Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2015 18:50 Forsætisráðherra segir að það væri mikil synd að nýta ekki það tækifæri sem nú væri til að auka kaupmátt á Íslandi. Ekki þýði að ýta vanda kjaraviðræðna til ríkisvaldsins, heldur þurfi að skapa traust á vinnumarkaðnum áður en ríkisvaldið komi með sitt innlegg í kjaramálin eins og þau séu tilbúin til að gera. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með þróun kjaraviðræðna og fundi reglulega með aðilum vinnumarkaðarins. En eins og staðan er nú stefnir allt í verkföll tugþúsunda manna í maímánuði. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það má samt ekki gleyma því að þessi staða er komin upp vegna þess að menn skynja að það er eitthvað til skiptanna. Og hún virðist fyrst og fremst byggja á ótta ólíkra hópa við að að verða skildir eftir. Verða útundan. Þar af leiðandi er mikilvægt að það skapist traust milli hópa.Traust um það að þessum ávinningi sem sannarlega er loksins að verða til í samfélaginu, verði skipt á jafnan og jafnframt hvetjandi hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það hafi gerst of oft að þegar búið væri að semja fyrir stærstu hópana á vinnumarkaðnum kæmu minni hópar með sterka samningsstöðu og semdu um meira. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir þetta án samstöðu milli þessara ólíku hópa. „Það væri mikil synd að nýta ekki það einstaka tækifæri sem er núna til að halda áfram að auka kaupmátt á Íslandi. Við höfum ekki áður séð svona tækifæri til að hafa viðvarandi kaupmáttaraukningu ár eftir ár. Ef við ætlum að kasta því tækifæri á glæ og láta verðbólgubálið aftur fara af stað, bitnar það á öllum en það bitnar sérstaklega á fólki með lægri og millitekjur,“ segir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum en þau jafnframt verið sökuð um að spilla fyrir með ýmsum ákvörðunum sínum. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa komið þeim skilaboðum skýrt áleiðis að hún sé tilbúin til að koma að því að auka kaupmátt fólksins í landinu. En fyrst þurfi aðilar vinnumarkaðarins að ná niðurstöðu sín í milli. „Því þetta eru jú þeir sem eru að deila. Allt of oft freistast menn til þess bæði hjá launþegum og atvinnurekendum að reyna að frýja sig ábyrgð og varpa henni yfir á ríkið í þeirra eigin deilu. Það mun ekki leysa deiluna nú. Þeir þurfa í sameiningu að skapa traust á milli sinna hópa. Þegar það er komið er ríkið tilbúið til að leggja sitt af mörkum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Forsætisráðherra segir að það væri mikil synd að nýta ekki það tækifæri sem nú væri til að auka kaupmátt á Íslandi. Ekki þýði að ýta vanda kjaraviðræðna til ríkisvaldsins, heldur þurfi að skapa traust á vinnumarkaðnum áður en ríkisvaldið komi með sitt innlegg í kjaramálin eins og þau séu tilbúin til að gera. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með þróun kjaraviðræðna og fundi reglulega með aðilum vinnumarkaðarins. En eins og staðan er nú stefnir allt í verkföll tugþúsunda manna í maímánuði. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það má samt ekki gleyma því að þessi staða er komin upp vegna þess að menn skynja að það er eitthvað til skiptanna. Og hún virðist fyrst og fremst byggja á ótta ólíkra hópa við að að verða skildir eftir. Verða útundan. Þar af leiðandi er mikilvægt að það skapist traust milli hópa.Traust um það að þessum ávinningi sem sannarlega er loksins að verða til í samfélaginu, verði skipt á jafnan og jafnframt hvetjandi hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það hafi gerst of oft að þegar búið væri að semja fyrir stærstu hópana á vinnumarkaðnum kæmu minni hópar með sterka samningsstöðu og semdu um meira. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir þetta án samstöðu milli þessara ólíku hópa. „Það væri mikil synd að nýta ekki það einstaka tækifæri sem er núna til að halda áfram að auka kaupmátt á Íslandi. Við höfum ekki áður séð svona tækifæri til að hafa viðvarandi kaupmáttaraukningu ár eftir ár. Ef við ætlum að kasta því tækifæri á glæ og láta verðbólgubálið aftur fara af stað, bitnar það á öllum en það bitnar sérstaklega á fólki með lægri og millitekjur,“ segir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum en þau jafnframt verið sökuð um að spilla fyrir með ýmsum ákvörðunum sínum. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa komið þeim skilaboðum skýrt áleiðis að hún sé tilbúin til að koma að því að auka kaupmátt fólksins í landinu. En fyrst þurfi aðilar vinnumarkaðarins að ná niðurstöðu sín í milli. „Því þetta eru jú þeir sem eru að deila. Allt of oft freistast menn til þess bæði hjá launþegum og atvinnurekendum að reyna að frýja sig ábyrgð og varpa henni yfir á ríkið í þeirra eigin deilu. Það mun ekki leysa deiluna nú. Þeir þurfa í sameiningu að skapa traust á milli sinna hópa. Þegar það er komið er ríkið tilbúið til að leggja sitt af mörkum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira