Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna 20. september 2007 13:12 Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. MYND Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. Elvar Örn Reynisson hjólar flesta daga vikunnar ofan úr Spöng til vinnu nálægt Nauthólsvík. Hann hefur í tvígang í þessari viku lent í því að dekk springi hjá honum vegna glerbrota. ,,Það eru núna glerpollar á átta mismunandi stöðum á þessari leið, flestir Grafarvogsmegin. Sömu glerbrotin leynast á stígunum í marga daga eða vikur" Elvar segir að bæði hann og félagi hans sem hjólar svipaða leið til vinnu hafi ítrekað hringt í Reykjavíkurborg með ábendingar og kvartanir en þeim sé ekki sinnt. Þeir hafi því nokkrum sinnum brugðið á það ráð að leggja af stað í vinnu 10-20 mínútum fyrr en venjulega, og sópað upp glerhrúgurnar á leiðinni. ,,Það er bara upp tvennt að velja, þrífa þetta upp sjálfur, eða að sprengja dekk". Það er svo ekki ókeypis, en Elvar segir að dekk kosti á bilinu 2-10 þúsund krónur, og flestir þeirra sem notið hjólið sem samgöngutæki séu á dýrari dekkjum. ,,Það sem er mest pirrandi við þetta ástand er það að nú er „samgönguvika" og hefði maður haldið og vonað að þá væri allt gert til að hafa svona hluti í lagi." segir Elvar. Elvar segist þó ekkert vera á þeim buxunum að hætta að hjóla í vinnuna. Hjólreiðarnar séu skemmtileg og góð líkamsrækt, auk þess sem hann sé fljótari á leiðinni á hjólinu. Guðni Hannesson eftirlitssverkstjóri yfir gatna- og gangstéttasópun hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að allir stígarnir séu sópaðir tvisvar á sumri og svo eftir þörfum. Þeir séu þó hundruðir kílómetra að lengd, og því ekki hægt að sópa þá daglega. Því sé farið eftir ábendingum vegfarenda. Til dæmis hafi honum borist kvörtun um þessa leið fyrir þremur dögum, og hún hafi verið sópuð samdægurs. Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfissviðs segir að þegar að umhverfis- og samgöngumál verði sameinuð undir einn hatt í Umhverfis- og samgöngusviði verði horft á samgöngur út frá umhverfisþáttum. Þannig verði verði göngu- og hjólreiðastígar ekki í öðru sæti á eftir götum, heldur jafn réttháir öðrum samgöngukostum. Samhliða því verði farið yfir það hvort þurfi að auka viðhald á vegunum, eða til dæmis snjómokstur. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. Elvar Örn Reynisson hjólar flesta daga vikunnar ofan úr Spöng til vinnu nálægt Nauthólsvík. Hann hefur í tvígang í þessari viku lent í því að dekk springi hjá honum vegna glerbrota. ,,Það eru núna glerpollar á átta mismunandi stöðum á þessari leið, flestir Grafarvogsmegin. Sömu glerbrotin leynast á stígunum í marga daga eða vikur" Elvar segir að bæði hann og félagi hans sem hjólar svipaða leið til vinnu hafi ítrekað hringt í Reykjavíkurborg með ábendingar og kvartanir en þeim sé ekki sinnt. Þeir hafi því nokkrum sinnum brugðið á það ráð að leggja af stað í vinnu 10-20 mínútum fyrr en venjulega, og sópað upp glerhrúgurnar á leiðinni. ,,Það er bara upp tvennt að velja, þrífa þetta upp sjálfur, eða að sprengja dekk". Það er svo ekki ókeypis, en Elvar segir að dekk kosti á bilinu 2-10 þúsund krónur, og flestir þeirra sem notið hjólið sem samgöngutæki séu á dýrari dekkjum. ,,Það sem er mest pirrandi við þetta ástand er það að nú er „samgönguvika" og hefði maður haldið og vonað að þá væri allt gert til að hafa svona hluti í lagi." segir Elvar. Elvar segist þó ekkert vera á þeim buxunum að hætta að hjóla í vinnuna. Hjólreiðarnar séu skemmtileg og góð líkamsrækt, auk þess sem hann sé fljótari á leiðinni á hjólinu. Guðni Hannesson eftirlitssverkstjóri yfir gatna- og gangstéttasópun hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að allir stígarnir séu sópaðir tvisvar á sumri og svo eftir þörfum. Þeir séu þó hundruðir kílómetra að lengd, og því ekki hægt að sópa þá daglega. Því sé farið eftir ábendingum vegfarenda. Til dæmis hafi honum borist kvörtun um þessa leið fyrir þremur dögum, og hún hafi verið sópuð samdægurs. Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfissviðs segir að þegar að umhverfis- og samgöngumál verði sameinuð undir einn hatt í Umhverfis- og samgöngusviði verði horft á samgöngur út frá umhverfisþáttum. Þannig verði verði göngu- og hjólreiðastígar ekki í öðru sæti á eftir götum, heldur jafn réttháir öðrum samgöngukostum. Samhliða því verði farið yfir það hvort þurfi að auka viðhald á vegunum, eða til dæmis snjómokstur.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira