Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna 20. september 2007 13:12 Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. MYND Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. Elvar Örn Reynisson hjólar flesta daga vikunnar ofan úr Spöng til vinnu nálægt Nauthólsvík. Hann hefur í tvígang í þessari viku lent í því að dekk springi hjá honum vegna glerbrota. ,,Það eru núna glerpollar á átta mismunandi stöðum á þessari leið, flestir Grafarvogsmegin. Sömu glerbrotin leynast á stígunum í marga daga eða vikur" Elvar segir að bæði hann og félagi hans sem hjólar svipaða leið til vinnu hafi ítrekað hringt í Reykjavíkurborg með ábendingar og kvartanir en þeim sé ekki sinnt. Þeir hafi því nokkrum sinnum brugðið á það ráð að leggja af stað í vinnu 10-20 mínútum fyrr en venjulega, og sópað upp glerhrúgurnar á leiðinni. ,,Það er bara upp tvennt að velja, þrífa þetta upp sjálfur, eða að sprengja dekk". Það er svo ekki ókeypis, en Elvar segir að dekk kosti á bilinu 2-10 þúsund krónur, og flestir þeirra sem notið hjólið sem samgöngutæki séu á dýrari dekkjum. ,,Það sem er mest pirrandi við þetta ástand er það að nú er „samgönguvika" og hefði maður haldið og vonað að þá væri allt gert til að hafa svona hluti í lagi." segir Elvar. Elvar segist þó ekkert vera á þeim buxunum að hætta að hjóla í vinnuna. Hjólreiðarnar séu skemmtileg og góð líkamsrækt, auk þess sem hann sé fljótari á leiðinni á hjólinu. Guðni Hannesson eftirlitssverkstjóri yfir gatna- og gangstéttasópun hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að allir stígarnir séu sópaðir tvisvar á sumri og svo eftir þörfum. Þeir séu þó hundruðir kílómetra að lengd, og því ekki hægt að sópa þá daglega. Því sé farið eftir ábendingum vegfarenda. Til dæmis hafi honum borist kvörtun um þessa leið fyrir þremur dögum, og hún hafi verið sópuð samdægurs. Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfissviðs segir að þegar að umhverfis- og samgöngumál verði sameinuð undir einn hatt í Umhverfis- og samgöngusviði verði horft á samgöngur út frá umhverfisþáttum. Þannig verði verði göngu- og hjólreiðastígar ekki í öðru sæti á eftir götum, heldur jafn réttháir öðrum samgöngukostum. Samhliða því verði farið yfir það hvort þurfi að auka viðhald á vegunum, eða til dæmis snjómokstur. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. Elvar Örn Reynisson hjólar flesta daga vikunnar ofan úr Spöng til vinnu nálægt Nauthólsvík. Hann hefur í tvígang í þessari viku lent í því að dekk springi hjá honum vegna glerbrota. ,,Það eru núna glerpollar á átta mismunandi stöðum á þessari leið, flestir Grafarvogsmegin. Sömu glerbrotin leynast á stígunum í marga daga eða vikur" Elvar segir að bæði hann og félagi hans sem hjólar svipaða leið til vinnu hafi ítrekað hringt í Reykjavíkurborg með ábendingar og kvartanir en þeim sé ekki sinnt. Þeir hafi því nokkrum sinnum brugðið á það ráð að leggja af stað í vinnu 10-20 mínútum fyrr en venjulega, og sópað upp glerhrúgurnar á leiðinni. ,,Það er bara upp tvennt að velja, þrífa þetta upp sjálfur, eða að sprengja dekk". Það er svo ekki ókeypis, en Elvar segir að dekk kosti á bilinu 2-10 þúsund krónur, og flestir þeirra sem notið hjólið sem samgöngutæki séu á dýrari dekkjum. ,,Það sem er mest pirrandi við þetta ástand er það að nú er „samgönguvika" og hefði maður haldið og vonað að þá væri allt gert til að hafa svona hluti í lagi." segir Elvar. Elvar segist þó ekkert vera á þeim buxunum að hætta að hjóla í vinnuna. Hjólreiðarnar séu skemmtileg og góð líkamsrækt, auk þess sem hann sé fljótari á leiðinni á hjólinu. Guðni Hannesson eftirlitssverkstjóri yfir gatna- og gangstéttasópun hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að allir stígarnir séu sópaðir tvisvar á sumri og svo eftir þörfum. Þeir séu þó hundruðir kílómetra að lengd, og því ekki hægt að sópa þá daglega. Því sé farið eftir ábendingum vegfarenda. Til dæmis hafi honum borist kvörtun um þessa leið fyrir þremur dögum, og hún hafi verið sópuð samdægurs. Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfissviðs segir að þegar að umhverfis- og samgöngumál verði sameinuð undir einn hatt í Umhverfis- og samgöngusviði verði horft á samgöngur út frá umhverfisþáttum. Þannig verði verði göngu- og hjólreiðastígar ekki í öðru sæti á eftir götum, heldur jafn réttháir öðrum samgöngukostum. Samhliða því verði farið yfir það hvort þurfi að auka viðhald á vegunum, eða til dæmis snjómokstur.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira