Vonandi ekki svanasöngur Swansea-liðins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2015 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Svekkjandi tap á móti Liverpool um helgina þýðir að uppskeran úr síðustu fjórum leikjum hjá Swansea City er aðeins eitt stig. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru því á leiðinni í harða fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni ef svo heldur fram sem horfir. Svanirnir frá Wales unnu 2-1 sigur á Manchester United í lok ágúst og voru þá með átta stig í fjórða sæti deildarinnar. Síðan þá hefur liðið aðeins unnið einu sinni í síðustu tíu deildarleikjum sínum og er það aðeins fjórum stigum frá fallsæti.Gylfi raðaði inn stoðsendingum Staðan var allt önnur fyrir ári þegar Swansea sat í sjöunda sæti deildarinnar og Gylfi Þór Sigurðsson var í toppbaráttu við Chelsea-manninn Cesc Fabregas á stoðsendingalistanum. Það eru bara tvö lið sem hafa „hrunið“ meira í töflunni frá því á sama tíma í fyrra, Englandsmeistarar Chelsea og Newcastle United. Swansea og Southampton eru bæði sjö sætum neðar en þeir voru 1. desember í fyrra.Grafík: Fréttablaðið/Garðar. Myndir: Vísir/GettyMunur á gengi liðsins kristallast í tölfræði Gylfa sem var búinn að leggja upp átta mörk á þessum tíma í fyrra en hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í fyrstu þrettán leikjum liðsins í ár. Eina stoðsending Gylfa kom á móti Manchester United í síðasta leik fyrir sögulegt landsleikjahlé þar sem hann hjálpaði íslenska karlalandsliðinu að komast inn á sitt fyrsta stórmót. Gylfi kom að marki á 110 mínútna fresti á fyrstu sextán vikum tímabilsins í fyrra en hefur aðeins komið að marki á 350 mínútna fresti á þessari leiktíð.Vísir/GettyJafnmörg spjöld og mörk Það að Gylfi sé með jafnmörg gul spjöld (3) og sköpuð mörk (3) á þessu tímabili er tölfræði sem knattspyrnuáhugafólk á Íslandi hefur ekki séð mikið af á síðustu árum. Auðvitað hefur þetta mikil áhrif á markaskor Swansea-liðsins enda kom Gylfi að 10 af fyrstu 17 mörkum Swansea á síðasta tímabili eða 59 prósent markanna. Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea, hrósaði sínum mönnum eftir Liverpool-leikinn og talaði um ósanngjörn úrslit eftir leikinn. Það má deila um hversu vel liðið spilaði en niðurstaðan var á svipuðum nótum og í leikjunum á undan.Sjá einnig: Swansea tók útskýringar Gylfa gildar Gylfi, sem byrjaði á bekknum í leiknum á undan, kláraði nú allar 90 mínúturnar en tókst ekki frekar en félögum hans að búa til mark. Gylfi hefur nú ekki lagt upp mark í tíu leikjum í röð og mörkin tvö sem hann hefur skorað á þeim tíma hafa komið úr vítaspyrnu og beint úr aukaspyrnu.Vísir/GettySkoraði í eina sigurleiknum Markið sem hann skoraði á móti Aston Villa var glæsilegt og kom í eina sigurleik liðsins í september, október og nóvembermánuði. Það reynir heldur betur á Gylfa Þór og félaga í næstu tveimur leikjum sem eru á móti tveimur efstu liðum deildarinnar, Leicester City og Manchester City. Næsti leikur á móti liði sem er núna neðar í töflunni er ekki fyrr en á nýju ári (Sunderland, 12. janúar). Monk hefur ekki áhyggjur af fallbaráttu en óbreytt ástand þýðir bara vandræði og mögulegan svanasöng í deildinni. Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Svekkjandi tap á móti Liverpool um helgina þýðir að uppskeran úr síðustu fjórum leikjum hjá Swansea City er aðeins eitt stig. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru því á leiðinni í harða fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni ef svo heldur fram sem horfir. Svanirnir frá Wales unnu 2-1 sigur á Manchester United í lok ágúst og voru þá með átta stig í fjórða sæti deildarinnar. Síðan þá hefur liðið aðeins unnið einu sinni í síðustu tíu deildarleikjum sínum og er það aðeins fjórum stigum frá fallsæti.Gylfi raðaði inn stoðsendingum Staðan var allt önnur fyrir ári þegar Swansea sat í sjöunda sæti deildarinnar og Gylfi Þór Sigurðsson var í toppbaráttu við Chelsea-manninn Cesc Fabregas á stoðsendingalistanum. Það eru bara tvö lið sem hafa „hrunið“ meira í töflunni frá því á sama tíma í fyrra, Englandsmeistarar Chelsea og Newcastle United. Swansea og Southampton eru bæði sjö sætum neðar en þeir voru 1. desember í fyrra.Grafík: Fréttablaðið/Garðar. Myndir: Vísir/GettyMunur á gengi liðsins kristallast í tölfræði Gylfa sem var búinn að leggja upp átta mörk á þessum tíma í fyrra en hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í fyrstu þrettán leikjum liðsins í ár. Eina stoðsending Gylfa kom á móti Manchester United í síðasta leik fyrir sögulegt landsleikjahlé þar sem hann hjálpaði íslenska karlalandsliðinu að komast inn á sitt fyrsta stórmót. Gylfi kom að marki á 110 mínútna fresti á fyrstu sextán vikum tímabilsins í fyrra en hefur aðeins komið að marki á 350 mínútna fresti á þessari leiktíð.Vísir/GettyJafnmörg spjöld og mörk Það að Gylfi sé með jafnmörg gul spjöld (3) og sköpuð mörk (3) á þessu tímabili er tölfræði sem knattspyrnuáhugafólk á Íslandi hefur ekki séð mikið af á síðustu árum. Auðvitað hefur þetta mikil áhrif á markaskor Swansea-liðsins enda kom Gylfi að 10 af fyrstu 17 mörkum Swansea á síðasta tímabili eða 59 prósent markanna. Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea, hrósaði sínum mönnum eftir Liverpool-leikinn og talaði um ósanngjörn úrslit eftir leikinn. Það má deila um hversu vel liðið spilaði en niðurstaðan var á svipuðum nótum og í leikjunum á undan.Sjá einnig: Swansea tók útskýringar Gylfa gildar Gylfi, sem byrjaði á bekknum í leiknum á undan, kláraði nú allar 90 mínúturnar en tókst ekki frekar en félögum hans að búa til mark. Gylfi hefur nú ekki lagt upp mark í tíu leikjum í röð og mörkin tvö sem hann hefur skorað á þeim tíma hafa komið úr vítaspyrnu og beint úr aukaspyrnu.Vísir/GettySkoraði í eina sigurleiknum Markið sem hann skoraði á móti Aston Villa var glæsilegt og kom í eina sigurleik liðsins í september, október og nóvembermánuði. Það reynir heldur betur á Gylfa Þór og félaga í næstu tveimur leikjum sem eru á móti tveimur efstu liðum deildarinnar, Leicester City og Manchester City. Næsti leikur á móti liði sem er núna neðar í töflunni er ekki fyrr en á nýju ári (Sunderland, 12. janúar). Monk hefur ekki áhyggjur af fallbaráttu en óbreytt ástand þýðir bara vandræði og mögulegan svanasöng í deildinni.
Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira