Þetta er alveg ný spenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2015 07:00 Eiður Smári í leik gegn Króötum. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik fyrir átján árum og rúmum ellefu mánuðum og það eru miklar líkur á því að hann komi við sögu á móti Kasakstan í undankeppni EM í dag og verði um leið sá leikmaður sem hefur átt lengsta landsliðsferilinn. „Við erum í öðru sæti þrátt fyrir að hafa tapað í Tékklandi. Við vitum það að ef við vinnum leikinn þá erum við að berjast um efsta sætið í riðlinum þegar kemur að leiknum í júní. Við vitum það að þetta verður alls ekki auðvelt,“ sagði Eiður Smári. Kasakarnir eru samt með skeinuhætt lið þrátt fyrir slæma stöðu í riðlinum sem og á FIFA-listanum. „Þetta er leikur þar sem menn þurfa að passa sig mikið á smáatriðunum. Ég tel að það hafi verið mjög jákvætt að við komum hingað tiltölulega snemma. Það er því ekkert sem er að koma okkur á óvart á leikdegi,“ sagði Eiður Smári. En hvernig er gervigrasið að fara með fæturna á honum. „Ég held að ég hafi átti auðveldara með þetta þegar ég var yngri. Maður finnur aðeins öðruvísi þreytu og boltinn rúllar líka aðeins öðruvísi. Það er aðeins harðara en ég hef klárað allar æfingar og þetta er þannig séð ekkert mál. Við þurfum bara að vera klárir á laugardaginn en svo getum við tekið út þreytuna í nokkra daga eftir það,“ sagði Eiður léttur. Eiður Smári hefur ekkert spilað með landsliðinu frá því í nóvember 2013 eða í sextán mánuði. Hann er þó ekki að ganga inn í nýtt lið. „Megnið af strákunum eru sömu leikmennirnir og í síðustu keppni. Það er sama þjálfarateymi og sama fólkið í kringum liðið. Mér líður því ekki eins og ég sé búinn að vera í burtu í langan tíma,“ segir Eiður Smári. Strákarnir í liðinu tala mikið um það að Eiður komi með ró inn í liðið. Hvað finnst honum sjálfum um það? „Fylgir það ekki bara aldrinum? Ég kem kannski með róna innan vallar og kannski utan vallar líka því ég er voðalega rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Eiður brosandi og af sinni kunnu yfirvegun. Hann hefur vissulega séð margt í boltanum en þó ekki allt. „Ég viðurkenni það alveg að það er ekki oft sem ég hef verið að spila með landsliðinu þar sem við erum virkilega að berjast um efsta sætið í riðlinum. Það er alveg nýtt fyrir mér og ný spenna sem fylgir því. Það sem við höfum náð að gera er að halda áfram á sömu braut frá síðustu keppni,“ sagði Eiður Smári að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik fyrir átján árum og rúmum ellefu mánuðum og það eru miklar líkur á því að hann komi við sögu á móti Kasakstan í undankeppni EM í dag og verði um leið sá leikmaður sem hefur átt lengsta landsliðsferilinn. „Við erum í öðru sæti þrátt fyrir að hafa tapað í Tékklandi. Við vitum það að ef við vinnum leikinn þá erum við að berjast um efsta sætið í riðlinum þegar kemur að leiknum í júní. Við vitum það að þetta verður alls ekki auðvelt,“ sagði Eiður Smári. Kasakarnir eru samt með skeinuhætt lið þrátt fyrir slæma stöðu í riðlinum sem og á FIFA-listanum. „Þetta er leikur þar sem menn þurfa að passa sig mikið á smáatriðunum. Ég tel að það hafi verið mjög jákvætt að við komum hingað tiltölulega snemma. Það er því ekkert sem er að koma okkur á óvart á leikdegi,“ sagði Eiður Smári. En hvernig er gervigrasið að fara með fæturna á honum. „Ég held að ég hafi átti auðveldara með þetta þegar ég var yngri. Maður finnur aðeins öðruvísi þreytu og boltinn rúllar líka aðeins öðruvísi. Það er aðeins harðara en ég hef klárað allar æfingar og þetta er þannig séð ekkert mál. Við þurfum bara að vera klárir á laugardaginn en svo getum við tekið út þreytuna í nokkra daga eftir það,“ sagði Eiður léttur. Eiður Smári hefur ekkert spilað með landsliðinu frá því í nóvember 2013 eða í sextán mánuði. Hann er þó ekki að ganga inn í nýtt lið. „Megnið af strákunum eru sömu leikmennirnir og í síðustu keppni. Það er sama þjálfarateymi og sama fólkið í kringum liðið. Mér líður því ekki eins og ég sé búinn að vera í burtu í langan tíma,“ segir Eiður Smári. Strákarnir í liðinu tala mikið um það að Eiður komi með ró inn í liðið. Hvað finnst honum sjálfum um það? „Fylgir það ekki bara aldrinum? Ég kem kannski með róna innan vallar og kannski utan vallar líka því ég er voðalega rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Eiður brosandi og af sinni kunnu yfirvegun. Hann hefur vissulega séð margt í boltanum en þó ekki allt. „Ég viðurkenni það alveg að það er ekki oft sem ég hef verið að spila með landsliðinu þar sem við erum virkilega að berjast um efsta sætið í riðlinum. Það er alveg nýtt fyrir mér og ný spenna sem fylgir því. Það sem við höfum náð að gera er að halda áfram á sömu braut frá síðustu keppni,“ sagði Eiður Smári að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Sjá meira