Sól og blíða verður víða á landinu í dag, hlýjast sunnanlands. Þar er gert ráð fyrir norðan 3-8 metrum á sekúndu og hita fimm til tólf stig.
Á landinu öllu er búist við norðvestan 8-13 metrum á sekúndu norðaustantil og rigningu með köflum. Líkur eru á þokulofti sums staðar við ströndina norðvestantil. Hiti 2 til 12 stig, mildast sunnanlands, en sums staðar næturfrost í innsveitum norðan- og austanlands. Hægviðri eða hafgola á morgun og léttskýjað víða um land, hiti yfirleitt 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðaustan 8-15 m/s, en hægari norðan- og austanlands. Víða léttskýjað fyrri part dags, en þykknar upp með rigningu SV-til þegar líður að kvöldi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðanlands.
Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning, en skýjað og úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast N-lands.

