Sextán ára Fylkismaður á vit ævintýranna í Hollandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2015 18:24 Mynd/Heimasíða Groningen Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við FC Groningen í Hollandi en hann skrifaði undir samning þess efnis í dag. Kolbeinn er aðeins sextán ára gamall og er fyrsti erlendi leikmaðurinn undir átján ára aldri sem FC Groningen fær til sín. Hann er einnig yngsti knattspyrnumaðurinn sem hefur fengið samning hjá félaginu. „Mér leist strax vel á þetta frá fyrsta degi,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag en hann segir að aðdragandinn hafi verið langur en aðilar byrjuðu fyrst að ræða saman fyrir ári síðan.Sjá einnig: Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen „Mér líður mjög vel. Ég ætla að vera duglegur að æfa og standa mig vel hér úti. Það hafa allir tekið mér mjög vel,“ segir Kolbeinn sem mun fyrst um sinn æfa með U-17 liði Groningen en gæti fljótt skipt upp í U-19 liðið ef allt gengur að óskum. Kolbeinn, sem er fæddur árið 1999, spilaði með meistaraflokki Fylkis í sumar og kom við sögu í alls ellefu leikjum í deild og bikar. Hann segir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því.Kolbeinn skrifar undir samninginn í dag.Mynd/Heimasíða GroningenPabbinn var valinn bestur „Þetta var breyting fyrir mig en mér fannst að ég hafi komist fljótt inn í það. Þetta var ekki of stórt skref fyrir mig,“ segir Kolbeinn sem var orðinn fastamaður í liði Fylkis á síðari hluta tímabilsins í sumar.Sjá einnig: Kolbeinn bætti metið um tíu daga Faðir hans er Finnur Kolbeinsson, einn leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, og besti leikmaður Íslandsmótsins 2002. Finnur segir að hann og móðir Kolbeins munu skiptast á að vera með syninum ytra fyrstu átján mánuðina að minnsta kosti. „Við teljum það nauðsynlegt,“ sagði Finnur sem var vitanlega stoltur af sínum manni. „Þetta er stórt skref fyrir hann enda að fara í nýtt umhverfi og þarf að læra nýtt tungumál. Það er mjög mikilvægt að hann fái stuðning fjölskyldunnar.“Finnur með foreldrum sínum.Mynd/Heimasíða GroningenRétt að taka skrefið núna Finnur segir að fjölskyldan hafi skoðað þetta mál út frá öllum hliðum áður en ákvörðun var tekin um hvort að Kolbeinn færi út svo ungur. „Þessu veltum við fyrir okkur fram og til baka - hvort hann ætti að spila áfram með meistaraflokki heima eða fara út. En ef menn bera þann draum í brjósti að verða atvinnumaður þarf að taka þetta skref einhvern tímann. Við teljum að það sé rétt að gera það nú.“ Finnur hefur eins og sonur sinn góða tilfinningu fyrir Groningen. „Okkur finnst að félagið hafi fylgt því mjög vel eftir að fá hann hingað út. Það er heimilislegt hjá félaginu og gott fólk sem þar starfar.“ Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við FC Groningen í Hollandi en hann skrifaði undir samning þess efnis í dag. Kolbeinn er aðeins sextán ára gamall og er fyrsti erlendi leikmaðurinn undir átján ára aldri sem FC Groningen fær til sín. Hann er einnig yngsti knattspyrnumaðurinn sem hefur fengið samning hjá félaginu. „Mér leist strax vel á þetta frá fyrsta degi,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag en hann segir að aðdragandinn hafi verið langur en aðilar byrjuðu fyrst að ræða saman fyrir ári síðan.Sjá einnig: Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen „Mér líður mjög vel. Ég ætla að vera duglegur að æfa og standa mig vel hér úti. Það hafa allir tekið mér mjög vel,“ segir Kolbeinn sem mun fyrst um sinn æfa með U-17 liði Groningen en gæti fljótt skipt upp í U-19 liðið ef allt gengur að óskum. Kolbeinn, sem er fæddur árið 1999, spilaði með meistaraflokki Fylkis í sumar og kom við sögu í alls ellefu leikjum í deild og bikar. Hann segir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því.Kolbeinn skrifar undir samninginn í dag.Mynd/Heimasíða GroningenPabbinn var valinn bestur „Þetta var breyting fyrir mig en mér fannst að ég hafi komist fljótt inn í það. Þetta var ekki of stórt skref fyrir mig,“ segir Kolbeinn sem var orðinn fastamaður í liði Fylkis á síðari hluta tímabilsins í sumar.Sjá einnig: Kolbeinn bætti metið um tíu daga Faðir hans er Finnur Kolbeinsson, einn leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, og besti leikmaður Íslandsmótsins 2002. Finnur segir að hann og móðir Kolbeins munu skiptast á að vera með syninum ytra fyrstu átján mánuðina að minnsta kosti. „Við teljum það nauðsynlegt,“ sagði Finnur sem var vitanlega stoltur af sínum manni. „Þetta er stórt skref fyrir hann enda að fara í nýtt umhverfi og þarf að læra nýtt tungumál. Það er mjög mikilvægt að hann fái stuðning fjölskyldunnar.“Finnur með foreldrum sínum.Mynd/Heimasíða GroningenRétt að taka skrefið núna Finnur segir að fjölskyldan hafi skoðað þetta mál út frá öllum hliðum áður en ákvörðun var tekin um hvort að Kolbeinn færi út svo ungur. „Þessu veltum við fyrir okkur fram og til baka - hvort hann ætti að spila áfram með meistaraflokki heima eða fara út. En ef menn bera þann draum í brjósti að verða atvinnumaður þarf að taka þetta skref einhvern tímann. Við teljum að það sé rétt að gera það nú.“ Finnur hefur eins og sonur sinn góða tilfinningu fyrir Groningen. „Okkur finnst að félagið hafi fylgt því mjög vel eftir að fá hann hingað út. Það er heimilislegt hjá félaginu og gott fólk sem þar starfar.“
Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira