Arnór Ingvi Traustason var í sigurliði IFK Norrköping sem bar sigurorð af GIF Sundsvall í Íslendingarslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Emir Kujovic skoraði eina markið eftir stundarfjórðung, en Norrköping er í þriðja sætinu með tuttugu stig. Þeir hafa nú unnið þrjá leiki í röð, en Arnór Ingvi spilaði allan leikinn fyrir Norrköping.
Jón Guðni Fjóluson og Rúnar Már Sigurjónsson spiluðu allan leikinn fyrir Sundsvall sem er í þrettánda sæti deildarinnar.
Annar Íslendingarslagur var á milli Helsingborg og Hammarby, en Helsingborg vann 1-0 sigur með marki frá Robin Simovic á 65. mínútu.
Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn hjá Helsingborg og sömu sögu má segja af Birki Má Sævarssyni hjá Hammarby. Helsingborg er í áttunda sætinu, en Hammarby í því ellefta.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði allan leikinn í 0-2 tapi Håcken gegn Falkenbergs á heimavelli. Håcken er í sjöunda sæti deildarinnar.
Norrköping á miklu skriði
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn