Fótbolti

Leysir Kolbeinn Liverpool-manninn Origi af hjá Lille?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson á leið frá Hollandi til Frakklands?
Kolbeinn Sigþórsson á leið frá Hollandi til Frakklands? vísir/getty
Hollenska dagblaðið De Telegraaf greinir frá því í morgun að franska knattspyrnuliðið LOSC Lille hafi gert Hollandsmeisturum Ajax kauptilboð í landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson.

Tilboðið er þó sagt ekki vera nálægt því sem Ajax vill fá fyrir Kolbein sem hefur skorað fimm mörk í 14 leikjum fyrir liðið á tímabilinu.

Lille gæti misst belgíska landsliðsframherjann Divock Origi á næstu vikum en hann er í láni frá Liverpool. Enska liðið vill fá hann strax til að breikka hópinn fyrir seinni hluta ensku úrvalsdeildarinnar.

Ajax er sagt eftir að ákveða sig hvort það vilji yfir höfuð selja Kolbein í janúar, en það er að vega og meta framherjakosti sína áður en það tekur ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×