Enski boltinn

Sunderland og Toronto skipta á Defoe og Altidore

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jermaine Defoe og Jozy Altidore eru að komast aftur til sinna heimalanda.
Jermaine Defoe og Jozy Altidore eru að komast aftur til sinna heimalanda. vísir/getty
Það styttist í endurkomu Jermaine Defoe í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, en samkvæmt frétt kanadíska íþróttamiðilsins TSN hafa Sunderland og MLS-liðið Toronto FC komist að samkomulagi um framherjaskipti.

Defoe, sem gekk í raðir Toronto í byrjun árs í fyrra, fer til Sunderland og í staðinn sendir enska liðið bandaríska framherjann Jozy Altidore til Toronto.

Altidore hefur verið mjög slakur í ensku úrvalsdeildinni og aðeins skoraði eitt mark í 42 leikju, en hann skoraði 15 mörk og gaf 5 stoðsendingar í 37 leikjum fyrir New York Red Bulls 2006-2008.

Defoe skoraði 11 mörk í 19 leikjum fyrir Toronto á síðustu leiktíð, en hefur viljað komast frá Kanada undanfarna mánuði eftir að þjálfari liðsins var rekinn sem og vinur hans; nýsjálenski miðvörðurinn Ryan Nelsen.

Það virðist nokkuð öruggt að Defoe endi í Sunderland, en þó er ekki víst að Altidore fari á endanum til Toronto þó liðið hafi komist að samkomulagi við Sunderland.

MLS-deildin gæti gripið inn í, en samkvæmt frétt TSN eru forráðamenn hennar sagðir efins um hvort þeir vilji hafa tvo af bestu leikmönnum bandaríska landsliðsins; Altidore og Michael Bradley, í sama liðinu.

Talið er að MLS-deildin vilji helst senda Altidore aftur til New York, en þar vantar aðra stjörnu eftir að Thierry Henry lagði skóna á hilluna. Svo gæti farið að Altidore endi í New York og Toronto fái þá pening fyrir Defoe sem það vill ekki. Það vill fá Jozy Altidore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×