Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2015 17:50 Fleiri tugi hola mátti sjá á bílnum auk þess sem rúða var brotin. Lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt um að skotið hefði verið úr haglabyssu í bíl á bílastæði nærri Hjallakirkju þann 9. apríl. Eigandi bílsins fékk þau svör frá lögreglu að líklega hefði verið um loftbyssu að ræða þótt högl hefðu fundist í bílnum. Atvikið átti sér stað á bílastæði við blokkina þar sem umsátursaðgerðir lögreglu hafa farið fram í dag. Hjörtur Örn Arnarson var staddur erlendis þegar hann fékk þau skilaboð frá konu sinni og dóttur að skotið hefði verið á bíl þeirra. Dóttirin hafði verið í heimsókn hjá vinkonu í Hlíðarhjalla, stokkið inn til hennar um korter að kvöldi til en þegar út var komið hefði bíllinn verið stórskemmdur. Meðal annars var rúða brotin og barnabílstólar fullir af glerbrotum. Lögreglu var tilkynnt um málið daginn eftir. Sögðu lögreglumenn við mæðgurnar að líklega hefði verið um loftbyssuskot að ræða. Þegar Hjörtur Örn kom sjálfur til landsins ræddi hann sjálfur við lögreglumann í Kópavogi sem tók undir með Hirti að augljóslega hefði ekki verið um loftbyssuskot að ræða. Taldi Hjörtur mikilvægt að málið yrði rétt skráð hjá lögreglu. „Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn í samtali við Vísi. Það hlyti að vera alvarlegt mál ef skotið væri úr haglabyssu á bíl í íbúðarhverfi. Aðgerðir lögreglu við Hlíðarhjalla standa enn yfir en sérsveitarmenn eru komnir inn í blokkina og reyna að ná tali af manninum. Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt um að skotið hefði verið úr haglabyssu í bíl á bílastæði nærri Hjallakirkju þann 9. apríl. Eigandi bílsins fékk þau svör frá lögreglu að líklega hefði verið um loftbyssu að ræða þótt högl hefðu fundist í bílnum. Atvikið átti sér stað á bílastæði við blokkina þar sem umsátursaðgerðir lögreglu hafa farið fram í dag. Hjörtur Örn Arnarson var staddur erlendis þegar hann fékk þau skilaboð frá konu sinni og dóttur að skotið hefði verið á bíl þeirra. Dóttirin hafði verið í heimsókn hjá vinkonu í Hlíðarhjalla, stokkið inn til hennar um korter að kvöldi til en þegar út var komið hefði bíllinn verið stórskemmdur. Meðal annars var rúða brotin og barnabílstólar fullir af glerbrotum. Lögreglu var tilkynnt um málið daginn eftir. Sögðu lögreglumenn við mæðgurnar að líklega hefði verið um loftbyssuskot að ræða. Þegar Hjörtur Örn kom sjálfur til landsins ræddi hann sjálfur við lögreglumann í Kópavogi sem tók undir með Hirti að augljóslega hefði ekki verið um loftbyssuskot að ræða. Taldi Hjörtur mikilvægt að málið yrði rétt skráð hjá lögreglu. „Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn í samtali við Vísi. Það hlyti að vera alvarlegt mál ef skotið væri úr haglabyssu á bíl í íbúðarhverfi. Aðgerðir lögreglu við Hlíðarhjalla standa enn yfir en sérsveitarmenn eru komnir inn í blokkina og reyna að ná tali af manninum.
Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18
Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04
Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50