Ferðamennirnir sem lentu í umferðarslysi á brúnni yfir Hólá á hringvegi 1 í Öræfum á annan dag jóla voru frá Japan og Kína. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.
Ökumaðurinn sem lést var fæddur árið 1969 í Japan. Hann var á ferð með eiginkonu sinni og tveimur ungum börnum þeirra. Í hinni bifreiðinni voru karl og kona, bæði frá Kína.
Aðdragandi slyssins er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Ferðamennirnir frá Japan og Kína

Tengdar fréttir

Banaslys í Öræfasveit
Erlendur ferðamaður lést þegar tveir bílar skullu saman á brúnni yfir Hólá.

Hringveginum í Öræfum lokað vegna slyss
Hringvegurinn í Öræfum er lokaður á einbreiðri brú yfir Hólá, austan við Hnappavelli vegna umferðarslyss.