Lögreglumaður á Austurlandi dæmdur í tíu mánaða fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. nóvember 2015 12:00 Lögreglumaðurinn stundaði það að stilla hraðamælinn og telja fólki trú um að það hefði ekið of hratt og þyrfti að greiða sekt. Sektargreiðslurnar voru líka óeðlilega háar í sumum tilfellum. EINAR BRAGI/ANTON Stefán Pedro Cabrera, lögreglumaður á Austurlandi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, fjársvik og rangar sakargiftir í opinberu starfi. Hann dró sér tæplega eina milljón króna í starfi en um var að ræða sektargreiðslur sem erlendir ferðamenn greiddu vegna hraðaaksturs.Málið kom upp í ágúst 2014 og var tilkynnt til ríkissaksóknara. Embættið fól í kjölfarið lögreglunni á Eskifirði að fara með rannsókn málsins. Var hann ákærður í maí síðastliðnum. Stefán játaði sök í öllum ákæruliðum nema einum en var fundinn sekur í þeim öllum.Stöðvaði ferðamenn víða um AusturlandÁkæran gegn manninum var í 21 lið og áttu brotin sér stað sumrin 2013 og 2014. Var maðurinn meðal annars ákærður fyrir rangar sakargiftir með því að hafa í júní 2013 stöðvað ökumann sem hann sagði að hefði ekið á 105 kílómetra hraða á klukkustund. Hið rétta er að konan sem ók bílnum var á 75 kílómetra hraða en lögreglumaðurinn hafði læst hraðamælinum í 105 kílómetrum. Lét lögreglumaðurinn ökumanninn því næst greiða 25.000 krónur í sekt „með því að hagnýta sér ranga hugmynd hennar um að hún hafi framið refsivert brot,“ eins og segir í ákæru. Þetta var eini ákæruliðurinn þar sem Stefán neitaði sök en hann var engu að síður fundinn sekur. Önnur brot lögreglumannsins sneru að því að hann stöðvaði ökumenn víðs vegar um Austurland fyrir of hraðan akstur.Sektaði ferðamennina um mun hærri upphæð en lög leyfaLögreglumaðurinn stöðvaði þá fyrir of hraðan akstur, oft með hraðamælinn ranglega stilltan á kyrrstöðu en svo læsti hann inni ákveðna hraðatölu. Því næst stöðvaði hann ökumann fyrir of hraðan akstur og sektaði viðkomandi um mun hærri upphæð en lög leyfa. Þá stakk hann peningnum í eigin vasa. Háttsemi mannsins var til dæmis lýst svo í einum lið ákærunnar: „Með því að hafa þriðjudaginn 15. júlí, við hraðaeftirlit á þjóðvegi 1 við Flúðir, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., læst inn hraða bifreiðarinnar Y sem var 141 km/klst., stöðvað ökumann bifreiðarinnar fyrir of hraðan akstur og í kjölfarið, við Miðvang á Egilsstöðum, krafist og tekið við sektargreiðslu að fjárhæð kr. 108.000 úr hendi M, ökumanns bifreiðarinnar, og þannig hagnýtt sér ranga hugmynd hans um að sú sekt lægi við brotinu en rétt sekt nam kr. 67.500 að teknu tilliti til vikmarka og 25% afsláttar. Ákærði nýtti fjármunina heimildarlaust í eigin þágu í stað þess að standa skil á hluta þeirra til ríkissjóðs.“ Eins og áður segir nam fjárhæðin sem lögreglumaðurinn hafði upp úr krafsinu hátt í einni milljón króna. Brot hans varða við 148., 247. og 248. grein almennra hegningarlaga, en refsing vegna fjárdráttar getur numið allt að sex árum í fangelsi. Var niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra að dæma Stefán Pedro í 10 mánaða fangelsi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57 Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Stefán Pedro Cabrera, lögreglumaður á Austurlandi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, fjársvik og rangar sakargiftir í opinberu starfi. Hann dró sér tæplega eina milljón króna í starfi en um var að ræða sektargreiðslur sem erlendir ferðamenn greiddu vegna hraðaaksturs.Málið kom upp í ágúst 2014 og var tilkynnt til ríkissaksóknara. Embættið fól í kjölfarið lögreglunni á Eskifirði að fara með rannsókn málsins. Var hann ákærður í maí síðastliðnum. Stefán játaði sök í öllum ákæruliðum nema einum en var fundinn sekur í þeim öllum.Stöðvaði ferðamenn víða um AusturlandÁkæran gegn manninum var í 21 lið og áttu brotin sér stað sumrin 2013 og 2014. Var maðurinn meðal annars ákærður fyrir rangar sakargiftir með því að hafa í júní 2013 stöðvað ökumann sem hann sagði að hefði ekið á 105 kílómetra hraða á klukkustund. Hið rétta er að konan sem ók bílnum var á 75 kílómetra hraða en lögreglumaðurinn hafði læst hraðamælinum í 105 kílómetrum. Lét lögreglumaðurinn ökumanninn því næst greiða 25.000 krónur í sekt „með því að hagnýta sér ranga hugmynd hennar um að hún hafi framið refsivert brot,“ eins og segir í ákæru. Þetta var eini ákæruliðurinn þar sem Stefán neitaði sök en hann var engu að síður fundinn sekur. Önnur brot lögreglumannsins sneru að því að hann stöðvaði ökumenn víðs vegar um Austurland fyrir of hraðan akstur.Sektaði ferðamennina um mun hærri upphæð en lög leyfaLögreglumaðurinn stöðvaði þá fyrir of hraðan akstur, oft með hraðamælinn ranglega stilltan á kyrrstöðu en svo læsti hann inni ákveðna hraðatölu. Því næst stöðvaði hann ökumann fyrir of hraðan akstur og sektaði viðkomandi um mun hærri upphæð en lög leyfa. Þá stakk hann peningnum í eigin vasa. Háttsemi mannsins var til dæmis lýst svo í einum lið ákærunnar: „Með því að hafa þriðjudaginn 15. júlí, við hraðaeftirlit á þjóðvegi 1 við Flúðir, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., læst inn hraða bifreiðarinnar Y sem var 141 km/klst., stöðvað ökumann bifreiðarinnar fyrir of hraðan akstur og í kjölfarið, við Miðvang á Egilsstöðum, krafist og tekið við sektargreiðslu að fjárhæð kr. 108.000 úr hendi M, ökumanns bifreiðarinnar, og þannig hagnýtt sér ranga hugmynd hans um að sú sekt lægi við brotinu en rétt sekt nam kr. 67.500 að teknu tilliti til vikmarka og 25% afsláttar. Ákærði nýtti fjármunina heimildarlaust í eigin þágu í stað þess að standa skil á hluta þeirra til ríkissjóðs.“ Eins og áður segir nam fjárhæðin sem lögreglumaðurinn hafði upp úr krafsinu hátt í einni milljón króna. Brot hans varða við 148., 247. og 248. grein almennra hegningarlaga, en refsing vegna fjárdráttar getur numið allt að sex árum í fangelsi. Var niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra að dæma Stefán Pedro í 10 mánaða fangelsi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57 Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57
Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12