Sjúklingar fastir á geðdeild því þeir fá ekki húsnæði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2015 06:00 14 sjúklingar eru á réttar- og öryggisgeðdeild Landspítalans. Helmingur hefur lokið meðferð en hefur engan samastað. Fréttablaðið/anton Af fjórtán sjúklingum á réttar- og öryggisgeðdeildum Landspítala hefur helmingur náð nægilega góðri heilsu til að útskrifast af spítalanum en ónæg búsetuúrræði koma í veg fyrir það. „Þessir sjúklingar þurfa að vera hjá okkur því annars fara þeir á götuna. Við getum ekki leyft það af siðferðislegum ástæðum. Varðandi sjúklinga á réttargeðdeild höfum við ekki heldur leyfi til þess því við vinnum eftir dómi,“ segir Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu spítalans. Sumir hafa beðið í að minnsta kosti ár eftir viðeigandi búsetuúrræði en húsnæðið þarf að bjóða upp á aðhald, ramma og eftirlit. „Það er ekki í boði að þessir einstaklingar fari inn á aðstandendur. Þetta er fólk með langa sögu veikinda og getur valdið skaða eða gert eitthvað af sér ef það veikist aftur. Það þarf að vera undir eftirliti og það er á ábyrgð samfélagsins að sjá til þess,“ segir Sævar.Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu LandspítalansÁ öryggisgeðdeild eru sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði lagðir inn og eru rúm fyrir átta sjúklinga. Í dag eru þó níu manns á deildinni. „Við sinnum ekki lengur meðferð á þessum sjúklingum og þannig eru deildirnar notaðar sem geymslur. Um leið getum við ekki tekið á móti sjúklingum sem við ættum að vera að sinna. Þeir eru fastir á Hringbraut,“ segir Guðmundur. Alls bíða 30 til 40 geðfatlaðir eftir búsetuúrræði í Reykjavík og þar af tveir af þessum tveimur deildum. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir átak hafa verið gert með samstarfi velferðarsviðs og geðsviðs spítalans. Um áramót voru sextán sjúklingar sem höfðu lokið meðferð settir á lista og hafa fimmtán af þeim fengið búsetuúrræði. Þar af fjórir af öryggis- og réttargeðdeild. „Síðan hafa tveir sjúklingar af þessum deildum bæst við á listann á síðustu mánuðum. Þeir bíða nú eftir úrræði hjá okkur eða öðru úrræði sem ríkið þyrfti að sjá um þar sem venjuleg úrræði á vegum sveitarfélaga duga ekki í sumum tilfellum,“ segir Stefán. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Af fjórtán sjúklingum á réttar- og öryggisgeðdeildum Landspítala hefur helmingur náð nægilega góðri heilsu til að útskrifast af spítalanum en ónæg búsetuúrræði koma í veg fyrir það. „Þessir sjúklingar þurfa að vera hjá okkur því annars fara þeir á götuna. Við getum ekki leyft það af siðferðislegum ástæðum. Varðandi sjúklinga á réttargeðdeild höfum við ekki heldur leyfi til þess því við vinnum eftir dómi,“ segir Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu spítalans. Sumir hafa beðið í að minnsta kosti ár eftir viðeigandi búsetuúrræði en húsnæðið þarf að bjóða upp á aðhald, ramma og eftirlit. „Það er ekki í boði að þessir einstaklingar fari inn á aðstandendur. Þetta er fólk með langa sögu veikinda og getur valdið skaða eða gert eitthvað af sér ef það veikist aftur. Það þarf að vera undir eftirliti og það er á ábyrgð samfélagsins að sjá til þess,“ segir Sævar.Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu LandspítalansÁ öryggisgeðdeild eru sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði lagðir inn og eru rúm fyrir átta sjúklinga. Í dag eru þó níu manns á deildinni. „Við sinnum ekki lengur meðferð á þessum sjúklingum og þannig eru deildirnar notaðar sem geymslur. Um leið getum við ekki tekið á móti sjúklingum sem við ættum að vera að sinna. Þeir eru fastir á Hringbraut,“ segir Guðmundur. Alls bíða 30 til 40 geðfatlaðir eftir búsetuúrræði í Reykjavík og þar af tveir af þessum tveimur deildum. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir átak hafa verið gert með samstarfi velferðarsviðs og geðsviðs spítalans. Um áramót voru sextán sjúklingar sem höfðu lokið meðferð settir á lista og hafa fimmtán af þeim fengið búsetuúrræði. Þar af fjórir af öryggis- og réttargeðdeild. „Síðan hafa tveir sjúklingar af þessum deildum bæst við á listann á síðustu mánuðum. Þeir bíða nú eftir úrræði hjá okkur eða öðru úrræði sem ríkið þyrfti að sjá um þar sem venjuleg úrræði á vegum sveitarfélaga duga ekki í sumum tilfellum,“ segir Stefán.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira