Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 21:56 Hólmar Örn hefur góðar gætur á Jacob Schoop í Vesturbænum í kvöld. vísir/valli „Hólmar er stjarnan,“ sagði góðlátleg norsk kona og smellti mynd af Hólmari Erni Eyjólfssyni áður en fréttamenn ræddu við hann eftir 1-0 sigur Rosenborg á KR í Vesturbænum í kvöld. „Þetta var frekar skrítið [að spila með erlendu liði gegn íslensku, innsk. blm] en það var gott að komast vel frá þessum leik. Við áttum góðan útileik, héldum hreinu og náðum að skora,“ sagði Hólmar eftir leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn með hápressu og voru ekkert að leggja rútunni við eigið mark. „Þetta kom mér á óvart. Ég hélt að þeir myndu byrja aðeins aftar þar sem það er er vont að fá á sig útivallarmark í Evrópu. Þeir mættu okkur framar á vellinum en ég hélt. En við ráðum líka ágætlega við það. Við erum vanir þessi frá Noregi,“ sagði miðvörðurinn sem spilaði frábærlega í leiknum. Aðspurður hvernig það væri að eiga við framherja íslensku liðanna í samanburði við þá norsku sagði Hólmar: „Þó Hólmbert spilaði ekki mikið var ég mest í honum. Hinir framherjar KR voru að hlaupa meira í svæði en þeir eru öflugir, það er ekki spurning. Þeir voru erfiðir viðureignar.“ Hólmar viðurkennir að það var pressa á honum fyrir leikinn þar sem fjölskylda og vinir voru mættir til að horfa á hann gegn bikarmeisturunum. „Maður fann aðeins fyrir því. Það var blanda af tilhlökkun og pressu að reyna að standa sig fyrir framan vini og fjölskyldu sem sjá mann sjaldnar spila,“ sagði Hólmar sem var nálægt því að skora í fyrri hálfleik. „Það hefði verið sætt að setja mark úr skallanum en þetta kemur bara næst.“ Hólmar Örn reiknar fastlega með því að Rosenborg komist áfram eftir seinni leikinn í Þrándheimi eftir viku. „Ég reikna með því. Við erum oftast mjög góðir á Lerkendal fyrir framan okkar fólk. Það verður erfitt fyrir KR að koma þangað og slá okkur út.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
„Hólmar er stjarnan,“ sagði góðlátleg norsk kona og smellti mynd af Hólmari Erni Eyjólfssyni áður en fréttamenn ræddu við hann eftir 1-0 sigur Rosenborg á KR í Vesturbænum í kvöld. „Þetta var frekar skrítið [að spila með erlendu liði gegn íslensku, innsk. blm] en það var gott að komast vel frá þessum leik. Við áttum góðan útileik, héldum hreinu og náðum að skora,“ sagði Hólmar eftir leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn með hápressu og voru ekkert að leggja rútunni við eigið mark. „Þetta kom mér á óvart. Ég hélt að þeir myndu byrja aðeins aftar þar sem það er er vont að fá á sig útivallarmark í Evrópu. Þeir mættu okkur framar á vellinum en ég hélt. En við ráðum líka ágætlega við það. Við erum vanir þessi frá Noregi,“ sagði miðvörðurinn sem spilaði frábærlega í leiknum. Aðspurður hvernig það væri að eiga við framherja íslensku liðanna í samanburði við þá norsku sagði Hólmar: „Þó Hólmbert spilaði ekki mikið var ég mest í honum. Hinir framherjar KR voru að hlaupa meira í svæði en þeir eru öflugir, það er ekki spurning. Þeir voru erfiðir viðureignar.“ Hólmar viðurkennir að það var pressa á honum fyrir leikinn þar sem fjölskylda og vinir voru mættir til að horfa á hann gegn bikarmeisturunum. „Maður fann aðeins fyrir því. Það var blanda af tilhlökkun og pressu að reyna að standa sig fyrir framan vini og fjölskyldu sem sjá mann sjaldnar spila,“ sagði Hólmar sem var nálægt því að skora í fyrri hálfleik. „Það hefði verið sætt að setja mark úr skallanum en þetta kemur bara næst.“ Hólmar Örn reiknar fastlega með því að Rosenborg komist áfram eftir seinni leikinn í Þrándheimi eftir viku. „Ég reikna með því. Við erum oftast mjög góðir á Lerkendal fyrir framan okkar fólk. Það verður erfitt fyrir KR að koma þangað og slá okkur út.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira