Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2015 11:15 Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. VÍSIR/ANTON BRINK Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til þess að fylgja framþróun í lyfjamálum og mikilvægt sé að setja upp kerfi sem tryggi það að hægt sé að taka upp nýjustu lyfin hér á Íslandi. Þetta segir hann í kjölfar umræðu sem skapast hefur eftir að Fanney Björk Ásbjörnsdóttir stefndi íslenska ríkinu fyrr í sumar eftir að það neitaði henni um nýtt lyf gegn Lifrarbólgu C. Nýja lyfið er mun áhrifaríkara en eldri lyf en íslenska ríkið segir að lyfið sé of dýrt. „Það virðist vera að ef að það kemur nýtt lyf inn séum við ekki búinn undir að það gæti kostað mikla fjármuni að innleiða það.“ Vilhjálmur hefur velt því upp hvort að erfiðleikar við að taka upp hið nýja lyf við lyfrarbólgu C væru byggðar á fordómum enda fíklar í meirihluta þeirra sem þjást af sjúkdóminum. Vilhjálmur segir þó að þetta séu aðeins vangaveltur en þó megi ekki láta fordóma hafa áhrif á það hvaða lyf séu tekin upp. Það sé ótækt enda geri sjúkdómar ekki upp á milli manna eftir þjóðfélagsstöðu. „Allt eru þetta skattgreiðendur, sjúkdómar fara ekki í manngreinaálit. Það eiga allir að vera jafnir fyrir þessu. Þessvegna þurfum að búa til kerfi þannig að við getum tekið á móti nýju lyfi þegar það kemur.“ „Ég mun tala fyrir því að við búum til einhverskonar kerfi þannig að hluti af því sem er sett í lyfjamál í hvert skipti verði þá sett í einhverskonar lyfjasjóð til þess að við getum fylgt framþróun í lyfjamálum og bætt inn nýjum lyfjum.“ Vill hagræða í ríkisrekstri til að fjármagna heilbrigðiskerfiðAð mati Vilhjálms telur hann þetta mál, MS-málið sem kom upp árið 2007 og nýlegur dómur um túlkaþjónustu sýna það að ríkið þurfi að setja meiri fjármuni í heilbrigðismál. Skoða þurfi fjármál og rekstur ríkisins til þess að heilbrigðisþjónustan geti sinnt sínu hlutverki. „Ef við ætlum að sinna allri túlkaþjónustu eða taka inn öll ný lyf erum við að tala um tugi milljarða.Þetta getur alveg kallað á hagræðingu og forgangsröðun í ríkisrekstri. Þetta er heilbrigðisþjónusta sem skiptir líf og réttindi fólks miklu máli.“ Vilhjálmur spyr hvort að ríkið sé að setja fjármuni í eitthvað annað sem skipti ekki jafn miklu máli? „Ég vil kannski ekki setja upp eitthvað eitt á móti þessu en við gætum t.d. selt ríkiseignir eins og Landsbankann eða ÁTVR. Ríkið á sinna grunnþjónustu. Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, samgöngukerfi og menntamál. Annað þarf að byggja upp á öðrum forsendum og þar á kannski heima slagorðið: Þeir greiða sem njóta.“ Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til þess að fylgja framþróun í lyfjamálum og mikilvægt sé að setja upp kerfi sem tryggi það að hægt sé að taka upp nýjustu lyfin hér á Íslandi. Þetta segir hann í kjölfar umræðu sem skapast hefur eftir að Fanney Björk Ásbjörnsdóttir stefndi íslenska ríkinu fyrr í sumar eftir að það neitaði henni um nýtt lyf gegn Lifrarbólgu C. Nýja lyfið er mun áhrifaríkara en eldri lyf en íslenska ríkið segir að lyfið sé of dýrt. „Það virðist vera að ef að það kemur nýtt lyf inn séum við ekki búinn undir að það gæti kostað mikla fjármuni að innleiða það.“ Vilhjálmur hefur velt því upp hvort að erfiðleikar við að taka upp hið nýja lyf við lyfrarbólgu C væru byggðar á fordómum enda fíklar í meirihluta þeirra sem þjást af sjúkdóminum. Vilhjálmur segir þó að þetta séu aðeins vangaveltur en þó megi ekki láta fordóma hafa áhrif á það hvaða lyf séu tekin upp. Það sé ótækt enda geri sjúkdómar ekki upp á milli manna eftir þjóðfélagsstöðu. „Allt eru þetta skattgreiðendur, sjúkdómar fara ekki í manngreinaálit. Það eiga allir að vera jafnir fyrir þessu. Þessvegna þurfum að búa til kerfi þannig að við getum tekið á móti nýju lyfi þegar það kemur.“ „Ég mun tala fyrir því að við búum til einhverskonar kerfi þannig að hluti af því sem er sett í lyfjamál í hvert skipti verði þá sett í einhverskonar lyfjasjóð til þess að við getum fylgt framþróun í lyfjamálum og bætt inn nýjum lyfjum.“ Vill hagræða í ríkisrekstri til að fjármagna heilbrigðiskerfiðAð mati Vilhjálms telur hann þetta mál, MS-málið sem kom upp árið 2007 og nýlegur dómur um túlkaþjónustu sýna það að ríkið þurfi að setja meiri fjármuni í heilbrigðismál. Skoða þurfi fjármál og rekstur ríkisins til þess að heilbrigðisþjónustan geti sinnt sínu hlutverki. „Ef við ætlum að sinna allri túlkaþjónustu eða taka inn öll ný lyf erum við að tala um tugi milljarða.Þetta getur alveg kallað á hagræðingu og forgangsröðun í ríkisrekstri. Þetta er heilbrigðisþjónusta sem skiptir líf og réttindi fólks miklu máli.“ Vilhjálmur spyr hvort að ríkið sé að setja fjármuni í eitthvað annað sem skipti ekki jafn miklu máli? „Ég vil kannski ekki setja upp eitthvað eitt á móti þessu en við gætum t.d. selt ríkiseignir eins og Landsbankann eða ÁTVR. Ríkið á sinna grunnþjónustu. Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, samgöngukerfi og menntamál. Annað þarf að byggja upp á öðrum forsendum og þar á kannski heima slagorðið: Þeir greiða sem njóta.“
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira