Íslenski boltinn

Kolbeinn bætti metið um tíu daga | Yngsti leikmaður Fylkis frá upphafi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Birgir Finnsson
Kolbeinn Birgir Finnsson Mynd/Heimasíða Fylkis
Kolbeinn Birgir Finnsson setti nýtt met í gær þegar hann kom inná sem varamaður á 84. mínútu í 1-1 jafntefli Fylkis á móti Fjölni í Grafarvogi. Þetta kemur fram á heimasíðu Fylkismanna.Kolbeinn Birgir Finnsson varð um leið yngsti leikmaður Fylkis frá upphafi í efstu deild en hann var aðeins 15 ára og 259 daga gamall í gær. Kolbeinn var fljótur að láta til sín taka á vellinum og fiskaði aukaspyrnuna sem jöfnunarmark Fylkismanna kom upp úr.Gamla metið hjá Fylkisliðinu átti Ragnar Bragi Sveinsson sem var 15 ára og 269 daga gamall þegar hann kom inná gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli 12. september 2010. Kolbeinn Birgir bætti því metið um tíu daga.Kolbeinn varð yngsti leikmaður meistaraflokks frá upphafi til að spila mótsleik þegar hann kom inná í Lengjubikarnum gegn Þrótti árið 2014 þá 14 ára og 229 daga gamall.Kolbeinn Birgir á ekki langt að sækja hæfileika sína því faðir hans er Finnur Kolbeinsson,  fimmti leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild og leikmaður ársins í úrvalsdeild karla sumarið 2002.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.