Enski boltinn

Öruggur sigur Arsenal á Stoke | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sanchez fagnar marki sínu
Sanchez fagnar marki sínu Vísir/Getty
Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á Stoke í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal var 2-0 yfir í hálfleik.

Alexis Sánchez var allt í öllu hjá Arsenal eins og oft áður.  Hann átti sendinguna á Laurent Koscielny sem skoraði fyrsta markið strax á 6. mínútu leiksins.

Sánchez skoraði sjálfur á 33. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik.

Sánchez gerði út um leikinn strax á fjórðu mínútu seinni  hálfleiks og þrátt fyrir mikla yfirburði Arsenal voru ekki skoruð fleiri mörk í leiknum.

Arsenal lyfti sér upp í 5. sæti með sigrinum en liðið er með 36 stig líkt og Southampton sem mætir Manchester United síðar í dag en lakari markamun.

Stoke City er í 11. sæti með 26 stig.

Arsenal kemst yfir: Alexis Sanchez bætir við marki: Alexis Sanchez bætir við öðru marki:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×