Um fjórðungur af nautakjöti innfluttur kolbeinn óttarsson proppé skrifar 13. febrúar 2015 10:45 Innflutningur á nautakjöti fjórfaldaðist á milli árannna 2013 og 2014. Bændur hafa óskað eftir leyfi til að flytja inn sæði og fósturvísa til framræktunar og vonast til að lögum verði breytt í vor. fréttablaðið/stefán Yfir eitt þúsund tonn af nautakjöti, eða 1.047, voru flutt til landsins árið 2014. Það er gríðarleg aukning frá árinu 2013 þegar flutt voru inn 266 tonn. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aukninguna fyrst og fremst skýrast af fjölgun ferðamanna og mikilli eftirspurn eftir mjólkurafurðum. „Í fyrsta lagi er markaður fyrir nautakjöt að stækka, það er greinilegt. Við rekjum það meðal annars til þess að ferðamannafjölgunin hefur meiri áhrif á neyslu nauta- en lambakjöts, það sjáum við mjög skýrt.Baldur Helgi Benjamínsson.Þá má nefna framleiðslu innanlands, en hún er tvenns konar. Annars vegar snardró úr framboði á kúm til slátrunar árið 2014 vegna þess að eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur verið gríðarlega mikil. Það leiddi til þess að menn fresta því að slátra kúm.“ Baldur segir að fjöldi kúa til slátrunar hafi dregist saman um 20 prósent á árinu 2014. Að auki hafi verið samdráttur í nautum til slátrunar um tíu prósent. „Þegar eftirspurn jókst eftir nautakjöti fóru menn að slátra gripunum miklu fyrr. Menn fóru aðeins fram úr sér og slátruðu hraðar en þeir bættu við nýjum kálfum. Stofninn hefur því minnkað aðeins, en bændur eru að bregðast við aukningunni.“ Holdanautabændur, sem aðeins halda gripi til kjötframleiðslu, hafa beitt sér fyrir því undanfarin ár að fá að flytja inn erfðaefni til framræktunar. Baldur segir að það sé raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Málið hafi gengið mjög hægt, en í vor sé fyrirhuguð breyting á lögum um innflutning dýra þannig að hægt verði að flytja inn sæði og fósturvísa.Hakk„Það er raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Markaðurinn er til staðar, eftirspurnin og aðstæðurnar eru til staðar. Við eigum fullt af graslendi sem við getum hætt að beita hrossum á og beitt holdanautum á í staðinn. Þarna liggja heilmikil tækifæri til að auka innlenda búvöruframleiðslu með hagkvæmum hætti. En þetta hefur tekið langan tíma. Við ræddum fyrst við Jón Bjarnason þegar hann var landbúnaðarráðherra árið 2009.“ Fáist leyfið verður í fyrsta lagi hægt að slátra gripum af innflutta erfðaefninu eftir tvö og hálft ár. Staðan á nautakjötsmarkaðnum er sú að innflutt nautakjöt nemur nú 25 til 30 prósentum af öllu kjöti sem selt er á Íslandi. Tollar af innflutningnum hafa skilað umtalsverðum fjármunum í ríkiskassann, eða 1.314.654.813 krónum á árinu 2014. Árið 2013 námu tollarnir 680 milljónum króna og því hefur aukinn kjötinnflutningur skilað ríkissjóði 634 milljónum króna meira í ríkissjóð.Uppfært klukkan 16:18Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Baldur Helgi segði hátt mjólkurverð skýra aukinn innflutning á nautakjöti. Hið rétta er að hann sagði aukna eftirspurn eftir mjólkurvörum hluta skýringar á innflutningsaukningunni. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Yfir eitt þúsund tonn af nautakjöti, eða 1.047, voru flutt til landsins árið 2014. Það er gríðarleg aukning frá árinu 2013 þegar flutt voru inn 266 tonn. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aukninguna fyrst og fremst skýrast af fjölgun ferðamanna og mikilli eftirspurn eftir mjólkurafurðum. „Í fyrsta lagi er markaður fyrir nautakjöt að stækka, það er greinilegt. Við rekjum það meðal annars til þess að ferðamannafjölgunin hefur meiri áhrif á neyslu nauta- en lambakjöts, það sjáum við mjög skýrt.Baldur Helgi Benjamínsson.Þá má nefna framleiðslu innanlands, en hún er tvenns konar. Annars vegar snardró úr framboði á kúm til slátrunar árið 2014 vegna þess að eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur verið gríðarlega mikil. Það leiddi til þess að menn fresta því að slátra kúm.“ Baldur segir að fjöldi kúa til slátrunar hafi dregist saman um 20 prósent á árinu 2014. Að auki hafi verið samdráttur í nautum til slátrunar um tíu prósent. „Þegar eftirspurn jókst eftir nautakjöti fóru menn að slátra gripunum miklu fyrr. Menn fóru aðeins fram úr sér og slátruðu hraðar en þeir bættu við nýjum kálfum. Stofninn hefur því minnkað aðeins, en bændur eru að bregðast við aukningunni.“ Holdanautabændur, sem aðeins halda gripi til kjötframleiðslu, hafa beitt sér fyrir því undanfarin ár að fá að flytja inn erfðaefni til framræktunar. Baldur segir að það sé raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Málið hafi gengið mjög hægt, en í vor sé fyrirhuguð breyting á lögum um innflutning dýra þannig að hægt verði að flytja inn sæði og fósturvísa.Hakk„Það er raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Markaðurinn er til staðar, eftirspurnin og aðstæðurnar eru til staðar. Við eigum fullt af graslendi sem við getum hætt að beita hrossum á og beitt holdanautum á í staðinn. Þarna liggja heilmikil tækifæri til að auka innlenda búvöruframleiðslu með hagkvæmum hætti. En þetta hefur tekið langan tíma. Við ræddum fyrst við Jón Bjarnason þegar hann var landbúnaðarráðherra árið 2009.“ Fáist leyfið verður í fyrsta lagi hægt að slátra gripum af innflutta erfðaefninu eftir tvö og hálft ár. Staðan á nautakjötsmarkaðnum er sú að innflutt nautakjöt nemur nú 25 til 30 prósentum af öllu kjöti sem selt er á Íslandi. Tollar af innflutningnum hafa skilað umtalsverðum fjármunum í ríkiskassann, eða 1.314.654.813 krónum á árinu 2014. Árið 2013 námu tollarnir 680 milljónum króna og því hefur aukinn kjötinnflutningur skilað ríkissjóði 634 milljónum króna meira í ríkissjóð.Uppfært klukkan 16:18Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Baldur Helgi segði hátt mjólkurverð skýra aukinn innflutning á nautakjöti. Hið rétta er að hann sagði aukna eftirspurn eftir mjólkurvörum hluta skýringar á innflutningsaukningunni.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira