Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2015 13:25 Langflestir Íslendinga eru í Þjóðkirkjunni en fæstir í Nýja Avalon: Einn skráður meðlimur. Glænýjar tölur, sem Vísir kallaði eftir frá Þjóðskrá, um fjölda einstaklinga í mismunandi trúarsöfnuðum og lífskoðunarhópum leiða í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er skráður í Þjóðkirkjuna eða 240.395 af alls 331.244 skráðum. Sé rýnt í tölurnar þá má meðal annars sjá að skráðir í söfnuðinn Votta Jehóva, en þar hafa safnaðarlimir verið mjög áfram um að lesa í tákn og tölur, eru 666 – sem mun vera nafn dýrsins; hins Svarta sjálfs.Erfitt að meta stefnur og strauma Vísir óskaði eftir samantekt Þjóðskrár á þeim fjölda sem er í hverju trú- og lífsskoðunarfélagi. Þessi félög eru býsna mörg eða 42 að tölu. Þar kennir ýmissa grasa en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, sem heldur skrá yfir 331.244 Íslendinga, er Þjóðkirkjan langstærst en þar eru skráðir 240.395 manns. Í fríkirkjur eru skráðir 19.343 en í önnur trúfélög og lífsskoðunarfélög eru skráðir 26.131. Önnur trúfélög og ótilgreind telja 25.352 og utan trúfélaga eru 20.023. Kirkjan hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga vegna gagnrýni í tengslum við umræðu sem snýr að samviskufrelsi presta; að þeir geti neitað að gefa saman samkynhneigða ef samviska þeirra meini þeim það. Frá Þjóðskrá bárust þær upplýsingar að ekki sé gott að átta sig á því hvort margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni undanfarna daga, því það fari fram rafrænt og því erfiðara að átta sig á stefnum og straumum í þeim efnum öfugt við áður þegar mæla mátti áónægju á stafla eyðublaða.Skráðir múslimar ná ekki þúsund Sé rýnt frekar í tölurnar má sjá að múslímar á Íslandi eru alls 839, í tveimur skráðum trúfélögum: Félagi Múslima á Íslandi og Menningarsetri múslima á Íslandi. Nýja Avalon er neðst á lista með einn skráðan meðlim. Trúfélagið Ísland kristin þjóð telur 13 og Postulakirkjan Beth-Shekhinah 14. Þá kann einhverjum að bregða við þeirri staðreynd að skráðir meðlimir Votta Jehóva eru 666, tala sem margir tengja við Myrkrahöfðingjann sjálfan. Siðmennt er lífsskoðunarfélag sem mjög hefur látið að sér kveða undanfarin ár, í gagnrýni sinni á Þjóðkirkjuna meðal annars. Siðmenntarmenn, félag siðrænna húmanista á Íslandi eru 1.217 talsins. Meðfylgjandi er PDF-skjal þar sem áhugasamir geta rýnt nánar í sundurliðun frá Þjóðskrá. Tengdar fréttir Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Glænýjar tölur, sem Vísir kallaði eftir frá Þjóðskrá, um fjölda einstaklinga í mismunandi trúarsöfnuðum og lífskoðunarhópum leiða í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er skráður í Þjóðkirkjuna eða 240.395 af alls 331.244 skráðum. Sé rýnt í tölurnar þá má meðal annars sjá að skráðir í söfnuðinn Votta Jehóva, en þar hafa safnaðarlimir verið mjög áfram um að lesa í tákn og tölur, eru 666 – sem mun vera nafn dýrsins; hins Svarta sjálfs.Erfitt að meta stefnur og strauma Vísir óskaði eftir samantekt Þjóðskrár á þeim fjölda sem er í hverju trú- og lífsskoðunarfélagi. Þessi félög eru býsna mörg eða 42 að tölu. Þar kennir ýmissa grasa en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, sem heldur skrá yfir 331.244 Íslendinga, er Þjóðkirkjan langstærst en þar eru skráðir 240.395 manns. Í fríkirkjur eru skráðir 19.343 en í önnur trúfélög og lífsskoðunarfélög eru skráðir 26.131. Önnur trúfélög og ótilgreind telja 25.352 og utan trúfélaga eru 20.023. Kirkjan hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga vegna gagnrýni í tengslum við umræðu sem snýr að samviskufrelsi presta; að þeir geti neitað að gefa saman samkynhneigða ef samviska þeirra meini þeim það. Frá Þjóðskrá bárust þær upplýsingar að ekki sé gott að átta sig á því hvort margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni undanfarna daga, því það fari fram rafrænt og því erfiðara að átta sig á stefnum og straumum í þeim efnum öfugt við áður þegar mæla mátti áónægju á stafla eyðublaða.Skráðir múslimar ná ekki þúsund Sé rýnt frekar í tölurnar má sjá að múslímar á Íslandi eru alls 839, í tveimur skráðum trúfélögum: Félagi Múslima á Íslandi og Menningarsetri múslima á Íslandi. Nýja Avalon er neðst á lista með einn skráðan meðlim. Trúfélagið Ísland kristin þjóð telur 13 og Postulakirkjan Beth-Shekhinah 14. Þá kann einhverjum að bregða við þeirri staðreynd að skráðir meðlimir Votta Jehóva eru 666, tala sem margir tengja við Myrkrahöfðingjann sjálfan. Siðmennt er lífsskoðunarfélag sem mjög hefur látið að sér kveða undanfarin ár, í gagnrýni sinni á Þjóðkirkjuna meðal annars. Siðmenntarmenn, félag siðrænna húmanista á Íslandi eru 1.217 talsins. Meðfylgjandi er PDF-skjal þar sem áhugasamir geta rýnt nánar í sundurliðun frá Þjóðskrá.
Tengdar fréttir Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10
Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01