Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2015 11:15 Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. VÍSIR/ANTON BRINK Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til þess að fylgja framþróun í lyfjamálum og mikilvægt sé að setja upp kerfi sem tryggi það að hægt sé að taka upp nýjustu lyfin hér á Íslandi. Þetta segir hann í kjölfar umræðu sem skapast hefur eftir að Fanney Björk Ásbjörnsdóttir stefndi íslenska ríkinu fyrr í sumar eftir að það neitaði henni um nýtt lyf gegn Lifrarbólgu C. Nýja lyfið er mun áhrifaríkara en eldri lyf en íslenska ríkið segir að lyfið sé of dýrt. „Það virðist vera að ef að það kemur nýtt lyf inn séum við ekki búinn undir að það gæti kostað mikla fjármuni að innleiða það.“ Vilhjálmur hefur velt því upp hvort að erfiðleikar við að taka upp hið nýja lyf við lyfrarbólgu C væru byggðar á fordómum enda fíklar í meirihluta þeirra sem þjást af sjúkdóminum. Vilhjálmur segir þó að þetta séu aðeins vangaveltur en þó megi ekki láta fordóma hafa áhrif á það hvaða lyf séu tekin upp. Það sé ótækt enda geri sjúkdómar ekki upp á milli manna eftir þjóðfélagsstöðu. „Allt eru þetta skattgreiðendur, sjúkdómar fara ekki í manngreinaálit. Það eiga allir að vera jafnir fyrir þessu. Þessvegna þurfum að búa til kerfi þannig að við getum tekið á móti nýju lyfi þegar það kemur.“ „Ég mun tala fyrir því að við búum til einhverskonar kerfi þannig að hluti af því sem er sett í lyfjamál í hvert skipti verði þá sett í einhverskonar lyfjasjóð til þess að við getum fylgt framþróun í lyfjamálum og bætt inn nýjum lyfjum.“ Vill hagræða í ríkisrekstri til að fjármagna heilbrigðiskerfiðAð mati Vilhjálms telur hann þetta mál, MS-málið sem kom upp árið 2007 og nýlegur dómur um túlkaþjónustu sýna það að ríkið þurfi að setja meiri fjármuni í heilbrigðismál. Skoða þurfi fjármál og rekstur ríkisins til þess að heilbrigðisþjónustan geti sinnt sínu hlutverki. „Ef við ætlum að sinna allri túlkaþjónustu eða taka inn öll ný lyf erum við að tala um tugi milljarða.Þetta getur alveg kallað á hagræðingu og forgangsröðun í ríkisrekstri. Þetta er heilbrigðisþjónusta sem skiptir líf og réttindi fólks miklu máli.“ Vilhjálmur spyr hvort að ríkið sé að setja fjármuni í eitthvað annað sem skipti ekki jafn miklu máli? „Ég vil kannski ekki setja upp eitthvað eitt á móti þessu en við gætum t.d. selt ríkiseignir eins og Landsbankann eða ÁTVR. Ríkið á sinna grunnþjónustu. Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, samgöngukerfi og menntamál. Annað þarf að byggja upp á öðrum forsendum og þar á kannski heima slagorðið: Þeir greiða sem njóta.“ Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til þess að fylgja framþróun í lyfjamálum og mikilvægt sé að setja upp kerfi sem tryggi það að hægt sé að taka upp nýjustu lyfin hér á Íslandi. Þetta segir hann í kjölfar umræðu sem skapast hefur eftir að Fanney Björk Ásbjörnsdóttir stefndi íslenska ríkinu fyrr í sumar eftir að það neitaði henni um nýtt lyf gegn Lifrarbólgu C. Nýja lyfið er mun áhrifaríkara en eldri lyf en íslenska ríkið segir að lyfið sé of dýrt. „Það virðist vera að ef að það kemur nýtt lyf inn séum við ekki búinn undir að það gæti kostað mikla fjármuni að innleiða það.“ Vilhjálmur hefur velt því upp hvort að erfiðleikar við að taka upp hið nýja lyf við lyfrarbólgu C væru byggðar á fordómum enda fíklar í meirihluta þeirra sem þjást af sjúkdóminum. Vilhjálmur segir þó að þetta séu aðeins vangaveltur en þó megi ekki láta fordóma hafa áhrif á það hvaða lyf séu tekin upp. Það sé ótækt enda geri sjúkdómar ekki upp á milli manna eftir þjóðfélagsstöðu. „Allt eru þetta skattgreiðendur, sjúkdómar fara ekki í manngreinaálit. Það eiga allir að vera jafnir fyrir þessu. Þessvegna þurfum að búa til kerfi þannig að við getum tekið á móti nýju lyfi þegar það kemur.“ „Ég mun tala fyrir því að við búum til einhverskonar kerfi þannig að hluti af því sem er sett í lyfjamál í hvert skipti verði þá sett í einhverskonar lyfjasjóð til þess að við getum fylgt framþróun í lyfjamálum og bætt inn nýjum lyfjum.“ Vill hagræða í ríkisrekstri til að fjármagna heilbrigðiskerfiðAð mati Vilhjálms telur hann þetta mál, MS-málið sem kom upp árið 2007 og nýlegur dómur um túlkaþjónustu sýna það að ríkið þurfi að setja meiri fjármuni í heilbrigðismál. Skoða þurfi fjármál og rekstur ríkisins til þess að heilbrigðisþjónustan geti sinnt sínu hlutverki. „Ef við ætlum að sinna allri túlkaþjónustu eða taka inn öll ný lyf erum við að tala um tugi milljarða.Þetta getur alveg kallað á hagræðingu og forgangsröðun í ríkisrekstri. Þetta er heilbrigðisþjónusta sem skiptir líf og réttindi fólks miklu máli.“ Vilhjálmur spyr hvort að ríkið sé að setja fjármuni í eitthvað annað sem skipti ekki jafn miklu máli? „Ég vil kannski ekki setja upp eitthvað eitt á móti þessu en við gætum t.d. selt ríkiseignir eins og Landsbankann eða ÁTVR. Ríkið á sinna grunnþjónustu. Heilbrigðisþjónusta, löggæsla, samgöngukerfi og menntamál. Annað þarf að byggja upp á öðrum forsendum og þar á kannski heima slagorðið: Þeir greiða sem njóta.“
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira