Enski boltinn

Swansea samþykkti tilboð City í Bony

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Bony fagnar marki fyrir Swansea, líklega eftir sendingu frá Gylfa
Bony fagnar marki fyrir Swansea, líklega eftir sendingu frá Gylfa vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Swansea City sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með hefur samþykkt tilboð Englandsmeistara Manchester City í framherjann Wilfried Bony.

Bony gekk til liðs við Swansea frá Vitesse Arnhem í júlí 2013 og hefur slegið í gegn hjá félaginu en hann var meðal annars orðaður við Liverpool síðasta sumar.

Eftir snarpar samningaviðræður hefur Swansea nú tekið 25 milljón punda tilboði City í leikmanninn.

Bony skoraði 20 mörk í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2014, fleiri en nokkur annar leikmaður. Hann er nú með landsliði Fílabeinsstrandarinnar sem undirbýr sig fyrir Afríkukeppnina í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×