Tíu Lazio-menn skoruðu þrisvar hjá Hólmari og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 19:02 Hólmar Örn Eyjólfsson svekkir sig á sama tíma og Lazio-menn fagna einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty Lazio voru manni færri í 84 mínútur á móti norska liðinu Rosenborg í Evrópudeildinni í kvöld en það kom ekki í veg fyrir 3-1 sigur ítalska liðsins á Ólympíuleikvanginum í Róm. Alessandro Matri var Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í vörn Rosenborg erfiður en hann skoraði eitt og átti þátt í hinum tveimur mörkunum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn en Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins.Annað Íslendingalið tapaði líka í Evrópudeildinni í kvöld en Basel tapaði þá 2-1 á heimavelli á móti portúgalska liðinu Belenenses. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður á 58. mínútu en þá var staðan orðin 2-1 fyrir Belenenses. Lazio situr í toppsæti G-riðilsins með sjö stig af níu mögulegum en Rosenborg er á botninum með aðeins eitt stig. Lazio fékk tvö góð færi í upphafi leiks en missti síðan Maurício af velli með rautt spjald eftir aðeins sex mínútna leik eftir að hann felldi Ole Kristian Selnæs sem var að sleppa einn í gegn. Rosenborg hafði samt ekki heppnina með sér í færunum í fyrri hálfleiknum því tvisvar small boltinn í markrammanum hjá Lazio, fyrst eftir skot Jörgen Skjelvik og svo eftir skalla Alexanders Söderlund. Þess í stað voru það heimamenn sem skoruðu manni færri. Hólmar Örn Eyjólfsson missti augun af Alessandro Matri í smá stund og ítalski framherjinn nýtti sér það, fékk flotta sendingu inn fyrir frá Antonio Candreva og kom Lazio í 1-0 á 28. mínútu. Hólmar Örn gerði mistök í öðru marki Lazio þegar hann missti frá sér boltann og gaf Lazio tækifæri á að vinna boltann frétt fyrir framan teiginn. Alessandro Matri nýtti sér það, vann boltann og sendi hann á Felipe Anderson sem kom Lazio í 2-0 á 54. mínútu. Alexander Søderlund minnkaði muninn í 2-1 með skalla á 69. mínútu og fékk einnig færi til að jafna aðeins fjórum mínútum síðar. Alessandro Matri fiskaði víti á 80. mínútu en Antonio Candreva lét verja hjá sér. Hann skoraði hinsvegar úr frákastinu og kom Lazio í 3-1. Hólmar Örn bjargaði vel skömmu fyrir leikslok þegar Lazio gat komist í 4-1. Lazio-liðið gaf ekkert eftir og landaði tveggja marka sigri og um leið þriggja stiga forystu á toppi riðilsins. Alexander Søderlund fékk reyndar vítaspyrnu í uppbótartíma en lét Etrit Berisha verja frá sér. Evrópudeild UEFA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Lazio voru manni færri í 84 mínútur á móti norska liðinu Rosenborg í Evrópudeildinni í kvöld en það kom ekki í veg fyrir 3-1 sigur ítalska liðsins á Ólympíuleikvanginum í Róm. Alessandro Matri var Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í vörn Rosenborg erfiður en hann skoraði eitt og átti þátt í hinum tveimur mörkunum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn en Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins.Annað Íslendingalið tapaði líka í Evrópudeildinni í kvöld en Basel tapaði þá 2-1 á heimavelli á móti portúgalska liðinu Belenenses. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður á 58. mínútu en þá var staðan orðin 2-1 fyrir Belenenses. Lazio situr í toppsæti G-riðilsins með sjö stig af níu mögulegum en Rosenborg er á botninum með aðeins eitt stig. Lazio fékk tvö góð færi í upphafi leiks en missti síðan Maurício af velli með rautt spjald eftir aðeins sex mínútna leik eftir að hann felldi Ole Kristian Selnæs sem var að sleppa einn í gegn. Rosenborg hafði samt ekki heppnina með sér í færunum í fyrri hálfleiknum því tvisvar small boltinn í markrammanum hjá Lazio, fyrst eftir skot Jörgen Skjelvik og svo eftir skalla Alexanders Söderlund. Þess í stað voru það heimamenn sem skoruðu manni færri. Hólmar Örn Eyjólfsson missti augun af Alessandro Matri í smá stund og ítalski framherjinn nýtti sér það, fékk flotta sendingu inn fyrir frá Antonio Candreva og kom Lazio í 1-0 á 28. mínútu. Hólmar Örn gerði mistök í öðru marki Lazio þegar hann missti frá sér boltann og gaf Lazio tækifæri á að vinna boltann frétt fyrir framan teiginn. Alessandro Matri nýtti sér það, vann boltann og sendi hann á Felipe Anderson sem kom Lazio í 2-0 á 54. mínútu. Alexander Søderlund minnkaði muninn í 2-1 með skalla á 69. mínútu og fékk einnig færi til að jafna aðeins fjórum mínútum síðar. Alessandro Matri fiskaði víti á 80. mínútu en Antonio Candreva lét verja hjá sér. Hann skoraði hinsvegar úr frákastinu og kom Lazio í 3-1. Hólmar Örn bjargaði vel skömmu fyrir leikslok þegar Lazio gat komist í 4-1. Lazio-liðið gaf ekkert eftir og landaði tveggja marka sigri og um leið þriggja stiga forystu á toppi riðilsins. Alexander Søderlund fékk reyndar vítaspyrnu í uppbótartíma en lét Etrit Berisha verja frá sér.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira