Enski boltinn

Debuchy fór úr axlarlið gegn Stoke

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hugað að Debuchy
Hugað að Debuchy vísir/getty
Varnarmaðurinn Mathieu Debuchy hjá Arsenal fór úr axlarlið þegar Arsenal lagði Stoke í dag og verður því aftur fjarverandi vegna meiðsla.

Debuchy gekk til liðs við Arsenal í sumar frá Newcastle hefur þegar misst af þremur mánuðum á leiktíðinni gegn meiðsla á ökkla.

Debuchy lenti illa eftir samstuð við Marko Arnautovic hjá Stoke á 13. mínútu leiksins og varð að fara af leikvelli.

„Öxlin fór úr lið þannig að hann er frá í einhvern tíma. Hann mun fara í skoðun hjá sérfræðingi,“ sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal eftir leikinn gegn Stoke í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×