Danir kjósa um ESB: Stefnir í að Danir hafni breytingum um aukna þátttöku Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2015 15:00 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að samband Dana og Evrópusambandsins hafi alla tíð verið snúið. Vísir/EPA/Hörður Sveinsson Danir munu ganga að kjörborðinu á morgun þegar kosið verður um samband landsins við Evrópusambandið. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir Danir kjósa um það hvort þeir eigi að hafa möguleika á því að velja sjálfir að vera hluti af ýmsu í yfirþjóðlegu samstarfi Evrópusambandsins. „Þetta er flókið og tæknilegt mál og snýr að innanríkismálum svo sem lögreglusamstarfi, landamærasamstarfi og fleiru en einkum virkni Evrópulöggjafarinnar í Danmörku.“ Hann segir nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Nei-hliðin muni hafa betur, eftir að Já-hliðin hafi mælst stærri framan af í kosningabaráttunni. „Ég hugsa að þessi harða umræða sem hafi verið í flóttamannamálum og í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París hafi flutt marga yfir á Nei-hliðina. Þjóðaratkvæðagreiðslur snúast sjaldnast aðeins um hið tæknilega úrlausnarefni.“ Snýst um þátttöku í EuropolEiríkur segir málið eiga sér sögulegar rætur og hafi komið til þegar Maastricht-samningurinn var gerður sem bjó til þetta yfirþjóðlega samband ESB sem við þekkjum í dag. Danir kusu þá gegn samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. „Þá var samið við Dani um fjórar undanþágur – meðal annars frá evrunni og hluta af Schengen-samstarfinu – og ein af þessum undanþágum er frá hinni yfirþjóðlegu réttarvirkni, því að Evrópulög séu beint bindandi fyrir Danmörku.“ Hann segir að efnislega snúist atkvæðagreiðslan að mestu um þátttökuna í Europol. „Danir vilja taka þátt í Europol og fleiru sem þeir geta ekki gert almennilega við núverandi aðstæður. Þeir eru farnir að finna fyrir því að þeir séu í raun aukaaðilar að ESB. Þeir eru ekki að hugsa um að fara alla leið inn heldur snýst þetta um tæknilega breytingu á undanþágunni.“Þverpólitísk samstaða um þjóðaratkvæðagreiðslunaRíkisstjórn Danmerkur boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar á sínum tíma eftir að þverpólitísk sátt náðist á þinginu. „Meginstraumsflokkarnir á danska þinginu hafa talað fyrir Já-hliðinni í kosningabaráttunni á meðan Danski þjóðarflokkurinn og sumir minni flokkar tala gegn breytingunni,“ segir Eiríkur. Hann segir að árið 1992 hafi þessar undanþágur ekki gert Danmörku svo ýkja erfitt fyrir í samstarfinu. „Þá voru færri lagareglur teknar með yfirþjóðlegri ákvörðun og fleiri sem voru á milliríkjagrunni, líkt og við þekkjum í Sameinuðu þjóðunum, NATO, EFTA og fleiri stofnunum. Tólf ríki voru í bandalaginu og því var einfalt að eiga við þetta. Síðan hefur stöðugt gliðnað í sundur milli Danmörku og annarra aðildarríkja ESB, þar sem sífellt fleiri mál á könnu sambandsins eru orðin yfirþjóðleg.“Ísland tengdara sambandinu en DanmörkEiríkur bendir á að helsti sérfræðingur Dana í þessum málum, Rebecca Adler-Nissen við Kaupmannahafnarháskóla, hafi reiknað út að út frá ákveðnu sjónarhorni sé Ísland tengdara Evrópusambandinu en Danmörk í gegnum EES. „Það sem menn eru að kjósa um núna er að breyta þessum undanþágum í það sem kallað er „valrétt“, sem er þá þannig að danska þjóðþingið getur valið í hverju máli fyrir sig að undirgangast einhverja þætti samstarfsins þótt þeir séu yfirþjóðlegir. Danir eru með aðra útfærslu nú sem lýsir sér í að í staðinn fyrir valrétt þá eru þeir með viðbótar milliríkjasamninga sem þeir hafa gert um ýmsa þætti. Þeir eru hins vegar erfiðir viðfangs og sambandið hefur lítinn áhuga á að viðhalda þeim.“Snúið samband Danmerkur og ESBEiríkur segir að samband Dana og Evrópusambandsins hafi alla tíð verið snúið. „Danir fóru inn í sambandið 1973 þar sem þeir vildu halda áfram að selja Bretum beikon sem þá voru á leiðinni inn. Þeir fóru því aldrei inn á grunni mikillar Evrópuhugsjónar. Þeir hafa allar götur síðan verið það land í Evrópu sem hefur verið órólegast inni í ESB og verið með flestar undanþágur frá sambandinu.“ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Danir munu ganga að kjörborðinu á morgun þegar kosið verður um samband landsins við Evrópusambandið. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir Danir kjósa um það hvort þeir eigi að hafa möguleika á því að velja sjálfir að vera hluti af ýmsu í yfirþjóðlegu samstarfi Evrópusambandsins. „Þetta er flókið og tæknilegt mál og snýr að innanríkismálum svo sem lögreglusamstarfi, landamærasamstarfi og fleiru en einkum virkni Evrópulöggjafarinnar í Danmörku.“ Hann segir nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Nei-hliðin muni hafa betur, eftir að Já-hliðin hafi mælst stærri framan af í kosningabaráttunni. „Ég hugsa að þessi harða umræða sem hafi verið í flóttamannamálum og í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París hafi flutt marga yfir á Nei-hliðina. Þjóðaratkvæðagreiðslur snúast sjaldnast aðeins um hið tæknilega úrlausnarefni.“ Snýst um þátttöku í EuropolEiríkur segir málið eiga sér sögulegar rætur og hafi komið til þegar Maastricht-samningurinn var gerður sem bjó til þetta yfirþjóðlega samband ESB sem við þekkjum í dag. Danir kusu þá gegn samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. „Þá var samið við Dani um fjórar undanþágur – meðal annars frá evrunni og hluta af Schengen-samstarfinu – og ein af þessum undanþágum er frá hinni yfirþjóðlegu réttarvirkni, því að Evrópulög séu beint bindandi fyrir Danmörku.“ Hann segir að efnislega snúist atkvæðagreiðslan að mestu um þátttökuna í Europol. „Danir vilja taka þátt í Europol og fleiru sem þeir geta ekki gert almennilega við núverandi aðstæður. Þeir eru farnir að finna fyrir því að þeir séu í raun aukaaðilar að ESB. Þeir eru ekki að hugsa um að fara alla leið inn heldur snýst þetta um tæknilega breytingu á undanþágunni.“Þverpólitísk samstaða um þjóðaratkvæðagreiðslunaRíkisstjórn Danmerkur boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar á sínum tíma eftir að þverpólitísk sátt náðist á þinginu. „Meginstraumsflokkarnir á danska þinginu hafa talað fyrir Já-hliðinni í kosningabaráttunni á meðan Danski þjóðarflokkurinn og sumir minni flokkar tala gegn breytingunni,“ segir Eiríkur. Hann segir að árið 1992 hafi þessar undanþágur ekki gert Danmörku svo ýkja erfitt fyrir í samstarfinu. „Þá voru færri lagareglur teknar með yfirþjóðlegri ákvörðun og fleiri sem voru á milliríkjagrunni, líkt og við þekkjum í Sameinuðu þjóðunum, NATO, EFTA og fleiri stofnunum. Tólf ríki voru í bandalaginu og því var einfalt að eiga við þetta. Síðan hefur stöðugt gliðnað í sundur milli Danmörku og annarra aðildarríkja ESB, þar sem sífellt fleiri mál á könnu sambandsins eru orðin yfirþjóðleg.“Ísland tengdara sambandinu en DanmörkEiríkur bendir á að helsti sérfræðingur Dana í þessum málum, Rebecca Adler-Nissen við Kaupmannahafnarháskóla, hafi reiknað út að út frá ákveðnu sjónarhorni sé Ísland tengdara Evrópusambandinu en Danmörk í gegnum EES. „Það sem menn eru að kjósa um núna er að breyta þessum undanþágum í það sem kallað er „valrétt“, sem er þá þannig að danska þjóðþingið getur valið í hverju máli fyrir sig að undirgangast einhverja þætti samstarfsins þótt þeir séu yfirþjóðlegir. Danir eru með aðra útfærslu nú sem lýsir sér í að í staðinn fyrir valrétt þá eru þeir með viðbótar milliríkjasamninga sem þeir hafa gert um ýmsa þætti. Þeir eru hins vegar erfiðir viðfangs og sambandið hefur lítinn áhuga á að viðhalda þeim.“Snúið samband Danmerkur og ESBEiríkur segir að samband Dana og Evrópusambandsins hafi alla tíð verið snúið. „Danir fóru inn í sambandið 1973 þar sem þeir vildu halda áfram að selja Bretum beikon sem þá voru á leiðinni inn. Þeir fóru því aldrei inn á grunni mikillar Evrópuhugsjónar. Þeir hafa allar götur síðan verið það land í Evrópu sem hefur verið órólegast inni í ESB og verið með flestar undanþágur frá sambandinu.“
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira