Evrópudeildirnar hefjast á ný um helgina og þurfa flestir þeirra að mæta aftur til æfinga í dag.
Theodór Elmar Bjarnason sneri aftur til Danmerkur í gær og mætti á æfingu hjá liði sínu AGF í morgun.
Þar tók þjálfari liðsins, Morten Wieghorst, á móti okkar manni með kampavíni og blómum. Var verið að fagna EM-sætinu með miðjumanninum.
Elmar hefur spilað frábærlega fyrir AGF á tímabilinu, en hann kom þangað frá Randers í sumar.
Þessi annars öflugi miðjumaður spilar sem bakvörður með íslenska liðinu og var í byrjunarliðinu í fyrstu fjórum leikjum undankeppninnar.
AGF situr í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö leiki með tíu stig.
Morten Wieghorst bød @ElmarBjarnason velkommen til dagens træning med blomster og champagne #AGF #Euro2016 #Iceland pic.twitter.com/WbdrW1qN4k
— AGF (@AGFFodbold) September 8, 2015