Ógnað og áreitt kynferðislega á Secret Solstice: „Er skrýtið að maður sé hræddur við ykkur?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2015 12:32 Bylgja Babýlons, leikkona og uppistandari. mynd/bylgja Bylgja Babýlons, leikkona og uppistandari, beindi orðum sínum til karlmanna og stráka í Facebook-færslu sem hún skrifaði í gærkvöldi. Þar greinir hún frá kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í gær á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. „Mig langar hrikalega að biðja þig um að ímynda þér að manneskja, höfðinu, jafnvel tveimur höfðum hærri en þú og með töluvert meiri líkamsmassa myndi vaða upp að þér, rífa í þig og draga þig ofan í andlitið á sér og arga „komdu bara með okkur“ á meðan 5 aðrar manneskjur af sömu risa stærð standa hjá og hlæja.“ Í færslunni segist Bylgja hafa hitt þennan strákahóp á leiðinni á klósettið en tilgreinir tvö önnur tilvik þar sem tveir aðrir karlmenn áreittu hana kynferðislega. Hún var samtals í tvær klukkustundir á hátíðinni.Ekki eðlilegt því náungarnir eru „bara fullir“ „Ég ákvað að setja þetta á Facebook vegna þess að það hefur verið mjög góð bylting í gangi í sambandi við kynferðisofbeldi. Ég spyr mig af hverju við eigum að vera að standa í henni en láta okkur síðan hafa það að vera áreittar kynferðislega eða líkamlega ógnað á almannafæri, þar sem það er „eðlilegt“ því náungarnir eru „bara fullir,““ segir Bylgja í samtali við Vísi. Í færslunni á Facebook segir Bylgja að hún sé stór stelpa og geti farið ein á klósettið; hún þurfi ekki alltaf að vera með „crewið“ sitt með sér: „En þá virðist það gerast að ég tilheyri ekki neinni hjörð lengur og verð bara svona ráfandi antílópa sem er auðvelt skotmark. Ekki misskilja mig, vegna þess að ég er stór stelpa munu engin ör sitja á sálu minni eftir þetta kvöld, en ég er þreytt, pirruð og reið. Ég veit að það eru ekki allir karlmenn slefandi hjarðdýr og viðbjóðir sem bera enga virðingu fyrir neinu sem er með píku og brjóst. En þetta eru vinir ykkar, kunningjar, synir og frændur. Er skrýtið að maður sé hræddur við ykkur? Er það tilgangurinn kannski?“„Okkur vantar karla til að kenna körlum að þetta sé fáránleg hegðun“ Bylgja segist beina orðum sínum til karlmanna til að uppræta við það sem hún kallar „samfélagsmein“ og vísar þá til þess að kynferðisleg áreitni á djamminu sé álitin „eðlileg.“ „Við þurfum heilsteyptu strákana sem gera þetta ekki með okkur í lið. Við getum hunsað þessa hegðun eða slegist við mennina sem gera okkur þetta. Það er bara spurning um „fight or flight“ en okkur vantar karla til að kenna körlum að þetta sé fáránleg hegðun. Okkur vantar gaurinn sem segir við vin sinn „Ertu þroskaheftur? Hættu þessu!“ í mómentinu þegar þetta á sér stað,“ segir Bylgja. Hún endar svo færslu sína á þessum orðum: „Góðar stundir og fokkið ykkur þið þarna ógeð sem vitið hver þið eruð.“Þessi status er ætlaður köllum, mönnum og strákum. Hæ. Mig langar hrikalega að biðja þig um að ímynda þér að...Posted by Bylgja Babýlons on Friday, 19 June 2015 Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Borgarstjórn bregst við Beauty Tips-byltingunni Lætur svonefnda ofbeldisvarnarnefnd vinna að tillögum um betra forvarnarstarf vegna kynferðisofbeldis. 16. júní 2015 23:31 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Sagnfræðingur safnar þöggunarsögum "Þetta er komið of langt til að gleymast,“ segir Sigríður H. Jörundsdóttir sem safnar reynslusögum kvenna sprottnum af Beauty tips. 12. júní 2015 11:00 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Bylgja Babýlons, leikkona og uppistandari, beindi orðum sínum til karlmanna og stráka í Facebook-færslu sem hún skrifaði í gærkvöldi. Þar greinir hún frá kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í gær á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. „Mig langar hrikalega að biðja þig um að ímynda þér að manneskja, höfðinu, jafnvel tveimur höfðum hærri en þú og með töluvert meiri líkamsmassa myndi vaða upp að þér, rífa í þig og draga þig ofan í andlitið á sér og arga „komdu bara með okkur“ á meðan 5 aðrar manneskjur af sömu risa stærð standa hjá og hlæja.“ Í færslunni segist Bylgja hafa hitt þennan strákahóp á leiðinni á klósettið en tilgreinir tvö önnur tilvik þar sem tveir aðrir karlmenn áreittu hana kynferðislega. Hún var samtals í tvær klukkustundir á hátíðinni.Ekki eðlilegt því náungarnir eru „bara fullir“ „Ég ákvað að setja þetta á Facebook vegna þess að það hefur verið mjög góð bylting í gangi í sambandi við kynferðisofbeldi. Ég spyr mig af hverju við eigum að vera að standa í henni en láta okkur síðan hafa það að vera áreittar kynferðislega eða líkamlega ógnað á almannafæri, þar sem það er „eðlilegt“ því náungarnir eru „bara fullir,““ segir Bylgja í samtali við Vísi. Í færslunni á Facebook segir Bylgja að hún sé stór stelpa og geti farið ein á klósettið; hún þurfi ekki alltaf að vera með „crewið“ sitt með sér: „En þá virðist það gerast að ég tilheyri ekki neinni hjörð lengur og verð bara svona ráfandi antílópa sem er auðvelt skotmark. Ekki misskilja mig, vegna þess að ég er stór stelpa munu engin ör sitja á sálu minni eftir þetta kvöld, en ég er þreytt, pirruð og reið. Ég veit að það eru ekki allir karlmenn slefandi hjarðdýr og viðbjóðir sem bera enga virðingu fyrir neinu sem er með píku og brjóst. En þetta eru vinir ykkar, kunningjar, synir og frændur. Er skrýtið að maður sé hræddur við ykkur? Er það tilgangurinn kannski?“„Okkur vantar karla til að kenna körlum að þetta sé fáránleg hegðun“ Bylgja segist beina orðum sínum til karlmanna til að uppræta við það sem hún kallar „samfélagsmein“ og vísar þá til þess að kynferðisleg áreitni á djamminu sé álitin „eðlileg.“ „Við þurfum heilsteyptu strákana sem gera þetta ekki með okkur í lið. Við getum hunsað þessa hegðun eða slegist við mennina sem gera okkur þetta. Það er bara spurning um „fight or flight“ en okkur vantar karla til að kenna körlum að þetta sé fáránleg hegðun. Okkur vantar gaurinn sem segir við vin sinn „Ertu þroskaheftur? Hættu þessu!“ í mómentinu þegar þetta á sér stað,“ segir Bylgja. Hún endar svo færslu sína á þessum orðum: „Góðar stundir og fokkið ykkur þið þarna ógeð sem vitið hver þið eruð.“Þessi status er ætlaður köllum, mönnum og strákum. Hæ. Mig langar hrikalega að biðja þig um að ímynda þér að...Posted by Bylgja Babýlons on Friday, 19 June 2015
Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Borgarstjórn bregst við Beauty Tips-byltingunni Lætur svonefnda ofbeldisvarnarnefnd vinna að tillögum um betra forvarnarstarf vegna kynferðisofbeldis. 16. júní 2015 23:31 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Sagnfræðingur safnar þöggunarsögum "Þetta er komið of langt til að gleymast,“ segir Sigríður H. Jörundsdóttir sem safnar reynslusögum kvenna sprottnum af Beauty tips. 12. júní 2015 11:00 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Borgarstjórn bregst við Beauty Tips-byltingunni Lætur svonefnda ofbeldisvarnarnefnd vinna að tillögum um betra forvarnarstarf vegna kynferðisofbeldis. 16. júní 2015 23:31
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06
Sagnfræðingur safnar þöggunarsögum "Þetta er komið of langt til að gleymast,“ segir Sigríður H. Jörundsdóttir sem safnar reynslusögum kvenna sprottnum af Beauty tips. 12. júní 2015 11:00
Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42