Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 10:45 Lars Lagerbäck er með strákana okkar í Varsjá. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Varsjá í dag, en strákarnir okkar mæta Pólverjum í vináttulandsleik á morgun. Pólsku blaðamennina langaði að vita hvernig svona lítil þjóð eins og Ísland væri komin á EM. Spurning sem margir eru að spyrja sig í fótboltaheiminum. „Við erum með góða leikmenn,“ svaraði Lars. „Þetta er tiltölulega ungt lið en aðal ástæðan fyrir árangrinum er að við erum með góða leikmenn sem eru með góðan karakter. Það er auðvelt að vinna með þeim. Fyrir utan fyrirliðann. Hann er stundum til vandræða,“ sagði Lars og hló, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sat við hlið hans á fundinum.Ætlum að ná úrslitum í Frakklandi Svíinn segir Ísland ekki óttast neitt lið og ætlar sér að ná úrslitum á EM í Frakklandi þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki þegar dregið verður. „Ef þið horfið bara á úrslitin sem liðið hefur náð þá höfum við sýnt að við getum mætt hvaða liði sem er þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki,“ sagði Lars. „Við erum ekki að fara á EM til að öðlast einhverja reynslu. Við förum til Frakklands til að vinna fótboltaleiki. Við erum ný þjóð þarna inni með enga reynslu af stórmótum en ég veit að þetta lið getur náð úrslitum. Okkar markmið verður að vinna leiki,“ sagði Lars.Held mig við staðreyndir Lars var spurður út í sigurhefðina, en Robert Lewandowski, stjörnuframherji pólska liðsins, hefur lagt áherslu á að Pólland vinni leikinn á morgun og haldi áfram á sigurbraut. „Það er auðvitað mikilvægt að halda í sigurhefðina,“ sagði Lars. „Mér finnst fótbolti samt snúast stundum of mikið um tilfinningar, von og trú.“ „Ég vil halda mig við staðreyndir. Okkar strákar hafa sýnt að þeir geta mætt hvaða liði sem er og það er mikilvægt fyrir þá að vita. Þetta eru staðreyndir sem við byggjum á,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Varsjá í dag, en strákarnir okkar mæta Pólverjum í vináttulandsleik á morgun. Pólsku blaðamennina langaði að vita hvernig svona lítil þjóð eins og Ísland væri komin á EM. Spurning sem margir eru að spyrja sig í fótboltaheiminum. „Við erum með góða leikmenn,“ svaraði Lars. „Þetta er tiltölulega ungt lið en aðal ástæðan fyrir árangrinum er að við erum með góða leikmenn sem eru með góðan karakter. Það er auðvelt að vinna með þeim. Fyrir utan fyrirliðann. Hann er stundum til vandræða,“ sagði Lars og hló, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sat við hlið hans á fundinum.Ætlum að ná úrslitum í Frakklandi Svíinn segir Ísland ekki óttast neitt lið og ætlar sér að ná úrslitum á EM í Frakklandi þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki þegar dregið verður. „Ef þið horfið bara á úrslitin sem liðið hefur náð þá höfum við sýnt að við getum mætt hvaða liði sem er þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki,“ sagði Lars. „Við erum ekki að fara á EM til að öðlast einhverja reynslu. Við förum til Frakklands til að vinna fótboltaleiki. Við erum ný þjóð þarna inni með enga reynslu af stórmótum en ég veit að þetta lið getur náð úrslitum. Okkar markmið verður að vinna leiki,“ sagði Lars.Held mig við staðreyndir Lars var spurður út í sigurhefðina, en Robert Lewandowski, stjörnuframherji pólska liðsins, hefur lagt áherslu á að Pólland vinni leikinn á morgun og haldi áfram á sigurbraut. „Það er auðvitað mikilvægt að halda í sigurhefðina,“ sagði Lars. „Mér finnst fótbolti samt snúast stundum of mikið um tilfinningar, von og trú.“ „Ég vil halda mig við staðreyndir. Okkar strákar hafa sýnt að þeir geta mætt hvaða liði sem er og það er mikilvægt fyrir þá að vita. Þetta eru staðreyndir sem við byggjum á,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira