Sport

María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ísmaðurinn Elvar Örn Reynisson kemur í mark
Ísmaðurinn Elvar Örn Reynisson kemur í mark Mynd/Aðsend
Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær. Um 700 keppendur tóku þátt í ár en þetta er langmesti fjöldi sem tekið hefur þátt í keppninni.

Hjólað var frá Laugarvatni að Gullfossi og Geysi, beygt inná Biskupstungnabraut og hún hjóluð alla leið að Þingvalla afleggjaranum í Grímsnesi. Þaðan var hjólað að og yfir Lyngdalsheiði og inn á Laugarvatn aftur, samtals um 106 kílómetrar.

„Keppendur nutu sannarlega stórbrotinnar náttúru uppsveitanna og veðurblíðunnar og komu allir heilir í mark þrátt fyrir nokkrar minniháttar skrámur,“ eins og segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Fjölmennasta hópstart í hjólreiðakeppni sem fram hefur farið á Íslandi.mynd/aðsend
Þau María Ögn Guðmundsdóttir HFR / Trek Örninn og Elvar Örn Reynisson HFR / Trek Örninn voru sigurvegarar dagsins. María Ögn Íslandsmeistari og hjólreiðakona ársins 2014 er ósigruð í Kia Gullhringnum en hún hefur unnið öll fjögur árin sem hún hefur verið haldin.

María sló eigið brautarmet frá árinu 2013 en þá hjólaði hún Gullhringinn á 2:59:27 en nýtt brautarmet hennar í ár er 2:59:08. Elvar Örn Reynisson kom fyrstur í mark í karlaflokki á glæsilegum tíma 2:50:44 sem er um mínútu frá fyrra brautarmeti. Þetta er fyrsti sigur Elvars í A flokki keppninar.

Þegar mest var voru tæplega þrjú þúsund gestir á svæðinu en mikið var um dýrðir á Laugarvatni í gær og boðið upp á sveitamarkað, leiksvæði fyrir börnin, strandblakvöll og vatnabolta. 

Keppendur hjóla upp Þingvallaleiðmynd/aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×