Enski boltinn

Lundúnarslagur á nýársdag | Heil umferð í enska boltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr fyrri leik liðanna.
Úr fyrri leik liðanna. Vísir/Getty
Heil umferð fer fram í enska boltanum í dag og eru nokkrir áhugaverðir leikir á dagskrá þar á meðal Lundúnarslagur milli Tottenham og Chelsea.

Veislan hefst í hádeginu þegar Manchester United ferðast til Stoke og mætir þar heimamönnum. United þarf nauðsynlega á stigunum öllum að halda, en Louis van Gaal sagði í viðtali á Vísi í gær að það væri erfitt að ferðast til Stoke og liðið þyrfti að hafa fyrir stigunum.

Manchester City, sem eru einu stigi frá Chelsea, fá Sunderland í heimsókn, en City tapaði mikilvægum stigum gegn Burnley í vikunni.

Tvö stjóralaus lið mæta til leiks í dag; Crystal Palace á útileik gegn Aston Villa og WBA mætir spútnikliði West Ham. Liverpool á svo heimaleik gegn botnliði Leicester og Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eiga útileik gegn nýliðum QPR.

Síðasti leikur dagsins er svo stórleikur og nágrannaslagur milli Tottenham og Chelsea. Bæði lið gerðu jafntefli í síðasta leik, Tottenham gegn United og Chelsea gegn Southampton.

Leikir dagsins:

12.45 Stoke - Manchester United (Beint á Stöð 2 Sport 2/HD)

15.00 Aston Villa - Crystal Palace

15.00 Hull - Everton (Beint á Stöð 3)

15.00 Liverpool - Leicester (Beint á Stöð 2 Sport 2/HD)

15.00 Manchester City - Sunderland (Beint á Stöð 2 Sport 4)

15.00 Newcastle United - Burnley (Beint á Stöð 2 Sport 5)

15.00 QPR - Swansea (Beint á Stöð 2 Sport 3)

15.00 Southampton - Arsenal (Beint á Stöð 2 Sport)

15.00 West Ham - WBA (Beint á Stöð 2 Sport 6)

17.30 Tottenham - Chelsea (Beint á Stöð 2 Sport 2/HD)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×