Enski boltinn

Berahino mögulega á förum frá WBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berahino í leik dagsins.
Berahino í leik dagsins. Vísir/Getty
Terry Burton, tæknilegur ráðgjafi hjá West Bromwich Albion, hefur gefið það í skyn að WBA gæti selt Saido Berahino í janúar-glugganum komi tilboð upp á 20 milljónir punda.

Berahino lék á alls oddi í liði WBA í dag sem vann 7-0 sigur á Gateshead í fyrsta leik WBA undir stjórn Tony Pulis. Kappinn hefur verið orðaður við Liverpool og Tottenham.

„Tony mun gera allt það besta fyrir klúbbinn. Hann reynir að vinna fótbolta leiki og ef hann þarf að selja eitthvern til að gera eitthvað öðruvísi þá gerir hann það," sagði Burton.

„Ég held að Pulis muni ekki selja hann fyrir lítinn pening. Hann er virði þess sem sum félög eru tilbúin að borga fyrir hann. Ef liðum langar virkilega í eitthvern leikmann og hefur fjárhag til þess, þá verða þeir að reyna það."

Berahino er 21 árs gamall framherji sem er uppalinn hjá WBA. Hann hefur spilað 52 leiki fyrir aðallið félagsins og skorað í þeim þrettán mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×