Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 10:45 Lars Lagerbäck er með strákana okkar í Varsjá. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Varsjá í dag, en strákarnir okkar mæta Pólverjum í vináttulandsleik á morgun. Pólsku blaðamennina langaði að vita hvernig svona lítil þjóð eins og Ísland væri komin á EM. Spurning sem margir eru að spyrja sig í fótboltaheiminum. „Við erum með góða leikmenn,“ svaraði Lars. „Þetta er tiltölulega ungt lið en aðal ástæðan fyrir árangrinum er að við erum með góða leikmenn sem eru með góðan karakter. Það er auðvelt að vinna með þeim. Fyrir utan fyrirliðann. Hann er stundum til vandræða,“ sagði Lars og hló, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sat við hlið hans á fundinum.Ætlum að ná úrslitum í Frakklandi Svíinn segir Ísland ekki óttast neitt lið og ætlar sér að ná úrslitum á EM í Frakklandi þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki þegar dregið verður. „Ef þið horfið bara á úrslitin sem liðið hefur náð þá höfum við sýnt að við getum mætt hvaða liði sem er þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki,“ sagði Lars. „Við erum ekki að fara á EM til að öðlast einhverja reynslu. Við förum til Frakklands til að vinna fótboltaleiki. Við erum ný þjóð þarna inni með enga reynslu af stórmótum en ég veit að þetta lið getur náð úrslitum. Okkar markmið verður að vinna leiki,“ sagði Lars.Held mig við staðreyndir Lars var spurður út í sigurhefðina, en Robert Lewandowski, stjörnuframherji pólska liðsins, hefur lagt áherslu á að Pólland vinni leikinn á morgun og haldi áfram á sigurbraut. „Það er auðvitað mikilvægt að halda í sigurhefðina,“ sagði Lars. „Mér finnst fótbolti samt snúast stundum of mikið um tilfinningar, von og trú.“ „Ég vil halda mig við staðreyndir. Okkar strákar hafa sýnt að þeir geta mætt hvaða liði sem er og það er mikilvægt fyrir þá að vita. Þetta eru staðreyndir sem við byggjum á,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Varsjá í dag, en strákarnir okkar mæta Pólverjum í vináttulandsleik á morgun. Pólsku blaðamennina langaði að vita hvernig svona lítil þjóð eins og Ísland væri komin á EM. Spurning sem margir eru að spyrja sig í fótboltaheiminum. „Við erum með góða leikmenn,“ svaraði Lars. „Þetta er tiltölulega ungt lið en aðal ástæðan fyrir árangrinum er að við erum með góða leikmenn sem eru með góðan karakter. Það er auðvelt að vinna með þeim. Fyrir utan fyrirliðann. Hann er stundum til vandræða,“ sagði Lars og hló, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sat við hlið hans á fundinum.Ætlum að ná úrslitum í Frakklandi Svíinn segir Ísland ekki óttast neitt lið og ætlar sér að ná úrslitum á EM í Frakklandi þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki þegar dregið verður. „Ef þið horfið bara á úrslitin sem liðið hefur náð þá höfum við sýnt að við getum mætt hvaða liði sem er þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki,“ sagði Lars. „Við erum ekki að fara á EM til að öðlast einhverja reynslu. Við förum til Frakklands til að vinna fótboltaleiki. Við erum ný þjóð þarna inni með enga reynslu af stórmótum en ég veit að þetta lið getur náð úrslitum. Okkar markmið verður að vinna leiki,“ sagði Lars.Held mig við staðreyndir Lars var spurður út í sigurhefðina, en Robert Lewandowski, stjörnuframherji pólska liðsins, hefur lagt áherslu á að Pólland vinni leikinn á morgun og haldi áfram á sigurbraut. „Það er auðvitað mikilvægt að halda í sigurhefðina,“ sagði Lars. „Mér finnst fótbolti samt snúast stundum of mikið um tilfinningar, von og trú.“ „Ég vil halda mig við staðreyndir. Okkar strákar hafa sýnt að þeir geta mætt hvaða liði sem er og það er mikilvægt fyrir þá að vita. Þetta eru staðreyndir sem við byggjum á,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira