Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Snærós Sindradóttir skrifar 11. ágúst 2015 07:00 TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í gærkvöld niður að Bug í Hörgárdal og þaðan með vörubíl til Reykjavíkur. Á annan tug manna tók þátt í aðgerðum á vettvangi sem tóku um tvær klukkustundir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa mun að því loknu taka til við að rannsaka vélina og leita að orsök slyssins. Fréttablaðið/Völundur Jónsson „Þetta er eins og að leita að nál í heystakki. Landið var allt undir,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Vel gekk að finna flugvélina sem hrapaði í Barkárdal á sunnudag. Samhæfingarmiðstöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17.06 og rúmum þremur klukkustundum síðar, klukkan 20.29, var vélin fundin. „Það er samvinna allra viðbragðsaðila sem skilar þessum árangri. Við gerum þetta fræðilega. Vélin fannst innan þess líkindahrings sem við vorum að vinna eftir,“ segir Guðbrandur.Gat verið hvar sem er Spurður hvort erfiðara sé að finna flugvél en fótgangandi ferðamenn, í ljósi þess að flugvél kemst yfir mun stærra svæði, segir Guðbrandur: „Það er erfiðara og auðveldara. Flugvél er stór og það getur alltaf komið frá henni reykur eða fundist bensínlykt.“ Litlar vísbendingar voru þó um staðsetningu vélarinnar og því ljóst að hún gat nánast verið hvar sem var. „Flugvélin fór nokkurn veginn í þann geira sem við gerðum ráð fyrir. Þeir gáfu upp breytingu á flugleið sem skilaði sér í því að við vorum með sterka vísbendingu um hvaða stefna hefði verið tekin frá seinasta þekkta stað.“ Mennirnir tveir, Arngrímur Jóhannsson og Grant Wagstaff, voru báðir reyndir flugmenn. Grant lést inni í vélinni og fannst illa brunninn. Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni nokkuð brenndur. Ekkert símasamband var í Barkárdal.Ekkert neyðarboð Gunnar Jóhannsson hjá lögreglunni á Akureyri staðfesti að ekkert neyðarboð hefði komið frá flugvélinni. Hann segir að lágskýjað hafi verið víða á svæðinu. Flugvélin var af gerðinni de Havilland Beaver. Samkvæmt Gesti Einari Jónssyni, framkvæmdastjóra Flugsafns Íslands, var flugvélin að fara í sína síðustu ferð úr landi. Hún hafði verið seld til Ameríku. „Þeir fljúga þessa leið til Ameríku. Frá Keflavík yfir til Grænlands og hoppa þar á milli.“ Hann segir vélina vera frá 1960. „Hún nauðlenti í Kenía í Afríku árið 1963 og þar lá hún bara,“ segir Gestur. Hann segir vélina hafa verið notaða af breska flughernum. „Hún liggur þar til 1999 og er þá flutt til Bandaríkjanna, eða það sem eftir var af henni. Hún var endursmíðuð afskaplega vel og vandlega og var talin ein besta flugvél sinnar tegundar í heiminum í dag.“Vanir menn og varkárir Gestur segir fjölda flugáhugamanna hafa haft áhuga á vélinni. Hún hefur verið til sýnis á Flugsafni Íslands síðan hún kom hingað til lands árið 2008. Þá flugu Arngrímur og Grant henni til landsins frá Ameríku á átján dögum. „Menn eins og Arngrímur og þessi ágæti maður sem var með honum eru vanir menn og varkárir.“ Hann segir safnið hafa séð eftir flugvélinni. „Vélar eru keyptar og seldar en við sáum eftir henni því hún var óskaplega falleg í safninu og vakti mikla athygli. Við kvöddum þá þegar þeir fóru.“ Ferðamennska á Íslandi Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hana niður af slysstað í kvöld. 10. ágúst 2015 22:28 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
„Þetta er eins og að leita að nál í heystakki. Landið var allt undir,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Vel gekk að finna flugvélina sem hrapaði í Barkárdal á sunnudag. Samhæfingarmiðstöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17.06 og rúmum þremur klukkustundum síðar, klukkan 20.29, var vélin fundin. „Það er samvinna allra viðbragðsaðila sem skilar þessum árangri. Við gerum þetta fræðilega. Vélin fannst innan þess líkindahrings sem við vorum að vinna eftir,“ segir Guðbrandur.Gat verið hvar sem er Spurður hvort erfiðara sé að finna flugvél en fótgangandi ferðamenn, í ljósi þess að flugvél kemst yfir mun stærra svæði, segir Guðbrandur: „Það er erfiðara og auðveldara. Flugvél er stór og það getur alltaf komið frá henni reykur eða fundist bensínlykt.“ Litlar vísbendingar voru þó um staðsetningu vélarinnar og því ljóst að hún gat nánast verið hvar sem var. „Flugvélin fór nokkurn veginn í þann geira sem við gerðum ráð fyrir. Þeir gáfu upp breytingu á flugleið sem skilaði sér í því að við vorum með sterka vísbendingu um hvaða stefna hefði verið tekin frá seinasta þekkta stað.“ Mennirnir tveir, Arngrímur Jóhannsson og Grant Wagstaff, voru báðir reyndir flugmenn. Grant lést inni í vélinni og fannst illa brunninn. Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni nokkuð brenndur. Ekkert símasamband var í Barkárdal.Ekkert neyðarboð Gunnar Jóhannsson hjá lögreglunni á Akureyri staðfesti að ekkert neyðarboð hefði komið frá flugvélinni. Hann segir að lágskýjað hafi verið víða á svæðinu. Flugvélin var af gerðinni de Havilland Beaver. Samkvæmt Gesti Einari Jónssyni, framkvæmdastjóra Flugsafns Íslands, var flugvélin að fara í sína síðustu ferð úr landi. Hún hafði verið seld til Ameríku. „Þeir fljúga þessa leið til Ameríku. Frá Keflavík yfir til Grænlands og hoppa þar á milli.“ Hann segir vélina vera frá 1960. „Hún nauðlenti í Kenía í Afríku árið 1963 og þar lá hún bara,“ segir Gestur. Hann segir vélina hafa verið notaða af breska flughernum. „Hún liggur þar til 1999 og er þá flutt til Bandaríkjanna, eða það sem eftir var af henni. Hún var endursmíðuð afskaplega vel og vandlega og var talin ein besta flugvél sinnar tegundar í heiminum í dag.“Vanir menn og varkárir Gestur segir fjölda flugáhugamanna hafa haft áhuga á vélinni. Hún hefur verið til sýnis á Flugsafni Íslands síðan hún kom hingað til lands árið 2008. Þá flugu Arngrímur og Grant henni til landsins frá Ameríku á átján dögum. „Menn eins og Arngrímur og þessi ágæti maður sem var með honum eru vanir menn og varkárir.“ Hann segir safnið hafa séð eftir flugvélinni. „Vélar eru keyptar og seldar en við sáum eftir henni því hún var óskaplega falleg í safninu og vakti mikla athygli. Við kvöddum þá þegar þeir fóru.“
Ferðamennska á Íslandi Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hana niður af slysstað í kvöld. 10. ágúst 2015 22:28 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hana niður af slysstað í kvöld. 10. ágúst 2015 22:28
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39