Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2015 16:41 Hildur mælir fyrir þessari tillögu Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Getty Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja leyfa eigendum kaffihúsa, veitingastaða og annarra samkomustaða að hafa svigrúm til að leyfa dýrahald ef þeir óska. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fyrir tillögunni. „Allt gæludýrahald hefur breyst,“ sagði Hildur þegar Vísir náði af henni tali. „Allar rannsóknir sýna að það er betra að hafa gæludýr en ekki. Það lífgar uppá og gerir borgarumhverfið betra að hafa þau sem víðast. Þótt auðvitað þurfi að huga vel að hreinlæti, ofnæmisvöldum og öðrum álitamálum sem sjálfsagt er að taka tillit til.“ Ríkið setur sveitarfélögum skorður Tillagan sem Hildur talar fyrir gengur út á að borgarstjórn sammælist um að beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélögunum verði í sjálfsvald sett hvernig þau vilja haga reglum um hollustuhætti og matvæli. Eins og staðan er núna er í gildi reglugerð um hollustuhætti sem bannar aðgang gæludýra að ákveðnum stöðum og gildir hún yfir allt landið. Hjálparhundar fatlaðs fólks fá undanþágu frá reglum reglugerðarinnar sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn á hjálparhundi. Sveitarfélögin hafa síðan frelsi til þess að setja þrengri reglur um gæludýrahald en ekki opnari heldur en reglugerðin kveður á um.Málið snýst um frelsi Hildur segir því í fyrstu þurfa að færa þessa reglusetningu frá ríkinu til sveitarfélaga. Svo vonar hún að sveitarfélögin hagi reglum sínum þannig að stöðum verði svo í kjölfarið frjálst að stýra því hvort að gæludýrum er veittur aðgangur eða ekki. Staðirnir stýra því þá hvernig þeir haga reglum á eigin stað og afleiðingin verður að kúnnar hafa val um hvort þeir sækja stað sem leyfir gæludýrahald eða ekki. „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ Hildur segir tillöguna eiga við alla opinbera staði svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum og svo framvegis. „Í rauninni er þetta frelsismál,“ segir Hildur. Að hennar mati er eðlilegt að borgarstjórn sammælist um þetta þar sem stefna borgaryfirvalda hefur verið að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir það hlutverk borgaryfirvalda að tryggja gæði í borginni fyrir íbúa og það sé örðugt að vera með gæludýr í húsi með engum garði ef dýrið er ekki velkomið neins staðar. Tengdar fréttir Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51 Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32 Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja leyfa eigendum kaffihúsa, veitingastaða og annarra samkomustaða að hafa svigrúm til að leyfa dýrahald ef þeir óska. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fyrir tillögunni. „Allt gæludýrahald hefur breyst,“ sagði Hildur þegar Vísir náði af henni tali. „Allar rannsóknir sýna að það er betra að hafa gæludýr en ekki. Það lífgar uppá og gerir borgarumhverfið betra að hafa þau sem víðast. Þótt auðvitað þurfi að huga vel að hreinlæti, ofnæmisvöldum og öðrum álitamálum sem sjálfsagt er að taka tillit til.“ Ríkið setur sveitarfélögum skorður Tillagan sem Hildur talar fyrir gengur út á að borgarstjórn sammælist um að beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélögunum verði í sjálfsvald sett hvernig þau vilja haga reglum um hollustuhætti og matvæli. Eins og staðan er núna er í gildi reglugerð um hollustuhætti sem bannar aðgang gæludýra að ákveðnum stöðum og gildir hún yfir allt landið. Hjálparhundar fatlaðs fólks fá undanþágu frá reglum reglugerðarinnar sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn á hjálparhundi. Sveitarfélögin hafa síðan frelsi til þess að setja þrengri reglur um gæludýrahald en ekki opnari heldur en reglugerðin kveður á um.Málið snýst um frelsi Hildur segir því í fyrstu þurfa að færa þessa reglusetningu frá ríkinu til sveitarfélaga. Svo vonar hún að sveitarfélögin hagi reglum sínum þannig að stöðum verði svo í kjölfarið frjálst að stýra því hvort að gæludýrum er veittur aðgangur eða ekki. Staðirnir stýra því þá hvernig þeir haga reglum á eigin stað og afleiðingin verður að kúnnar hafa val um hvort þeir sækja stað sem leyfir gæludýrahald eða ekki. „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ Hildur segir tillöguna eiga við alla opinbera staði svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum og svo framvegis. „Í rauninni er þetta frelsismál,“ segir Hildur. Að hennar mati er eðlilegt að borgarstjórn sammælist um þetta þar sem stefna borgaryfirvalda hefur verið að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir það hlutverk borgaryfirvalda að tryggja gæði í borginni fyrir íbúa og það sé örðugt að vera með gæludýr í húsi með engum garði ef dýrið er ekki velkomið neins staðar.
Tengdar fréttir Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51 Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32 Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51
Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32
Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33