„Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2015 11:12 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar ekki vera almenna aðgerð. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en skýrslu fjármálaráðherra um málið var dreift á þingi í gær. Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, þingmenn Framsóknarflokksins, fóru fögrum orðum um leiðréttinguna og sagði Þorsteinn skýrsluna sýna hversu gríðarlega vel heppnuð aðgerðin er. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að 1250 hafi fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir að það eru 55.800 heimili sem skipta með sér um 88 og hálfum milljarði króna,“ sagði Þorsteinn og bætti við að stærsti leiðréttingarinnar kæmi í hlut þeirra sem væru með meðaltekjur eða minni tekjur. Ekki voru allir þingmenn jafnjákvæðir í garð skuldaleiðréttingarinnar og fóru Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, upp í pontu til að ræða um skýrsluna.Sagði leiðréttingu færslu fjármuna á milli kynslóða Steingrímur sagði það birtast í skýrslunni að leiðréttingin fæli í sér verulega færslu fjármuna milli kynslóða. „Að uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru 50 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. [...] Tuttugu milljarðar fara til þeirra tekjuhæstu, þeirra tveggja tekjutíundina sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann það „bíta höfuðið af skömminni“ að 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 hafi fengið einn og hálfan milljarð út úr leiðréttingunni. Auðlegðarskattur, sem nú hefur verið lagður af, greiddu hjón sem áttu meira en 100 milljónir í hreina eign og einstaklingar sem áttu meira en 75 milljónir.Ekki hægt að halda því fram að aðgerðin væri almenn Bjarkey tók undir orð Steingríms og sagði ekki hægt að halda því fram að um almenna aðgerð væri að ræða. Nefndi hún í því samhengi yngra fólk og fólk á landsbyggðinni sem fékk lítinn hluta af leiðréttingunni. Sagði hún það eiga sér skýringar í því að yngra fólk hefði ekki haft efni á því að kaupa sér íbúð og að landsbyggðin hefði ekki tekið þátt í „sukkinu“ fyrir hrun. „Að veita um 80 milljörðum [...] á meðan þeir eru settir hér út til fólks sem þarf ekki á því að halda. Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði. Það er að minnsta kosti mitt mat.“ Alþingi Tengdar fréttir Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en skýrslu fjármálaráðherra um málið var dreift á þingi í gær. Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, þingmenn Framsóknarflokksins, fóru fögrum orðum um leiðréttinguna og sagði Þorsteinn skýrsluna sýna hversu gríðarlega vel heppnuð aðgerðin er. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að 1250 hafi fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir að það eru 55.800 heimili sem skipta með sér um 88 og hálfum milljarði króna,“ sagði Þorsteinn og bætti við að stærsti leiðréttingarinnar kæmi í hlut þeirra sem væru með meðaltekjur eða minni tekjur. Ekki voru allir þingmenn jafnjákvæðir í garð skuldaleiðréttingarinnar og fóru Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, upp í pontu til að ræða um skýrsluna.Sagði leiðréttingu færslu fjármuna á milli kynslóða Steingrímur sagði það birtast í skýrslunni að leiðréttingin fæli í sér verulega færslu fjármuna milli kynslóða. „Að uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru 50 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. [...] Tuttugu milljarðar fara til þeirra tekjuhæstu, þeirra tveggja tekjutíundina sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann það „bíta höfuðið af skömminni“ að 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 hafi fengið einn og hálfan milljarð út úr leiðréttingunni. Auðlegðarskattur, sem nú hefur verið lagður af, greiddu hjón sem áttu meira en 100 milljónir í hreina eign og einstaklingar sem áttu meira en 75 milljónir.Ekki hægt að halda því fram að aðgerðin væri almenn Bjarkey tók undir orð Steingríms og sagði ekki hægt að halda því fram að um almenna aðgerð væri að ræða. Nefndi hún í því samhengi yngra fólk og fólk á landsbyggðinni sem fékk lítinn hluta af leiðréttingunni. Sagði hún það eiga sér skýringar í því að yngra fólk hefði ekki haft efni á því að kaupa sér íbúð og að landsbyggðin hefði ekki tekið þátt í „sukkinu“ fyrir hrun. „Að veita um 80 milljörðum [...] á meðan þeir eru settir hér út til fólks sem þarf ekki á því að halda. Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði. Það er að minnsta kosti mitt mat.“
Alþingi Tengdar fréttir Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14