heim til Íslands. Hægt er að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19 Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Við erum ekki búin að fá niðurstöðu úr krufningu,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, um stöðuna á rannsóknum á líkfundinum í Laxárdal og banaslysinu í Jökulsárlóni. Tæpur mánuður er síðan lík hins nítján ára gamla Frakka Florian Maurice Francois Cendre í Laxárdal í Nesjum. Það var göngufólk sem fann lík hans við Sauðdrápsgil þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en banamein Florians liggur ekki fyrir. Krufning var framkvæmd daginn eftir að lík hans fannst en krufningarskýrslan liggur ekki fyrir.Lögreglan ítrekar því ósk sína eftir upplýsingum um ferðir Florian og biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar, eða telur sig hafa séð til hans eftir komuna hingað til lands, að hafa samband við lögregluna á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.mynd/lögreglan„Réttarlæknirinn á eftir að skila okkur skýrslu. En krufningunni er í sjálfu sér lokið,“ segir Þorgrímur Óli en skýrslugerðin getur tekið töluverðan tíma, meðal annars vegna þess að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi og er beðið eftir niðurstöðum lækna erlendis frá.Enginn réttarlæknir hér á landi „Maður yrði ánægður ef hún yrði komin eftir mánuð. Við getum samt verið að tala um mánuð eða tvo frá krufningu. Við höfum til að mynda verið að bíða eftir krufningarskýrslu frá því í vor og fyrir tveimur til þremur árum þurftum við að bíða í heilt ár,“ segir Þorgrímur Óli sem segir þetta helgast af því að enginn réttarlæknir er staðsettur hér á landi. „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ Hið sama má segja um rannsókn lögreglu á banaslysinu við Jökulsárlón 27. ágúst síðastliðinn, beðið er eftir skýrslu réttarlækna.200 krufningar framkvæmdar á hverju ári Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið síðastliðinn laugardag. Þar kom fram að þörfin fyrir réttarlækni sé mikil því á hverju ári eru framkvæmdar 200 krufningar vegna glæpamála eða óútskýrðra andláta. Erlendum sérfræðingum er flogið hingað til lands til að sinna krufningum. Tveir íslenskir læknar eru með sérmenntun í faginu en hvorugur þeirra er á leiðinni heim til Íslands. Hægt er að sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19 Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Lögregla hefur tilkynnt fjölskyldu hins látna um að hann sé fundinn. 2. september 2015 15:19
Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00
Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13