Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 22:09 Stefán Logi Magnússon var frábær í kvöld. vísir/stefán „Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira
„Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira
Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56
Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03