Matreiðslumaður hjólaði í vinnuna: Þreyttur á umræðu að ekki sé hægt að hjóla á Íslandi allan ársins hring Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 16:31 Fleiri en Elvar Örn hjóluðu til vinnu í morgun. Vísir/Pjetur „ Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári,“ segir matreiðslumaðurinn Elvar Örn Reynisson. Elvar Örn hjólaði til vinnu í dag eins og alla aðra daga þrátt fyrir spá um vonskuveður þar sem foreldrum var meðal annars í sjálfsvald sett hvort börn þeirra ættu að fara í skóla. Fjölmargir skildu héldu ekki til vinnu heldur unnu að heiman í dag, notuðu almenningssamgöngur í stað einkabílsins eða fengu far með samstarfsfélaga á vel búnum bíl. En svo eru hjólreiðagarpar eins og Elvar Örn sem var langt í frá eini kappinn sem fór til vinnu á hjóli í morgun. Þessi barðist í gegnum snjóinn í dag.vísir/ernir „Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum,“ segir Elvar Örn. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort,“ segir kappinn sem tók rækilega til í eigin málum fyrir fjórum árum síðar. Hafði hann þó hjólað lengi þegar þar var komið við sögu.Ferðalag Elvars Arnar til vinnu í morgun má sjá hér að neðan.Var 146 kíló fyrir fjórum árumÁ bloggi hans, Ísmaðurinn.net, upplýsir hann að árið 2011 hafi hann ákveðið að tímabært væri að breyta um lífsstíl og ná aftur kjörþyngd. Hann var þá 146 kíló en er greinilega öllu léttari í dag enda orðinn mikill hjólreiðagarpur. Á hann meðal annars að baki sigur í keppninni Gullhringurinn, einni stærstu hjólreiðakeppni landsins.Ferðalagið í morgun gekk án vandræða og Elvar Örn segist ekki hafa verið mikið lengur á leiðinni en vanalega.„Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.“Ekki fór þó vel hjá öllum sem hjóluðu til vinnu í morgun eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.Ekki náðist í Elvar Örn við vinnslu fréttarinnar. Veður Tengdar fréttir Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12 María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Sjá meira
„ Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári,“ segir matreiðslumaðurinn Elvar Örn Reynisson. Elvar Örn hjólaði til vinnu í dag eins og alla aðra daga þrátt fyrir spá um vonskuveður þar sem foreldrum var meðal annars í sjálfsvald sett hvort börn þeirra ættu að fara í skóla. Fjölmargir skildu héldu ekki til vinnu heldur unnu að heiman í dag, notuðu almenningssamgöngur í stað einkabílsins eða fengu far með samstarfsfélaga á vel búnum bíl. En svo eru hjólreiðagarpar eins og Elvar Örn sem var langt í frá eini kappinn sem fór til vinnu á hjóli í morgun. Þessi barðist í gegnum snjóinn í dag.vísir/ernir „Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum,“ segir Elvar Örn. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort,“ segir kappinn sem tók rækilega til í eigin málum fyrir fjórum árum síðar. Hafði hann þó hjólað lengi þegar þar var komið við sögu.Ferðalag Elvars Arnar til vinnu í morgun má sjá hér að neðan.Var 146 kíló fyrir fjórum árumÁ bloggi hans, Ísmaðurinn.net, upplýsir hann að árið 2011 hafi hann ákveðið að tímabært væri að breyta um lífsstíl og ná aftur kjörþyngd. Hann var þá 146 kíló en er greinilega öllu léttari í dag enda orðinn mikill hjólreiðagarpur. Á hann meðal annars að baki sigur í keppninni Gullhringurinn, einni stærstu hjólreiðakeppni landsins.Ferðalagið í morgun gekk án vandræða og Elvar Örn segist ekki hafa verið mikið lengur á leiðinni en vanalega.„Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.“Ekki fór þó vel hjá öllum sem hjóluðu til vinnu í morgun eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.Ekki náðist í Elvar Örn við vinnslu fréttarinnar.
Veður Tengdar fréttir Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12 María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Sjá meira
Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12
María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53