Danir kjósa um ESB: Stefnir í að Danir hafni breytingum um aukna þátttöku Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2015 15:00 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að samband Dana og Evrópusambandsins hafi alla tíð verið snúið. Vísir/EPA/Hörður Sveinsson Danir munu ganga að kjörborðinu á morgun þegar kosið verður um samband landsins við Evrópusambandið. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir Danir kjósa um það hvort þeir eigi að hafa möguleika á því að velja sjálfir að vera hluti af ýmsu í yfirþjóðlegu samstarfi Evrópusambandsins. „Þetta er flókið og tæknilegt mál og snýr að innanríkismálum svo sem lögreglusamstarfi, landamærasamstarfi og fleiru en einkum virkni Evrópulöggjafarinnar í Danmörku.“ Hann segir nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Nei-hliðin muni hafa betur, eftir að Já-hliðin hafi mælst stærri framan af í kosningabaráttunni. „Ég hugsa að þessi harða umræða sem hafi verið í flóttamannamálum og í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París hafi flutt marga yfir á Nei-hliðina. Þjóðaratkvæðagreiðslur snúast sjaldnast aðeins um hið tæknilega úrlausnarefni.“ Snýst um þátttöku í EuropolEiríkur segir málið eiga sér sögulegar rætur og hafi komið til þegar Maastricht-samningurinn var gerður sem bjó til þetta yfirþjóðlega samband ESB sem við þekkjum í dag. Danir kusu þá gegn samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. „Þá var samið við Dani um fjórar undanþágur – meðal annars frá evrunni og hluta af Schengen-samstarfinu – og ein af þessum undanþágum er frá hinni yfirþjóðlegu réttarvirkni, því að Evrópulög séu beint bindandi fyrir Danmörku.“ Hann segir að efnislega snúist atkvæðagreiðslan að mestu um þátttökuna í Europol. „Danir vilja taka þátt í Europol og fleiru sem þeir geta ekki gert almennilega við núverandi aðstæður. Þeir eru farnir að finna fyrir því að þeir séu í raun aukaaðilar að ESB. Þeir eru ekki að hugsa um að fara alla leið inn heldur snýst þetta um tæknilega breytingu á undanþágunni.“Þverpólitísk samstaða um þjóðaratkvæðagreiðslunaRíkisstjórn Danmerkur boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar á sínum tíma eftir að þverpólitísk sátt náðist á þinginu. „Meginstraumsflokkarnir á danska þinginu hafa talað fyrir Já-hliðinni í kosningabaráttunni á meðan Danski þjóðarflokkurinn og sumir minni flokkar tala gegn breytingunni,“ segir Eiríkur. Hann segir að árið 1992 hafi þessar undanþágur ekki gert Danmörku svo ýkja erfitt fyrir í samstarfinu. „Þá voru færri lagareglur teknar með yfirþjóðlegri ákvörðun og fleiri sem voru á milliríkjagrunni, líkt og við þekkjum í Sameinuðu þjóðunum, NATO, EFTA og fleiri stofnunum. Tólf ríki voru í bandalaginu og því var einfalt að eiga við þetta. Síðan hefur stöðugt gliðnað í sundur milli Danmörku og annarra aðildarríkja ESB, þar sem sífellt fleiri mál á könnu sambandsins eru orðin yfirþjóðleg.“Ísland tengdara sambandinu en DanmörkEiríkur bendir á að helsti sérfræðingur Dana í þessum málum, Rebecca Adler-Nissen við Kaupmannahafnarháskóla, hafi reiknað út að út frá ákveðnu sjónarhorni sé Ísland tengdara Evrópusambandinu en Danmörk í gegnum EES. „Það sem menn eru að kjósa um núna er að breyta þessum undanþágum í það sem kallað er „valrétt“, sem er þá þannig að danska þjóðþingið getur valið í hverju máli fyrir sig að undirgangast einhverja þætti samstarfsins þótt þeir séu yfirþjóðlegir. Danir eru með aðra útfærslu nú sem lýsir sér í að í staðinn fyrir valrétt þá eru þeir með viðbótar milliríkjasamninga sem þeir hafa gert um ýmsa þætti. Þeir eru hins vegar erfiðir viðfangs og sambandið hefur lítinn áhuga á að viðhalda þeim.“Snúið samband Danmerkur og ESBEiríkur segir að samband Dana og Evrópusambandsins hafi alla tíð verið snúið. „Danir fóru inn í sambandið 1973 þar sem þeir vildu halda áfram að selja Bretum beikon sem þá voru á leiðinni inn. Þeir fóru því aldrei inn á grunni mikillar Evrópuhugsjónar. Þeir hafa allar götur síðan verið það land í Evrópu sem hefur verið órólegast inni í ESB og verið með flestar undanþágur frá sambandinu.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Danir munu ganga að kjörborðinu á morgun þegar kosið verður um samband landsins við Evrópusambandið. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir Danir kjósa um það hvort þeir eigi að hafa möguleika á því að velja sjálfir að vera hluti af ýmsu í yfirþjóðlegu samstarfi Evrópusambandsins. „Þetta er flókið og tæknilegt mál og snýr að innanríkismálum svo sem lögreglusamstarfi, landamærasamstarfi og fleiru en einkum virkni Evrópulöggjafarinnar í Danmörku.“ Hann segir nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Nei-hliðin muni hafa betur, eftir að Já-hliðin hafi mælst stærri framan af í kosningabaráttunni. „Ég hugsa að þessi harða umræða sem hafi verið í flóttamannamálum og í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París hafi flutt marga yfir á Nei-hliðina. Þjóðaratkvæðagreiðslur snúast sjaldnast aðeins um hið tæknilega úrlausnarefni.“ Snýst um þátttöku í EuropolEiríkur segir málið eiga sér sögulegar rætur og hafi komið til þegar Maastricht-samningurinn var gerður sem bjó til þetta yfirþjóðlega samband ESB sem við þekkjum í dag. Danir kusu þá gegn samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. „Þá var samið við Dani um fjórar undanþágur – meðal annars frá evrunni og hluta af Schengen-samstarfinu – og ein af þessum undanþágum er frá hinni yfirþjóðlegu réttarvirkni, því að Evrópulög séu beint bindandi fyrir Danmörku.“ Hann segir að efnislega snúist atkvæðagreiðslan að mestu um þátttökuna í Europol. „Danir vilja taka þátt í Europol og fleiru sem þeir geta ekki gert almennilega við núverandi aðstæður. Þeir eru farnir að finna fyrir því að þeir séu í raun aukaaðilar að ESB. Þeir eru ekki að hugsa um að fara alla leið inn heldur snýst þetta um tæknilega breytingu á undanþágunni.“Þverpólitísk samstaða um þjóðaratkvæðagreiðslunaRíkisstjórn Danmerkur boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar á sínum tíma eftir að þverpólitísk sátt náðist á þinginu. „Meginstraumsflokkarnir á danska þinginu hafa talað fyrir Já-hliðinni í kosningabaráttunni á meðan Danski þjóðarflokkurinn og sumir minni flokkar tala gegn breytingunni,“ segir Eiríkur. Hann segir að árið 1992 hafi þessar undanþágur ekki gert Danmörku svo ýkja erfitt fyrir í samstarfinu. „Þá voru færri lagareglur teknar með yfirþjóðlegri ákvörðun og fleiri sem voru á milliríkjagrunni, líkt og við þekkjum í Sameinuðu þjóðunum, NATO, EFTA og fleiri stofnunum. Tólf ríki voru í bandalaginu og því var einfalt að eiga við þetta. Síðan hefur stöðugt gliðnað í sundur milli Danmörku og annarra aðildarríkja ESB, þar sem sífellt fleiri mál á könnu sambandsins eru orðin yfirþjóðleg.“Ísland tengdara sambandinu en DanmörkEiríkur bendir á að helsti sérfræðingur Dana í þessum málum, Rebecca Adler-Nissen við Kaupmannahafnarháskóla, hafi reiknað út að út frá ákveðnu sjónarhorni sé Ísland tengdara Evrópusambandinu en Danmörk í gegnum EES. „Það sem menn eru að kjósa um núna er að breyta þessum undanþágum í það sem kallað er „valrétt“, sem er þá þannig að danska þjóðþingið getur valið í hverju máli fyrir sig að undirgangast einhverja þætti samstarfsins þótt þeir séu yfirþjóðlegir. Danir eru með aðra útfærslu nú sem lýsir sér í að í staðinn fyrir valrétt þá eru þeir með viðbótar milliríkjasamninga sem þeir hafa gert um ýmsa þætti. Þeir eru hins vegar erfiðir viðfangs og sambandið hefur lítinn áhuga á að viðhalda þeim.“Snúið samband Danmerkur og ESBEiríkur segir að samband Dana og Evrópusambandsins hafi alla tíð verið snúið. „Danir fóru inn í sambandið 1973 þar sem þeir vildu halda áfram að selja Bretum beikon sem þá voru á leiðinni inn. Þeir fóru því aldrei inn á grunni mikillar Evrópuhugsjónar. Þeir hafa allar götur síðan verið það land í Evrópu sem hefur verið órólegast inni í ESB og verið með flestar undanþágur frá sambandinu.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“