Sextán ára Fylkismaður á vit ævintýranna í Hollandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2015 18:24 Mynd/Heimasíða Groningen Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við FC Groningen í Hollandi en hann skrifaði undir samning þess efnis í dag. Kolbeinn er aðeins sextán ára gamall og er fyrsti erlendi leikmaðurinn undir átján ára aldri sem FC Groningen fær til sín. Hann er einnig yngsti knattspyrnumaðurinn sem hefur fengið samning hjá félaginu. „Mér leist strax vel á þetta frá fyrsta degi,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag en hann segir að aðdragandinn hafi verið langur en aðilar byrjuðu fyrst að ræða saman fyrir ári síðan.Sjá einnig: Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen „Mér líður mjög vel. Ég ætla að vera duglegur að æfa og standa mig vel hér úti. Það hafa allir tekið mér mjög vel,“ segir Kolbeinn sem mun fyrst um sinn æfa með U-17 liði Groningen en gæti fljótt skipt upp í U-19 liðið ef allt gengur að óskum. Kolbeinn, sem er fæddur árið 1999, spilaði með meistaraflokki Fylkis í sumar og kom við sögu í alls ellefu leikjum í deild og bikar. Hann segir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því.Kolbeinn skrifar undir samninginn í dag.Mynd/Heimasíða GroningenPabbinn var valinn bestur „Þetta var breyting fyrir mig en mér fannst að ég hafi komist fljótt inn í það. Þetta var ekki of stórt skref fyrir mig,“ segir Kolbeinn sem var orðinn fastamaður í liði Fylkis á síðari hluta tímabilsins í sumar.Sjá einnig: Kolbeinn bætti metið um tíu daga Faðir hans er Finnur Kolbeinsson, einn leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, og besti leikmaður Íslandsmótsins 2002. Finnur segir að hann og móðir Kolbeins munu skiptast á að vera með syninum ytra fyrstu átján mánuðina að minnsta kosti. „Við teljum það nauðsynlegt,“ sagði Finnur sem var vitanlega stoltur af sínum manni. „Þetta er stórt skref fyrir hann enda að fara í nýtt umhverfi og þarf að læra nýtt tungumál. Það er mjög mikilvægt að hann fái stuðning fjölskyldunnar.“Finnur með foreldrum sínum.Mynd/Heimasíða GroningenRétt að taka skrefið núna Finnur segir að fjölskyldan hafi skoðað þetta mál út frá öllum hliðum áður en ákvörðun var tekin um hvort að Kolbeinn færi út svo ungur. „Þessu veltum við fyrir okkur fram og til baka - hvort hann ætti að spila áfram með meistaraflokki heima eða fara út. En ef menn bera þann draum í brjósti að verða atvinnumaður þarf að taka þetta skref einhvern tímann. Við teljum að það sé rétt að gera það nú.“ Finnur hefur eins og sonur sinn góða tilfinningu fyrir Groningen. „Okkur finnst að félagið hafi fylgt því mjög vel eftir að fá hann hingað út. Það er heimilislegt hjá félaginu og gott fólk sem þar starfar.“ Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við FC Groningen í Hollandi en hann skrifaði undir samning þess efnis í dag. Kolbeinn er aðeins sextán ára gamall og er fyrsti erlendi leikmaðurinn undir átján ára aldri sem FC Groningen fær til sín. Hann er einnig yngsti knattspyrnumaðurinn sem hefur fengið samning hjá félaginu. „Mér leist strax vel á þetta frá fyrsta degi,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag en hann segir að aðdragandinn hafi verið langur en aðilar byrjuðu fyrst að ræða saman fyrir ári síðan.Sjá einnig: Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen „Mér líður mjög vel. Ég ætla að vera duglegur að æfa og standa mig vel hér úti. Það hafa allir tekið mér mjög vel,“ segir Kolbeinn sem mun fyrst um sinn æfa með U-17 liði Groningen en gæti fljótt skipt upp í U-19 liðið ef allt gengur að óskum. Kolbeinn, sem er fæddur árið 1999, spilaði með meistaraflokki Fylkis í sumar og kom við sögu í alls ellefu leikjum í deild og bikar. Hann segir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því.Kolbeinn skrifar undir samninginn í dag.Mynd/Heimasíða GroningenPabbinn var valinn bestur „Þetta var breyting fyrir mig en mér fannst að ég hafi komist fljótt inn í það. Þetta var ekki of stórt skref fyrir mig,“ segir Kolbeinn sem var orðinn fastamaður í liði Fylkis á síðari hluta tímabilsins í sumar.Sjá einnig: Kolbeinn bætti metið um tíu daga Faðir hans er Finnur Kolbeinsson, einn leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, og besti leikmaður Íslandsmótsins 2002. Finnur segir að hann og móðir Kolbeins munu skiptast á að vera með syninum ytra fyrstu átján mánuðina að minnsta kosti. „Við teljum það nauðsynlegt,“ sagði Finnur sem var vitanlega stoltur af sínum manni. „Þetta er stórt skref fyrir hann enda að fara í nýtt umhverfi og þarf að læra nýtt tungumál. Það er mjög mikilvægt að hann fái stuðning fjölskyldunnar.“Finnur með foreldrum sínum.Mynd/Heimasíða GroningenRétt að taka skrefið núna Finnur segir að fjölskyldan hafi skoðað þetta mál út frá öllum hliðum áður en ákvörðun var tekin um hvort að Kolbeinn færi út svo ungur. „Þessu veltum við fyrir okkur fram og til baka - hvort hann ætti að spila áfram með meistaraflokki heima eða fara út. En ef menn bera þann draum í brjósti að verða atvinnumaður þarf að taka þetta skref einhvern tímann. Við teljum að það sé rétt að gera það nú.“ Finnur hefur eins og sonur sinn góða tilfinningu fyrir Groningen. „Okkur finnst að félagið hafi fylgt því mjög vel eftir að fá hann hingað út. Það er heimilislegt hjá félaginu og gott fólk sem þar starfar.“
Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira