Enski boltinn

Gerrard til Bandaríkjanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gerrard á æfingu með Liverpool.
Gerrard á æfingu með Liverpool. Vísir/Getty
Liverpool staðfesti fyrr í dag á Twitter síðu sinni að Steven Gerrard muni halda til Bandaríkjanna eftir tímabilið í enska boltanum sem nú stendur yfir.

Eins og flestir vita tilkynnti Gerrard í gær að hann muni ekki framlengja samning sinn við Liverpool eftir þessa leiktíð.

Nú hefur Twitter-síða Liverpool staðfest að hann muni fara til Bandaríkjanna, en hann er orðaður við tvö lið þar í landi; New York Red Bulls og New York City.

Gerrard verður í viðtali við sjónvarpsstöð Liverpool í dag þar sem hann mun ræða þessa ákvörðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×