Börn lántaka ekki elt heldur börn ábyrgðarmanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. mars 2015 11:24 Árni Páll Árnason segir LÍN ganga harðar fram gagnvart þriðja manns ábyrgðum en bankar. Illugi segir að stefnan sé sú sem síðasta ríkisstjórn markaði. Vísir/Daníel/EÓL/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það andstætt markmiðum laga sem sett voru um ábyrgðarmenn þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna gengur á eftir erfingjum ábyrgðarmanna á lánum frá sjóðnum. Tilefni fyrirspurnarinnar er frétt Vísis frá því í gær þar sem greint var frá því að sjóðurinn væri nú að senda átta þúsund manns bréf til að upplýsa það um að það hafi erft ábyrgðir á námslánum.Ganga ekki á eftir börnum lántaka „Það er sem sagt ný aðferðafræði lánasjóðsins að krefja erfingja ábyrgðarmanna á greiðslu námslána sem ekki innheimtast. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er ný stefna hjá sjóðnum,“ sagði Árni Páll í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi og beindi orðum sínum til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum „Þessi nýja stefna lánasjóðsins hefur þau stórfurðulegu áhrif að ef að lántakandi sjálfur deyr eru börn hans, sem hafa notið menntunar hans í uppeldi og framfærslu, laus allra mála en börn og barnabörn og barnabarnabörn ábyrgðarmanna úti í bæ eru hundelt út fyrir gröf og dauða,“ sagði Árni Páll.Ekki ný stefna Ráðherrann var ekki sammála því að um nýja stefnu hefði verið að ræða og sagði þá fullyrðingu Árna Páls umdeilanlega. „Frá því árið 2012 hefur verið gengið eftir þessum ábyrgðum,“ sagði Illugi og bætti við: „Það er rangt sem hér hefur verið sagt að um stefnubreytingu sé að ræða.“ Illugi benti einnig á að ekki hafi verið að innheimta lán hjá ábyrgðarmönnunum. „Þetta voru upplýsingabréf, ekki innheimtubréf. Það var verið að upplýsa fólk um þær ábyrgðir sem þar láu undir,“ sagði ráðherrann.Sjá einnig: Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samkvæmt upplýsingum frá Lín er nú verið að senda bréf vegna 5.400 lána en um átta þúsund einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir þessi lán. Í mörgum er fólk ekki upplýst um að það sé ábyrgt fyrir lánum. Lán þar sem ábyrgðarmenn hafa erft skuldbindingar sínar nema átján milljörðum króna en heildarútlán sjóðsins er 240 milljarðar króna.Vill yfirlýsingu frá ráðherra „Að það skuli vera menntamálaráðherra landsins og það skuli vera ríkisstjórnin sem að núna gangi á undan og láti opinberar stofnanir ganga framar og harðar fram en bankar voga sér að gera gagnvart þriðja manns ábyrgðum er hrikalegt að heyra,“ sagði Árni Páll eftir að Illugi hafði svarað fyrirspurninni. Árni sagði að Illugi væri maður af meiru ef hann kæmi fram með yfirlýsingu um að hann vildi virða lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. „Þetta er það fyrirkomulag sem varð til í tíð síðustu ríkisstjórn sem hann sat í,“ svaraði þá Illugi. „Það voru send út upplýsingabréf í þessari viku en sú aðferðafræði sem að háttvirtur þingmaður er hér að tala um er á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar.“ Alþingi Tengdar fréttir LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það andstætt markmiðum laga sem sett voru um ábyrgðarmenn þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna gengur á eftir erfingjum ábyrgðarmanna á lánum frá sjóðnum. Tilefni fyrirspurnarinnar er frétt Vísis frá því í gær þar sem greint var frá því að sjóðurinn væri nú að senda átta þúsund manns bréf til að upplýsa það um að það hafi erft ábyrgðir á námslánum.Ganga ekki á eftir börnum lántaka „Það er sem sagt ný aðferðafræði lánasjóðsins að krefja erfingja ábyrgðarmanna á greiðslu námslána sem ekki innheimtast. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er ný stefna hjá sjóðnum,“ sagði Árni Páll í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi og beindi orðum sínum til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum „Þessi nýja stefna lánasjóðsins hefur þau stórfurðulegu áhrif að ef að lántakandi sjálfur deyr eru börn hans, sem hafa notið menntunar hans í uppeldi og framfærslu, laus allra mála en börn og barnabörn og barnabarnabörn ábyrgðarmanna úti í bæ eru hundelt út fyrir gröf og dauða,“ sagði Árni Páll.Ekki ný stefna Ráðherrann var ekki sammála því að um nýja stefnu hefði verið að ræða og sagði þá fullyrðingu Árna Páls umdeilanlega. „Frá því árið 2012 hefur verið gengið eftir þessum ábyrgðum,“ sagði Illugi og bætti við: „Það er rangt sem hér hefur verið sagt að um stefnubreytingu sé að ræða.“ Illugi benti einnig á að ekki hafi verið að innheimta lán hjá ábyrgðarmönnunum. „Þetta voru upplýsingabréf, ekki innheimtubréf. Það var verið að upplýsa fólk um þær ábyrgðir sem þar láu undir,“ sagði ráðherrann.Sjá einnig: Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samkvæmt upplýsingum frá Lín er nú verið að senda bréf vegna 5.400 lána en um átta þúsund einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir þessi lán. Í mörgum er fólk ekki upplýst um að það sé ábyrgt fyrir lánum. Lán þar sem ábyrgðarmenn hafa erft skuldbindingar sínar nema átján milljörðum króna en heildarútlán sjóðsins er 240 milljarðar króna.Vill yfirlýsingu frá ráðherra „Að það skuli vera menntamálaráðherra landsins og það skuli vera ríkisstjórnin sem að núna gangi á undan og láti opinberar stofnanir ganga framar og harðar fram en bankar voga sér að gera gagnvart þriðja manns ábyrgðum er hrikalegt að heyra,“ sagði Árni Páll eftir að Illugi hafði svarað fyrirspurninni. Árni sagði að Illugi væri maður af meiru ef hann kæmi fram með yfirlýsingu um að hann vildi virða lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. „Þetta er það fyrirkomulag sem varð til í tíð síðustu ríkisstjórn sem hann sat í,“ svaraði þá Illugi. „Það voru send út upplýsingabréf í þessari viku en sú aðferðafræði sem að háttvirtur þingmaður er hér að tala um er á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar.“
Alþingi Tengdar fréttir LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16
Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20